Fótbolti

Enn eitt jafntefli hjá Emil og félögum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emil Hallfreðsson í leik með Hellas Verona.
Emil Hallfreðsson í leik með Hellas Verona. Vísir/Getty
Sex leikjum er lokið í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu en þar ber helst að nefna auðveldur sigur Juventus á Udinese, 4-0, á útivelli.

Juve gekk frá leiknum í fyrri hálfleiknum þegar liðið skoraði fjögur mörk. Paulo Dybala skoraði tvö af þeim og Sami Khedira og Alex Sandro sitt markið hvor.

Það eina sem lið Udinese afrekaði í fyrri hálfleiknum var að fá rautt spjald þegar Danilo fékk beint rautt á 25. mínútu. Staðan 4-0 í hálfleik og þannig lauk leiknum.

Emil Hallfreðsson byrjaði leikinn á bekknum þegar Hellas Veron og Roma áttust við í Róm. Staðan var 1-0 fyrir Roma í hálfleik en Emil kom inn á í hálfleik og lék allan síðari hálfleikinn.

Giampaolo Pazzini jafnaði fyrir Hellas Verona hálftíma fyrir leikslok og niðurstaðan 1-1. Enn eitt jafnteflið hjá Emil og félögum sem hafa nú gert níu jafntefli á tímabilinu.

Liðið hefur ekki unnið leik og er því í neðsta sæti deildarinnar með níu stig. Juve er í öðru sæti deildarinnar með 42 stig, tveim stigum á eftir Napoli.

Öll úrslit dagsins:

Genoa 4 - 0 Palermo

Bologna 2 - 2 Lazio

Carpi 2 - 1 Sampdoria

ChievoVerona 1 - 1 Empoli

Roma 1 - 1 Hellas Verona

Udinese 0 - 4 Juventus




Fleiri fréttir

Sjá meira


×