584 flóttamenn síðustu sex áratugina Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum. Ísland var eitt fyrstu ríkjanna til að taka á móti kvótaflóttafólki, fyrir sex áratugum, eins og við þekkjum það í dag. Alls hafa flóttamenn farið til 16 sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Þann 1. mars árið 1956 gekk í gildi hér á landi flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið samþykktur í Genf árið 1951. Með samningnum voru réttindi fólks á flótta undan ófriði í heimalandi sínu tryggð. Það ár var brugðið á það ráð að fá til landsins flóttafólk frá Ungverjalandi sem flúði heimahaga sína sökum yfirgangs kommúnista í Sovétríkjunum sálugu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í flóttamannamálum Íslendinga frá árinu 1956 þegar Ungverjarnir, sem komu með Gullfaxa, flugvél Loftleiða, til landsins, fóru í læknisskoðun í Melaskóla og síðan í vikulanga sóttkví í Mosfellsbæ. Ísland hefur á þessari öld tekið sextán sinnum á móti kvótaflóttafólki. Í upphafi aldarinnar frá Krajina-héraði og Kosovo í kjölfar stríðsins á Balkanskaga. Samtals hafa sextíu flóttamenn komið hingað frá Kólumbíu til að mynda. Árið 1995 var sett á laggirnar flóttamannaráð sem nú heitir flóttamannanefnd. Fyrir þann tíma hafði Ísland tekið á móti 204 flóttamönnum til landsins í samtals sex aðgerðum. Á síðustu tuttugu árum höfum við tekið á móti 17 hópum sem telja samtals 380 flóttamenn. Mikið hefur verið fjallað um komu sýrlensku fjölskyldnanna sex sem komu hingað til lands í síðustu viku. Er þetta í annað sinn sem íslensk stjórnvöld taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eftir að borgarastríð braust út þar í landi. Í fyrra komu fimmtán flóttamenn hingað til lands og von er á fleiri Sýrlendingum á þessu ári ef marka má orð félags- og húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4 til 5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum. Ísland var eitt fyrstu ríkjanna til að taka á móti kvótaflóttafólki, fyrir sex áratugum, eins og við þekkjum það í dag. Alls hafa flóttamenn farið til 16 sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Þann 1. mars árið 1956 gekk í gildi hér á landi flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið samþykktur í Genf árið 1951. Með samningnum voru réttindi fólks á flótta undan ófriði í heimalandi sínu tryggð. Það ár var brugðið á það ráð að fá til landsins flóttafólk frá Ungverjalandi sem flúði heimahaga sína sökum yfirgangs kommúnista í Sovétríkjunum sálugu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í flóttamannamálum Íslendinga frá árinu 1956 þegar Ungverjarnir, sem komu með Gullfaxa, flugvél Loftleiða, til landsins, fóru í læknisskoðun í Melaskóla og síðan í vikulanga sóttkví í Mosfellsbæ. Ísland hefur á þessari öld tekið sextán sinnum á móti kvótaflóttafólki. Í upphafi aldarinnar frá Krajina-héraði og Kosovo í kjölfar stríðsins á Balkanskaga. Samtals hafa sextíu flóttamenn komið hingað frá Kólumbíu til að mynda. Árið 1995 var sett á laggirnar flóttamannaráð sem nú heitir flóttamannanefnd. Fyrir þann tíma hafði Ísland tekið á móti 204 flóttamönnum til landsins í samtals sex aðgerðum. Á síðustu tuttugu árum höfum við tekið á móti 17 hópum sem telja samtals 380 flóttamenn. Mikið hefur verið fjallað um komu sýrlensku fjölskyldnanna sex sem komu hingað til lands í síðustu viku. Er þetta í annað sinn sem íslensk stjórnvöld taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eftir að borgarastríð braust út þar í landi. Í fyrra komu fimmtán flóttamenn hingað til lands og von er á fleiri Sýrlendingum á þessu ári ef marka má orð félags- og húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4 til 5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu.
Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira