Tekst Cruz að endurheimta beltið sitt í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 17. janúar 2016 20:30 Cruz og Dillashaw í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Aldrei hefur ríkt jafn mikil eftirvænting fyrir bardaga í bantamvigtinni líkt og fyrir bardaga Dominick Cruz og T.J. Dillashaw í kvöld. Dillashaw er með beltið sem Cruz tapaði aldrei en sá síðarnefndi er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur. Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC þangað til hann var sviptur beltinu í janúar 2014 vegna þrálátra meiðsla. Á meðan Cruz var meiddur var Renan Barao meistari þangað til T.J. Dillashaw gjörsigraði Barao og varð nýji bantamvigtarmeistarinn. Síðan þá hefur Dillashaw litið afar sannfærandi út í búrinu en að margra mati er hann ekki alvöru meistarinn fyrr en hann sigrar manninn sem tapaði aldrei beltinu - Dominick Cruz. Það er ekki að ástæðulausu sem bardagans er beðið með slíkri eftirvæntingu. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn með skemmtilega stíla. Það eru þó skiptar skoðanir hvernig bardaginn mun fara í kvöld enda margar breytur sem hafa þarf í huga.Meiðsli Cruz: Dominick Cruz hefur aðeins barist einu sinni á síðustu fjórum árum. Hann hefur þrívegis slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og er spurning hvernig hann kemur til baka eftir þriðja krossbandsslitið. Verður hann jafn hreyfanlegur og snöggur og áður?Nýtt lið Dillashaw: T.J. Dillashaw varð meistari sem liðsmaður Team Alpha Male. Síðasta haust ákvað hann hins vegar að segja skilið við liðið og hélt til Team Elevation í Colorado. Dillashaw er enn með sama yfirþjálfara, Duane Ludwig, en mun þessi breyting hafa einhver áhrif á Dillashaw?Er Cruz ryðgaður? Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan í september 2014 er hann rotaði Takeya Mizugaki á aðeins 61 sekúndu. Mun Cruz vera ryðgaður í kvöld eftir svo langa fjarveru?Hefur sálfræðihernaður Cruz haft áhrif? Dominick Cruz hefur látið Dillashaw líta illa út í viðtölum með hnyttnum ummælum í garð Dillashaw. Á sama tíma hefur Dillashaw átt fá svör og litið kjánalega út. Dillashaw er augljóslega pirraður á ummælum Cruz en mun það hafa áhrif í kvöld?Er Cruz með ný vopn í vopnabúrinu? Vegna meiðsla Cruz höfum við aðeins séð hann berjast í eina mínútu á síðustu fjórum árum. Þrátt fyrir meiðslin gæti Cruz hafa þróað ný vopn sem hann mun sýna í kvöld.Hreyfanleiki gegn hreyfanleika: Bæði Cruz og Dillashaw eru gríðarlega hreyfanlegir og fá afar fá högg í sig. Það má líkja þeim við töframenn sem blekkja og plata mótherjana sína með hreyfanleika sínum en hvernig mun það virka gegn öðrum töframanni sem er að gera hið sama? Þetta er bara brot af þeim fjölmörgu breytum sem geta spilað inn í bardaga kvöldsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem eftirvæntingin fyrir bardaganum er jafn mikil og raun ber vitni. Það verða fjórir bardagar á dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Auk Cruz-Dillashaw má sjá fyrrum léttvigtarmeistarann Anthony Pettis mæta Eddie Alvarez. Þá mun kærasti Rondu Rousey, Travis Browne, mæta Matt Mitrione í skemmtilegum þungavigtarslag. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Aldrei hefur ríkt jafn mikil eftirvænting fyrir bardaga í bantamvigtinni líkt og fyrir bardaga Dominick Cruz og T.J. Dillashaw í kvöld. Dillashaw er með beltið sem Cruz tapaði aldrei en sá síðarnefndi er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur. Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC þangað til hann var sviptur beltinu í janúar 2014 vegna þrálátra meiðsla. Á meðan Cruz var meiddur var Renan Barao meistari þangað til T.J. Dillashaw gjörsigraði Barao og varð nýji bantamvigtarmeistarinn. Síðan þá hefur Dillashaw litið afar sannfærandi út í búrinu en að margra mati er hann ekki alvöru meistarinn fyrr en hann sigrar manninn sem tapaði aldrei beltinu - Dominick Cruz. Það er ekki að ástæðulausu sem bardagans er beðið með slíkri eftirvæntingu. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn með skemmtilega stíla. Það eru þó skiptar skoðanir hvernig bardaginn mun fara í kvöld enda margar breytur sem hafa þarf í huga.Meiðsli Cruz: Dominick Cruz hefur aðeins barist einu sinni á síðustu fjórum árum. Hann hefur þrívegis slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og er spurning hvernig hann kemur til baka eftir þriðja krossbandsslitið. Verður hann jafn hreyfanlegur og snöggur og áður?Nýtt lið Dillashaw: T.J. Dillashaw varð meistari sem liðsmaður Team Alpha Male. Síðasta haust ákvað hann hins vegar að segja skilið við liðið og hélt til Team Elevation í Colorado. Dillashaw er enn með sama yfirþjálfara, Duane Ludwig, en mun þessi breyting hafa einhver áhrif á Dillashaw?Er Cruz ryðgaður? Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan í september 2014 er hann rotaði Takeya Mizugaki á aðeins 61 sekúndu. Mun Cruz vera ryðgaður í kvöld eftir svo langa fjarveru?Hefur sálfræðihernaður Cruz haft áhrif? Dominick Cruz hefur látið Dillashaw líta illa út í viðtölum með hnyttnum ummælum í garð Dillashaw. Á sama tíma hefur Dillashaw átt fá svör og litið kjánalega út. Dillashaw er augljóslega pirraður á ummælum Cruz en mun það hafa áhrif í kvöld?Er Cruz með ný vopn í vopnabúrinu? Vegna meiðsla Cruz höfum við aðeins séð hann berjast í eina mínútu á síðustu fjórum árum. Þrátt fyrir meiðslin gæti Cruz hafa þróað ný vopn sem hann mun sýna í kvöld.Hreyfanleiki gegn hreyfanleika: Bæði Cruz og Dillashaw eru gríðarlega hreyfanlegir og fá afar fá högg í sig. Það má líkja þeim við töframenn sem blekkja og plata mótherjana sína með hreyfanleika sínum en hvernig mun það virka gegn öðrum töframanni sem er að gera hið sama? Þetta er bara brot af þeim fjölmörgu breytum sem geta spilað inn í bardaga kvöldsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem eftirvæntingin fyrir bardaganum er jafn mikil og raun ber vitni. Það verða fjórir bardagar á dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Auk Cruz-Dillashaw má sjá fyrrum léttvigtarmeistarann Anthony Pettis mæta Eddie Alvarez. Þá mun kærasti Rondu Rousey, Travis Browne, mæta Matt Mitrione í skemmtilegum þungavigtarslag. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira