Kári Stefánsson vill að forsetaembættið verði lagt niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 18:51 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill leggja niður forsetaembættið og segir að málskotsréttur forseta trufli þingræði í landinu. Hann er jafnframt ósáttur við að myndskeið þar sem hann tjáir sig á hressilegan hátt hafi verið gert opinbert. „Ég held að við ættum að leggja niður forsetaembættið. Ég held að það gegni nákvæmlega engum tilgangi,“ sagði Kári sem var gestur í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Við ættum að koma upp barnaheimili á Bessastöðum. Þetta er ágætis hús fyrir það.“ Kári útskýrði mál sitt með tilvísun í það að á Íslandi væri við lýði þingræði sem ekki ætti að hræra í þrátt fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert vel þegar hann nýtti málskotsrétt sinn til þess að skjóta Icesave-samningunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þó svo að í þessum tilfellum eins og Icesave-málinu hafi Ólafur Ragnar reynst þessari þjóð vel þá þýðir það ekki endilega að við eigum að leyfa því að trufla þetta þingræði sem við höfum í landinu,“ sagði Kári. „Þetta er svolítið fikt í því og guði sé lof fiktaði hann í því en af og til er hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum og ég held að hann hafi gert það þar.“Sjá einnig: Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherraKári hefur að undanförnu verið orðaður við framboð til forsetaembættisins en segir að það sé greinilega ekki hollt að gegna embætti forseta Íslands. „Ég held því fram að það sé bysna óhollt fyrir fólk að verða forseti. Þú sérð bara hvað þetta hefur gert fólki eins og Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki vildi ég verða eins og þau á á gamals aldri,“ sagði Kári.Segir birtingu myndskeiðs dónaskapKári Stefánsson er ekki sáttur við að myndskeið þar sem hann ræddi nýverið á kraftmikinn hátt á málþingi Pírata um staðsetningu nýs spítala hafi verið gert opinbert á netinu. „Einn af Pírötunum tekur þetta upp án þes að fá leyfi mitt, setur þetta á netið án þess að fá leyfi mitt. Þetta er dónaskapur,“ sagði Kári.Sjá einnig: Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“„Þarna er ég að tala fyrir hópi fullorðins fólks. Nú er þetta tekið og sett á netið þar sem þetta er aðgengilegt börnum. Ég nota annað orðalag þegar ég ávarpa börn heldur en fullorðna. Þarna eyðileggur þessi Pírati þau stílbrögð sem ég vil nota þegar ég tjái mig um þetta við fólk. Ég get hinsvegar staðið við innihald þess sem ég talaði um.“Kári Stefánsson var gestur í Eyjunni en innslagið má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill leggja niður forsetaembættið og segir að málskotsréttur forseta trufli þingræði í landinu. Hann er jafnframt ósáttur við að myndskeið þar sem hann tjáir sig á hressilegan hátt hafi verið gert opinbert. „Ég held að við ættum að leggja niður forsetaembættið. Ég held að það gegni nákvæmlega engum tilgangi,“ sagði Kári sem var gestur í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Við ættum að koma upp barnaheimili á Bessastöðum. Þetta er ágætis hús fyrir það.“ Kári útskýrði mál sitt með tilvísun í það að á Íslandi væri við lýði þingræði sem ekki ætti að hræra í þrátt fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert vel þegar hann nýtti málskotsrétt sinn til þess að skjóta Icesave-samningunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þó svo að í þessum tilfellum eins og Icesave-málinu hafi Ólafur Ragnar reynst þessari þjóð vel þá þýðir það ekki endilega að við eigum að leyfa því að trufla þetta þingræði sem við höfum í landinu,“ sagði Kári. „Þetta er svolítið fikt í því og guði sé lof fiktaði hann í því en af og til er hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum og ég held að hann hafi gert það þar.“Sjá einnig: Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherraKári hefur að undanförnu verið orðaður við framboð til forsetaembættisins en segir að það sé greinilega ekki hollt að gegna embætti forseta Íslands. „Ég held því fram að það sé bysna óhollt fyrir fólk að verða forseti. Þú sérð bara hvað þetta hefur gert fólki eins og Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki vildi ég verða eins og þau á á gamals aldri,“ sagði Kári.Segir birtingu myndskeiðs dónaskapKári Stefánsson er ekki sáttur við að myndskeið þar sem hann ræddi nýverið á kraftmikinn hátt á málþingi Pírata um staðsetningu nýs spítala hafi verið gert opinbert á netinu. „Einn af Pírötunum tekur þetta upp án þes að fá leyfi mitt, setur þetta á netið án þess að fá leyfi mitt. Þetta er dónaskapur,“ sagði Kári.Sjá einnig: Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“„Þarna er ég að tala fyrir hópi fullorðins fólks. Nú er þetta tekið og sett á netið þar sem þetta er aðgengilegt börnum. Ég nota annað orðalag þegar ég ávarpa börn heldur en fullorðna. Þarna eyðileggur þessi Pírati þau stílbrögð sem ég vil nota þegar ég tjái mig um þetta við fólk. Ég get hinsvegar staðið við innihald þess sem ég talaði um.“Kári Stefánsson var gestur í Eyjunni en innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00