„Fólk lætur eins og mökkur og milljónir flóttamanna sé að koma hingað“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. janúar 2016 22:10 Magnús Þorkelsson „Ég set eftirfarandi texta fram - ekki sem embættismaður heldur sem mannvera,“ skrifar Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði, í upphafi færslu á Facebook-síðu sinni. Tilefni færslunnar er að fyrir skemmstu fékk albönsk fjölskylda þær fréttir að vísa ætti henni úr landi en stúlka úr fjölskyldunni er nemandi við skólann. „Faðir stúlkunnar kom ásamt henni á miðri síðustu önn til að reyna að útvega henni pláss hjá okkur um áramótin. Við ákváðum að taka hana strax inn til að hjálpa henni að aðlagast og mynda tengslanet. Þrátt fyrir að hafa aðeins verið hér hálfa önnina þá lauk hún öllum áföngum og í sumum þeirra var hún afar nálægt því að fá tíu í einkunn,“ segir Magnús í samtali við Vísi og tekur fram að hann hafi leyfi fjölskyldunnar til að ræða hagi hennar. Á önninni sem hófst á nýja árinu hafi hingað til verið svipað upp á teningnum. Stúlkan sýnir afburða námshæfileika þrátt fyrir að öll kennsla fari fram á íslensku. „Eins og aðrir erlendir nemendur þá fær hún sérstakan stuðning og hún hefur aðlagast mjög vel. Fyrir skemmstu las hún upp úr íslenskri bók og það mátti vart heyra á framburðinum að hún hefði alist upp í öðru landi. Ég efast að vísu upp að hún hafi skilið öll orðin en þetta er engu að síður frábær árangur,“ segir Magnús. Stúlkan hafði lokið tveimur árum af þremur úti í Albaníu áður en hún kom hingað. Haldi hún sig við efnið ætti hún að hefja háskólanám í haust. Það verður að teljast líklegt að skólaárið núna sé farið forgörðum. Foreldrar hennar eru báðir menntaðir kennarar. Móðurinni stóð til boða vinna á leikskóla hér á landi og faðirinn er grunnskólakennari. Börn þeirra eru fjögur. Elsta stúlkan varð eftir í Albaníu þar sem hún stundar háskólanám. Auk systranna eiga þau tvo drengi og stundar annar þeirra nám við Lækjaskóla í Hafnarfirði. Stendur menningu okkar ógn af einu prómíli? Í stöðuuppfærslu Magnúsar vekur hann athygli á því að í fyrra hafi átt sér stað fordæmalaus fjölgun flóttamanna hér á landi. Samkvæmt Útlendingastofnun fjölgaði umsóknum um hæli hér á landi úr 176 á árinu 2014 í 354. „Þessir þrjú hundruð fimmtíu og fjórir eru eitt prómill (einn þúsundasti) af þeim sem hér búa. Samanlagður hópurinn frá 2009 nær ekki þúsund manns sem eru 0,3% þjóðarinnar.“ „Það komu 108 Albanir hingað á síðasta ári. Það var virðingarvert þegar fjölskyldunum tveimur, sem fluttar voru úr landi í skjóli nætur, var leyft að koma hingað aftur. En á sama tíma sat þessi fjölskylda, og aðrar, í nákvæmlega sömu stöðu og þau. Hvers vegna voru hinar teknar út fyrir sviga?“ spyr Magnús í samtali við Vísi. „Fólk lætur eins og mökkur og milljónir flóttamanna sé að koma hingað en svo er ekki.“ Magnús telur að fólkið þurfi að líða fyrir það að hafa fyllt út vitlaust eyðublað hjá Útlendingastofnun. „Mér skilst að hefðu þau sótt um dvalar- eða atvinnuleyfi þá hefði það líklegast gengið en af því þau sóttu um hæli þá verði þau frá að hverfa. Fólkinu sem vinnur hjá Útlendingastofnun hlýtur að vera vorkunn að þurfa að vinna eftir þessu kerfi.“ „Á þessari öld hafa mun fleiri Íslendingar flutt úr landi en aftur heim. Munar þar um 10 þúsund manns. Frá 1961 hafa um 30 þúsund fleiri Íslendingar flutt héðan en erlent fólk hingað. Veitir okkur nokkuð af að fá fólk til landsins? Ef Íslendingar villja ekki búa hér – hvers vegna ekki að fagna vel menntuðu erlendu fólki? Eða stendur okkur og menningu okkar ógn af einu prómilli íbúa landsins? Fólki sem vill búa hér, menntast hér og leggja okkur lið?“ segir í niðurlagi stöðuuppfærslu Magnúsar.Var að fá þær fréttir að vísa ætti úr landi fjölskyldu frá Albaníu. Ein úr þeirri fjölskyldu er nemandi okkar í...Posted by Magnús Þorkelsson on Wednesday, 20 January 2016 Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu. 11. desember 2015 17:32 „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Albönsku fjölskyldurnar með veiku drengina lenda á Íslandi í dag Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi þann 10. desember síðastliðinn og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt lenda í Keflavík eftir hádegi í dag. 12. janúar 2016 11:12 Segir lífi sonar síns borgið nú þegar þau séu komin til landsins Hún var hjartnæm stundin þegar albönsku fjölskyldurnar tvær lentu hér á landi síðdegis. 12. janúar 2016 18:40 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
