Segir lífi sonar síns borgið nú þegar þau séu komin til landsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. janúar 2016 18:40 Hún var hjartnæm stundin þegar albönsku fjölskyldurnar tvær lentu hér á landi síðdegis. vísir/ernir Albönsku fjölskyldurnar tvær sem nýlega fengu íslenskan ríkisborgararétt segjast afar þakklátar fyrir allan þann stuðning sem þær hafa fengið frá íslensku þjóðinni. Tilfinningin við að koma aftur hingað til lands sé ólýsanleg. „Ég vil þakka allri þjóðinni fyrir. Þetta er bara ólýsanlegt, eins og draumur. Við náum ekki að vakna aftur,“ segir Xhulia Pepaj. Fjölskyldurnar tvær, Pepaj og Phellam, lentu hér á landi nú rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi Pepaj, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjan Phellam, sem er með hjartagalla. Þeim var vísað úr landi 10. desember síðastliðinn og vakti það nokkra reiði í samfélaginu. Nokkrum dögum síðar veitti Alþingi þeim íslenskan ríkisborgararétt. Kastriot Pepaj, faðir Kevis, tók undir orð eiginkonu sinnar og sagðist afar þakklátur. „Við vonuðumst eftir stuðningi, en þetta kom okkur ótrúlega á óvart. Við bjuggumst ekki við svo miklum stuðning þannig að þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Það sem Hermann gerði fyrir mig er eitthvað sem ég myndi aldrei búast við. Hann bjargaði lífi sonar míns,“ sagði hann og bætti við að Kevi hafi það gott. Phellam-fjölskyldan sagðist jafnframt afar þakklát. Líf þeirra hafi nú breyst til frambúðar. „Þetta er kraftaverk,“ sögðu þau.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir Tengdar fréttir „Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Albönsku fjölskyldurnar tvær sem nýlega fengu íslenskan ríkisborgararétt segjast afar þakklátar fyrir allan þann stuðning sem þær hafa fengið frá íslensku þjóðinni. Tilfinningin við að koma aftur hingað til lands sé ólýsanleg. „Ég vil þakka allri þjóðinni fyrir. Þetta er bara ólýsanlegt, eins og draumur. Við náum ekki að vakna aftur,“ segir Xhulia Pepaj. Fjölskyldurnar tvær, Pepaj og Phellam, lentu hér á landi nú rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi Pepaj, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjan Phellam, sem er með hjartagalla. Þeim var vísað úr landi 10. desember síðastliðinn og vakti það nokkra reiði í samfélaginu. Nokkrum dögum síðar veitti Alþingi þeim íslenskan ríkisborgararétt. Kastriot Pepaj, faðir Kevis, tók undir orð eiginkonu sinnar og sagðist afar þakklátur. „Við vonuðumst eftir stuðningi, en þetta kom okkur ótrúlega á óvart. Við bjuggumst ekki við svo miklum stuðning þannig að þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Það sem Hermann gerði fyrir mig er eitthvað sem ég myndi aldrei búast við. Hann bjargaði lífi sonar míns,“ sagði hann og bætti við að Kevi hafi það gott. Phellam-fjölskyldan sagðist jafnframt afar þakklát. Líf þeirra hafi nú breyst til frambúðar. „Þetta er kraftaverk,“ sögðu þau.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
Tengdar fréttir „Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13