Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, er mikill aðdáandi UFC og styttir sér stundir með því að horfa á gamla bardaga.
Bale er meiddur sem stendur en sýndi á samfélagsmiðlum í gær að hann lætur sér ekki leiðast. Þá var hann að horfa á gamla bardaga með Anderson Silva.
Silva verður einmitt á UFC-kvöldi í London í lok næsta mánaðar og Bale ætlar sér ekki að missa af því.
Ef menn komast ekki til London þá verður hægt að sjá það bardagakvöld í beinni á Stöð 2 Sport.