„Ég set eftirfarandi texta fram - ekki sem embættismaður heldur sem mannvera,“ skrifar Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði, í upphafi færslu á Facebook-síðu sinni. Tilefni færslunnar er að fyrir skemmstu fékk albönsk fjölskylda þær fréttir að vísa ætti henni úr landi en stúlka úr fjölskyldunni er nemandi við skólann. „Faðir stúlkunnar kom ásamt henni á miðri síðustu önn til að reyna að útvega henni pláss hjá okkur um áramótin. Við ákváðum að taka hana strax inn til að hjálpa henni að aðlagast og mynda tengslanet. Þrátt fyrir að hafa aðeins verið hér hálfa önnina þá lauk hún öllum áföngum og í sumum þeirra var hún afar nálægt því að fá tíu í einkunn,“ segir Magnús í samtali við Vísi og tekur fram að hann hafi leyfi fjölskyldunnar til að ræða hagi hennar. Á önninni sem hófst á nýja árinu hafi hingað til verið svipað upp á teningnum. Stúlkan sýnir afburða námshæfileika þrátt fyrir að öll kennsla fari fram á íslensku. „Eins og aðrir erlendir nemendur þá fær hún sérstakan stuðning og hún hefur aðlagast mjög vel. Fyrir skemmstu las hún upp úr íslenskri bók og það mátti vart heyra á framburðinum að hún hefði alist upp í öðru landi. Ég efast að vísu upp að hún hafi skilið öll orðin en þetta er engu að síður frábær árangur,“ segir Magnús. Stúlkan hafði lokið tveimur árum af þremur úti í Albaníu áður en hún kom hingað. Haldi hún sig við efnið ætti hún að hefja háskólanám í haust. Það verður að teljast líklegt að skólaárið núna sé farið forgörðum. Foreldrar hennar eru báðir menntaðir kennarar. Móðurinni stóð til boða vinna á leikskóla hér á landi og faðirinn er grunnskólakennari. Börn þeirra eru fjögur. Elsta stúlkan varð eftir í Albaníu þar sem hún stundar háskólanám. Auk systranna eiga þau tvo drengi og stundar annar þeirra nám við Lækjaskóla í Hafnarfirði. Stendur menningu okkar ógn af einu prómíli? Í stöðuuppfærslu Magnúsar vekur hann athygli á því að í fyrra hafi átt sér stað fordæmalaus fjölgun flóttamanna hér á landi. Samkvæmt Útlendingastofnun fjölgaði umsóknum um hæli hér á landi úr 176 á árinu 2014 í 354. „Þessir þrjú hundruð fimmtíu og fjórir eru eitt prómill (einn þúsundasti) af þeim sem hér búa. Samanlagður hópurinn frá 2009 nær ekki þúsund manns sem eru 0,3% þjóðarinnar.“ „Það komu 108 Albanir hingað á síðasta ári. Það var virðingarvert þegar fjölskyldunum tveimur, sem fluttar voru úr landi í skjóli nætur, var leyft að koma hingað aftur. En á sama tíma sat þessi fjölskylda, og aðrar, í nákvæmlega sömu stöðu og þau. Hvers vegna voru hinar teknar út fyrir sviga?“ spyr Magnús í samtali við Vísi. „Fólk lætur eins og mökkur og milljónir flóttamanna sé að koma hingað en svo er ekki.“ Magnús telur að fólkið þurfi að líða fyrir það að hafa fyllt út vitlaust eyðublað hjá Útlendingastofnun. „Mér skilst að hefðu þau sótt um dvalar- eða atvinnuleyfi þá hefði það líklegast gengið en af því þau sóttu um hæli þá verði þau frá að hverfa. Fólkinu sem vinnur hjá Útlendingastofnun hlýtur að vera vorkunn að þurfa að vinna eftir þessu kerfi.“ „Á þessari öld hafa mun fleiri Íslendingar flutt úr landi en aftur heim. Munar þar um 10 þúsund manns. Frá 1961 hafa um 30 þúsund fleiri Íslendingar flutt héðan en erlent fólk hingað. Veitir okkur nokkuð af að fá fólk til landsins? Ef Íslendingar villja ekki búa hér – hvers vegna ekki að fagna vel menntuðu erlendu fólki? Eða stendur okkur og menningu okkar ógn af einu prómilli íbúa landsins? Fólki sem vill búa hér, menntast hér og leggja okkur lið?“ segir í niðurlagi stöðuuppfærslu Magnúsar.Var að fá þær fréttir að vísa ætti úr landi fjölskyldu frá Albaníu. Ein úr þeirri fjölskyldu er nemandi okkar í...Posted by Magnús Þorkelsson on Wednesday, 20 January 2016
Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu. 11. desember 2015 17:32 „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Albönsku fjölskyldurnar með veiku drengina lenda á Íslandi í dag Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi þann 10. desember síðastliðinn og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt lenda í Keflavík eftir hádegi í dag. 12. janúar 2016 11:12 Segir lífi sonar síns borgið nú þegar þau séu komin til landsins Hún var hjartnæm stundin þegar albönsku fjölskyldurnar tvær lentu hér á landi síðdegis. 12. janúar 2016 18:40 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu. 11. desember 2015 17:32
„Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21
Albönsku fjölskyldurnar með veiku drengina lenda á Íslandi í dag Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi þann 10. desember síðastliðinn og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt lenda í Keflavík eftir hádegi í dag. 12. janúar 2016 11:12
Segir lífi sonar síns borgið nú þegar þau séu komin til landsins Hún var hjartnæm stundin þegar albönsku fjölskyldurnar tvær lentu hér á landi síðdegis. 12. janúar 2016 18:40
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26