Repúblikanir gagnrýna fangaskipti Bandaríkjanna og Íran Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2016 10:44 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Nokkrir af þeim frambjóðendum sem vonast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fangaskipti við yfirvöld í Íran. Fregnir bárust frá Bandaríkjunum í gær að yfirvöld þar í landi hefðu sleppt sjö Írönum úr haldi og í staðinn fengu fjórir bandarískir fangar í Íran frelsi. Á meðal þessara frambjóðenda Repúblikanaflokksins er Marco Rubio sem sakar Obama-stjórnina um að hafa ekki gengið nógu hart á eftir skilyrðislausri lausn bandarísku fanganna. Rubio var á meðal tuttugu þingmanna sem skrifuðu John Kerry utanríkisráðherra bréf í fyrra þar sem þeir kröfðust þess að þessum föngum yrði sleppt. Er það mat Repúblikana að Obama-stjórnin hefði aldrei átt að eiga þessi fangaskipti við Íran því það veikti stöðu Bandaríkjanna út á við. Telja þeir óvinaþjóðir eiga eftir að keppast við að ná Bandaríkjamönnum sem föngum svo þær geti samið um frelsi félaga sinna. Á meðal þeirra sem gagnrýna þetta samkomulag eru Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, þingmaðurinn Ted Cruz og Donald Trump.Trump setur til að mynda spurningarmerki við þessi fangaskipti í ljósi þess að þau áttu sér stað sama dag og Bandaríkjastjórn aflétti viðskiptaþvingunum á Íran ásamt Evrópusambandinu í gær. Var það gert vegna þess að yfirvöld í Íran höfðu staðið við samkomulag sem á að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna þar í landi. Með þessu samkomulagi losnuðu eignir upp á milljarði dala í Íran og verður hægt að selja olíu sem unnin er í landinu um allan heim. John Kerry fagnaði þessi samkomulagi í gær ásamt utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Báðir voru þeir þeirrar skoðunar að heimurinn væri öruggari fyrir vikið. „Þeir fá sjö manneskjur og eru því að fá 150 milljarði dala plús sjö, og við fáum fjóra,“ var haft eftir Trump. Allir fögnuðu þeir þó frelsi Bandaríkjamannanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01 Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Nokkrir af þeim frambjóðendum sem vonast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fangaskipti við yfirvöld í Íran. Fregnir bárust frá Bandaríkjunum í gær að yfirvöld þar í landi hefðu sleppt sjö Írönum úr haldi og í staðinn fengu fjórir bandarískir fangar í Íran frelsi. Á meðal þessara frambjóðenda Repúblikanaflokksins er Marco Rubio sem sakar Obama-stjórnina um að hafa ekki gengið nógu hart á eftir skilyrðislausri lausn bandarísku fanganna. Rubio var á meðal tuttugu þingmanna sem skrifuðu John Kerry utanríkisráðherra bréf í fyrra þar sem þeir kröfðust þess að þessum föngum yrði sleppt. Er það mat Repúblikana að Obama-stjórnin hefði aldrei átt að eiga þessi fangaskipti við Íran því það veikti stöðu Bandaríkjanna út á við. Telja þeir óvinaþjóðir eiga eftir að keppast við að ná Bandaríkjamönnum sem föngum svo þær geti samið um frelsi félaga sinna. Á meðal þeirra sem gagnrýna þetta samkomulag eru Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, þingmaðurinn Ted Cruz og Donald Trump.Trump setur til að mynda spurningarmerki við þessi fangaskipti í ljósi þess að þau áttu sér stað sama dag og Bandaríkjastjórn aflétti viðskiptaþvingunum á Íran ásamt Evrópusambandinu í gær. Var það gert vegna þess að yfirvöld í Íran höfðu staðið við samkomulag sem á að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna þar í landi. Með þessu samkomulagi losnuðu eignir upp á milljarði dala í Íran og verður hægt að selja olíu sem unnin er í landinu um allan heim. John Kerry fagnaði þessi samkomulagi í gær ásamt utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Báðir voru þeir þeirrar skoðunar að heimurinn væri öruggari fyrir vikið. „Þeir fá sjö manneskjur og eru því að fá 150 milljarði dala plús sjö, og við fáum fjóra,“ var haft eftir Trump. Allir fögnuðu þeir þó frelsi Bandaríkjamannanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01 Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01
Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36