Diego Jóhannesson spilar með Real Oviedo í spænsku b-deildinni og hafði sýnt því mikinn áhuga að spila fyrir íslenska landsliðið. Faðir hans er Íslendingur en móðir hans er Spánverji.
Real Oviedo gerði 2-2 jafntefli við CD Lugo um helgina og lagði Diego þá upp seinna marka liðsins en komst í 2-0 í upphafi leiks.
Það er hægt að sjá stoðsendingu Diego í myndbandinu í þessari frétt en stoðsendingin hans kemur eftir 30 sekúndur.
Spænska félagið Real Oviedo fagnaði vali Diego Jóhannesson á Twitter-síðu og birti mynd af honum eins og sjá má hér fyrir neðan.
Johannesson, convocado con la Selección Islandesa para el partido amistoso ante EEUU #EnhorabuenaJohannesson pic.twitter.com/sI9hycuf6d
— Real Oviedo (@RealOviedo) January 25, 2016
rset='utf-8'>