Latvala ók á áhorfanda og hélt áfram Finnur Thorlacius skrifar 25. janúar 2016 13:13 Latvala á snævi þöktum götum í Monte Carlo rallinu um helgina. Rallökumaðurinn Jari-Matti Latvala ók á ljósmyndara á leið sinni í Monte Carlo rallinu um helgina en hélt samt áfram för sinni án þess að gæta að hvort allt væri í lagi með hann. Þessu voru mótshaldara ekki ýkja hrifnir af og hafa sektað hann um 5.000 pund, eða 940.000 kr. Latvala er ekki sáttur við sektina og segir að hann hafi aldrei séð ljósmyndarann vegna þess gríðarmikla snævar sem þeyttist yfir bílinn, en áreksturinn átti sér stað í beygju þar sem bíllinn fór örlítið útaf veginum. Latvala hefur þó sönnunargögn á móti sér því bæði eru til upptökur innan úr bílnum þar sem ljósmyndarinn er á húddi bílsins og einnig eru til upptökur af samtali hans við keppnislið sitt þar sem hann biður þá að tékka á því hvort ljósmyndarinn er ekki í lagi þar sem hann hafi líklega ekið á áhorfanda. Í því ljósi er ekki skrítið að keppnishaldara hafi sektað Latvala og gæti sektin sýnst lág í því ljósi. Ljósmyndarinn meiddist ekki mikið. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent
Rallökumaðurinn Jari-Matti Latvala ók á ljósmyndara á leið sinni í Monte Carlo rallinu um helgina en hélt samt áfram för sinni án þess að gæta að hvort allt væri í lagi með hann. Þessu voru mótshaldara ekki ýkja hrifnir af og hafa sektað hann um 5.000 pund, eða 940.000 kr. Latvala er ekki sáttur við sektina og segir að hann hafi aldrei séð ljósmyndarann vegna þess gríðarmikla snævar sem þeyttist yfir bílinn, en áreksturinn átti sér stað í beygju þar sem bíllinn fór örlítið útaf veginum. Latvala hefur þó sönnunargögn á móti sér því bæði eru til upptökur innan úr bílnum þar sem ljósmyndarinn er á húddi bílsins og einnig eru til upptökur af samtali hans við keppnislið sitt þar sem hann biður þá að tékka á því hvort ljósmyndarinn er ekki í lagi þar sem hann hafi líklega ekið á áhorfanda. Í því ljósi er ekki skrítið að keppnishaldara hafi sektað Latvala og gæti sektin sýnst lág í því ljósi. Ljósmyndarinn meiddist ekki mikið.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent