Mjög illa gengur hjá Emil Hallfreðssyni og félögum í Hellas Verona að vinna leik í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en í dag töpuðu þeir fyrir Palermo 1-0.
Eina mark leiksins kom á 27. mínútu, en þá skoraði Franco Vazquez eftir undirbúning frá Mate Jajalo. Lokatölur 1-0.
Emil var tekinn af velli á 65. mínútu, en Emil verður einmitt til umfjöllunar í Atvinnumennirnir okkar. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 og hefst klukkan 20.10.
Hellas er á botninum með átta stig, ellefu stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa ekki enn náð að vinna leik á tímabiilinu; ellefu tapleikir og átta jafntefli.
Enn tapar Hellas
Anton Ingi Leifsson skrifar
