Margir áttu erfitt með fregnir af andláti tónlistarmannsins David Bowie í gær og leituðu huggunar í tónlist hans á streymisveitum. Spotify greinir frá því að hlustun á tónlist hans hefði aukist um 2.700 prósent eftir að fregnir bárust af andláti hans. Vinsælustu lögin eru Heroes, Under Pressure, Space Oddity og Let´s Dance.
Bowie gaf út plötuna Black Star síðastliðinn föstudag en hún rauk upp í fyrsta sætið á lista iTunes í gær. Safnplatan Best of Bowie fór einnig hæst í annað sætið og The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders Froms Mars var á meðal fimm mestu seldu platnanna á iTunes.
