Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2016 00:01 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er afar ánægður með þennan samning. Vísir/Getty Viðskiptaþvingunum á Íran hefur verið aflétt eftir að eftirlitsaðilar höfðu staðfest að yfirvöld þar í landi hefðu farið eftir samningi sem er hannaður til að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna. Haft er eftir Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að samningurinn muni stuðla að aukinni friðsæld í Íran og á alþjóðavettvangi. Með því að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran losna eignir upp á milljarði dala og verður hægt að selja olíu sem er unnin í landinu á alþjóðavísu. Íranir hafa ávallt haldið því fram að nýting þeirra á kjarnorku sé friðsamur gjörningur en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir andstæðinga samkomulagsins telja það ekki ganga nógu langt til að tryggja að Íranir geti ekki framleitt kjarnavopn. Forseti Íran, Hassan Rouhani, fagnaði þessum áfanga í dag og þakkaði þjóðinni fyrir þolinmæðina sem hún hefur sýnt í þessu máli. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur fyrirskipað að viðskiptaþvingunum gegn Íran, í tengslum við þróun kjarnavopna, verði aflétt. Kerry fundaði með utanríkisráðherra Íran í Vín í Austurríki þar sem þeir ræddu hvort möguleiki væri á að aflétta viðskiptaþvingunum. Kerry sagði að Íran hefði tekið mikilvæg skref í átt að samkomulagi sem margir hefðu efast um að yfirvöld þar í landi myndu taka. „Í þakkarskyni munu Bandaríkin og Evrópusambandið aflétta viðskiptaþvingunum og auka þannig tækifæri írönsku þjóðarinnar. Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ Tengdar fréttir Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Viðskiptaþvingunum á Íran hefur verið aflétt eftir að eftirlitsaðilar höfðu staðfest að yfirvöld þar í landi hefðu farið eftir samningi sem er hannaður til að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna. Haft er eftir Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að samningurinn muni stuðla að aukinni friðsæld í Íran og á alþjóðavettvangi. Með því að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran losna eignir upp á milljarði dala og verður hægt að selja olíu sem er unnin í landinu á alþjóðavísu. Íranir hafa ávallt haldið því fram að nýting þeirra á kjarnorku sé friðsamur gjörningur en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir andstæðinga samkomulagsins telja það ekki ganga nógu langt til að tryggja að Íranir geti ekki framleitt kjarnavopn. Forseti Íran, Hassan Rouhani, fagnaði þessum áfanga í dag og þakkaði þjóðinni fyrir þolinmæðina sem hún hefur sýnt í þessu máli. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur fyrirskipað að viðskiptaþvingunum gegn Íran, í tengslum við þróun kjarnavopna, verði aflétt. Kerry fundaði með utanríkisráðherra Íran í Vín í Austurríki þar sem þeir ræddu hvort möguleiki væri á að aflétta viðskiptaþvingunum. Kerry sagði að Íran hefði tekið mikilvæg skref í átt að samkomulagi sem margir hefðu efast um að yfirvöld þar í landi myndu taka. „Í þakkarskyni munu Bandaríkin og Evrópusambandið aflétta viðskiptaþvingunum og auka þannig tækifæri írönsku þjóðarinnar. Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“
Tengdar fréttir Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15