Heimir: Einhverntímann í ferlinu munum við misstíga okkur Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2016 19:00 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands. vísir/skjáskot úr viðtalinu Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að íslenska landsliðið muni misstíga sig einhverntímann í undirbúningnum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. Hann segir að það eðlilegt í ljósi þess að þetta sé í fyrsta skipti sem liðið fari á stórmót og að liðið læri af því. „Þetta er ansi stórt verkefni fyrir lítið knattspyrnusmband. Það eru mörg verkefni á herðum þess fólks sem vinnur hérna og á heiður skilið hversu mikið það leggur á sig fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Heimir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Einhverntíman í ferlinu munum við misstíga okkur, en þetta er lærdómsferli sem við erum í og það þarf að taka til það greina líka. Við munum reyna gera okkar besta og undirbúa okkur eins vel og hægt er. Þar kemur reynsla Lars að góðum notum." Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót og Heimir segir að menn mega ekki vera of yfirspenntir. „Það var einhver góður maður sem sagði mér það fyrir skömmu að í fyrsta skipti sem Íslendingar voru að fara í mót þá hafa þeir dálítið að klikka á fyrstu hindru. Líklega þá vegna yfirspennu og því þurfum við að haga okkar undirbúningi eins vel og hægt er." „Núna erum við að fara í marga vináttuleiki fram að lokakeppni og reynum að fá leiki gegn sterkum andstæðingum. Það er einn af liðunum í undirbúningnum að hugsa og einbeita okkur að þessari lokakeppni í staðinn fyrir að vera að hugsa um FIFA-listann eða vinna leikina. Við erum að reyna fá eins góða vináttuleiki og hægt er." Það verða líklega fá landslið með færra starfólk en það íslenska. Það er með ráðum gert. „Það er einn af þessum þáttum að vera ekki að yfirspennast og vera að fá fullt af nýju fólki sem við erum ekki vanir að vera með í kringum okkur. Leikmennirnir þekkja allt þetta starfsfólk og það hefur virkað vel fyrir okkur," sagði Heimir og bætti við að lokum: „Auðvitað vitum við það að það verður miklu meira umstang í kringum þetta mót, en ég hef oft sagt það að það eru álög á þessu karlalandsliði. Það er bara gott fólk í kringum þetta landslið og magnað hversu vinnusamt þetta fólk er." „Það vinnur langt umfram það sem það fær bætur fyrir og við teljum okkur geta þetta, en auðvitað vitum við það að þetta verður erfitt," sagði tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum að lokum. Allt innslag Guðjóns má sjá hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að íslenska landsliðið muni misstíga sig einhverntímann í undirbúningnum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. Hann segir að það eðlilegt í ljósi þess að þetta sé í fyrsta skipti sem liðið fari á stórmót og að liðið læri af því. „Þetta er ansi stórt verkefni fyrir lítið knattspyrnusmband. Það eru mörg verkefni á herðum þess fólks sem vinnur hérna og á heiður skilið hversu mikið það leggur á sig fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Heimir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Einhverntíman í ferlinu munum við misstíga okkur, en þetta er lærdómsferli sem við erum í og það þarf að taka til það greina líka. Við munum reyna gera okkar besta og undirbúa okkur eins vel og hægt er. Þar kemur reynsla Lars að góðum notum." Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót og Heimir segir að menn mega ekki vera of yfirspenntir. „Það var einhver góður maður sem sagði mér það fyrir skömmu að í fyrsta skipti sem Íslendingar voru að fara í mót þá hafa þeir dálítið að klikka á fyrstu hindru. Líklega þá vegna yfirspennu og því þurfum við að haga okkar undirbúningi eins vel og hægt er." „Núna erum við að fara í marga vináttuleiki fram að lokakeppni og reynum að fá leiki gegn sterkum andstæðingum. Það er einn af liðunum í undirbúningnum að hugsa og einbeita okkur að þessari lokakeppni í staðinn fyrir að vera að hugsa um FIFA-listann eða vinna leikina. Við erum að reyna fá eins góða vináttuleiki og hægt er." Það verða líklega fá landslið með færra starfólk en það íslenska. Það er með ráðum gert. „Það er einn af þessum þáttum að vera ekki að yfirspennast og vera að fá fullt af nýju fólki sem við erum ekki vanir að vera með í kringum okkur. Leikmennirnir þekkja allt þetta starfsfólk og það hefur virkað vel fyrir okkur," sagði Heimir og bætti við að lokum: „Auðvitað vitum við það að það verður miklu meira umstang í kringum þetta mót, en ég hef oft sagt það að það eru álög á þessu karlalandsliði. Það er bara gott fólk í kringum þetta landslið og magnað hversu vinnusamt þetta fólk er." „Það vinnur langt umfram það sem það fær bætur fyrir og við teljum okkur geta þetta, en auðvitað vitum við það að þetta verður erfitt," sagði tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum að lokum. Allt innslag Guðjóns má sjá hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira