Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon verður með tónleika á Dubliner á laugardagskvöldið og mun hann þar spila frumsamin lög í bland við þekkt lög úr íslensku tónlistarsögunni.
Uppákoman hefst fljótlega upp úr ellefu og í kjölfar tónleikanna mætir Arnljótur vinur hans úr Ojba Rasta á svæðið og þeir félagarnir DJ'a fram á rauða nótt.
Ekkert kostar á tónleikana og má búast við mikilli stemningu.
Teitur með tónleika á Dubliner
