Trump hundsar kappræður Fox og Google Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 15:15 Donald Trump og Megyn Kelly. Vísir/Getty Forsetaframbjóðandinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í kappræðum Fox News og Google annað kvöld. Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðendanna í beinni útsendingu. Ákvörðun Trump, sem hann tilkynnti tveimur sólarhringum áður en kappræðurnar fara fram, má þó rekja til deilna hans og Megyn Kelly hjá Fox News. Allt frá fyrstu kappræðum Repúblikana í ágúst hafa þau eldað grátt silfur saman, þegar hún spurði hann út í fyrri ummæli hans um konur. „Þú hefur kallað konur, sem þú kannt ekki vel við, feit svín, hunda, sóða og ógeðsleg dýr,“ sagði Kelly og spurði hvort að það sýndi fram á skapgerð sem sæmi forseta. Auk þess, seinna í kappræðunum, spurði Kelly hann hvenær hann hefði orðið Repúblikani. Á árum áður var Trump Demókrati. Eftir kappræðurnar fór Trump hörðum orðum um Kelly við CNN.Sagði hann blóð flæða hvaðan sem er út úr Megyn Kelly og að hún hefði reynt að klekja á sér. Síðan þá hefur hann reglulega skammast út í Kelly á samfélagsmiðlum. Í dag skrifaði hann á Twitter: „Ég neita að segja að kalla Megyn Kelly glyðru, því það væri ekki í takt við pólitískan rétttrúnað. Þess í stað segi ég að hún sé fréttamaður í léttvigt.“Tilkynning og frétt Fox. Watch the latest video at video.foxnews.com Donald Trump um ákvörðun sína í myndbandi sem hann birti á Instagram. Should I do the #GOPdebate? A video posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on Jan 26, 2016 at 10:04am PST Í tilkynningu frá framboði Trump um ákvörðunina á Twitter er farið víða um hæfileika hans sem viðskiptamaður og rithöfundur bóka um viðskipti og því þekki hann vonda samninga þegar hann sjái þá. Hann segir Fox græða á tá og fingri á kappræðunum sem setji áhorfsmet vegna þess að hann taki þátt í þeim. „Ólíkt því mjög heimska og einstaklega óhæfa fólki sem stýrir nú landi okkar í strand, veit herra Trump hvenær hann á að draga í land.“ Þá segir að starfsmenn Fox telji sig geta leikið á Trump, en hann taki ekki þátt í svona leikjum. Þess í stað ætli hann að fara til Iowa og safna fé fyrir fyrrverandi hermenn. Fyrstu atkvæði forvalsins verða greidd í Iowa á mánudaginn.pic.twitter.com/SmTkLPiBYD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2016 Í yfirlýsingu frá Fox News segir að Trump hafi ítrekað ráðist gegn Kelly og hann hafi nú eytt fjórum dögum í að heimta að hún tæki ekki þátt í kappræðunum. þá segir einnig að Corey Lewandowski, kosningastjóri Trump, hafi hótað Kelly. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í kappræðum Fox News og Google annað kvöld. Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðendanna í beinni útsendingu. Ákvörðun Trump, sem hann tilkynnti tveimur sólarhringum áður en kappræðurnar fara fram, má þó rekja til deilna hans og Megyn Kelly hjá Fox News. Allt frá fyrstu kappræðum Repúblikana í ágúst hafa þau eldað grátt silfur saman, þegar hún spurði hann út í fyrri ummæli hans um konur. „Þú hefur kallað konur, sem þú kannt ekki vel við, feit svín, hunda, sóða og ógeðsleg dýr,“ sagði Kelly og spurði hvort að það sýndi fram á skapgerð sem sæmi forseta. Auk þess, seinna í kappræðunum, spurði Kelly hann hvenær hann hefði orðið Repúblikani. Á árum áður var Trump Demókrati. Eftir kappræðurnar fór Trump hörðum orðum um Kelly við CNN.Sagði hann blóð flæða hvaðan sem er út úr Megyn Kelly og að hún hefði reynt að klekja á sér. Síðan þá hefur hann reglulega skammast út í Kelly á samfélagsmiðlum. Í dag skrifaði hann á Twitter: „Ég neita að segja að kalla Megyn Kelly glyðru, því það væri ekki í takt við pólitískan rétttrúnað. Þess í stað segi ég að hún sé fréttamaður í léttvigt.“Tilkynning og frétt Fox. Watch the latest video at video.foxnews.com Donald Trump um ákvörðun sína í myndbandi sem hann birti á Instagram. Should I do the #GOPdebate? A video posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on Jan 26, 2016 at 10:04am PST Í tilkynningu frá framboði Trump um ákvörðunina á Twitter er farið víða um hæfileika hans sem viðskiptamaður og rithöfundur bóka um viðskipti og því þekki hann vonda samninga þegar hann sjái þá. Hann segir Fox græða á tá og fingri á kappræðunum sem setji áhorfsmet vegna þess að hann taki þátt í þeim. „Ólíkt því mjög heimska og einstaklega óhæfa fólki sem stýrir nú landi okkar í strand, veit herra Trump hvenær hann á að draga í land.“ Þá segir að starfsmenn Fox telji sig geta leikið á Trump, en hann taki ekki þátt í svona leikjum. Þess í stað ætli hann að fara til Iowa og safna fé fyrir fyrrverandi hermenn. Fyrstu atkvæði forvalsins verða greidd í Iowa á mánudaginn.pic.twitter.com/SmTkLPiBYD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2016 Í yfirlýsingu frá Fox News segir að Trump hafi ítrekað ráðist gegn Kelly og hann hafi nú eytt fjórum dögum í að heimta að hún tæki ekki þátt í kappræðunum. þá segir einnig að Corey Lewandowski, kosningastjóri Trump, hafi hótað Kelly.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent