Besti tenniskappi heims, Novak Djokovic, flaug inn í úrslitin á opna ástralska mótinu í morgun.
Hann skellti þá Roger Federer í fjórum settum, 6-1, 6-2, 3-6 og 6-3.
Þetta er í sjötta sinn sem Serbinn magnaði kemst í úrslit á þessu fyrsta risamóti ársins. Þetta er líka í þriðja sinn í röð sem Djokovic hefur betur gegn Svisslendingnum á risamóti þannig að bið Federer eftir 18. risatitlinum lengist.
Djokovic mun spila gegn Andy Murray eða Milos Raonic í úrslitunum.
Djokovic lagði einmitt Murray í úrslitunum í fyrra og Murray hefur ekki haft betur í þrem úrslitaleikjum gegn Bretanum.
