Tekst Cruz að endurheimta beltið sitt í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 17. janúar 2016 20:30 Cruz og Dillashaw í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Aldrei hefur ríkt jafn mikil eftirvænting fyrir bardaga í bantamvigtinni líkt og fyrir bardaga Dominick Cruz og T.J. Dillashaw í kvöld. Dillashaw er með beltið sem Cruz tapaði aldrei en sá síðarnefndi er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur. Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC þangað til hann var sviptur beltinu í janúar 2014 vegna þrálátra meiðsla. Á meðan Cruz var meiddur var Renan Barao meistari þangað til T.J. Dillashaw gjörsigraði Barao og varð nýji bantamvigtarmeistarinn. Síðan þá hefur Dillashaw litið afar sannfærandi út í búrinu en að margra mati er hann ekki alvöru meistarinn fyrr en hann sigrar manninn sem tapaði aldrei beltinu - Dominick Cruz. Það er ekki að ástæðulausu sem bardagans er beðið með slíkri eftirvæntingu. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn með skemmtilega stíla. Það eru þó skiptar skoðanir hvernig bardaginn mun fara í kvöld enda margar breytur sem hafa þarf í huga.Meiðsli Cruz: Dominick Cruz hefur aðeins barist einu sinni á síðustu fjórum árum. Hann hefur þrívegis slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og er spurning hvernig hann kemur til baka eftir þriðja krossbandsslitið. Verður hann jafn hreyfanlegur og snöggur og áður?Nýtt lið Dillashaw: T.J. Dillashaw varð meistari sem liðsmaður Team Alpha Male. Síðasta haust ákvað hann hins vegar að segja skilið við liðið og hélt til Team Elevation í Colorado. Dillashaw er enn með sama yfirþjálfara, Duane Ludwig, en mun þessi breyting hafa einhver áhrif á Dillashaw?Er Cruz ryðgaður? Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan í september 2014 er hann rotaði Takeya Mizugaki á aðeins 61 sekúndu. Mun Cruz vera ryðgaður í kvöld eftir svo langa fjarveru?Hefur sálfræðihernaður Cruz haft áhrif? Dominick Cruz hefur látið Dillashaw líta illa út í viðtölum með hnyttnum ummælum í garð Dillashaw. Á sama tíma hefur Dillashaw átt fá svör og litið kjánalega út. Dillashaw er augljóslega pirraður á ummælum Cruz en mun það hafa áhrif í kvöld?Er Cruz með ný vopn í vopnabúrinu? Vegna meiðsla Cruz höfum við aðeins séð hann berjast í eina mínútu á síðustu fjórum árum. Þrátt fyrir meiðslin gæti Cruz hafa þróað ný vopn sem hann mun sýna í kvöld.Hreyfanleiki gegn hreyfanleika: Bæði Cruz og Dillashaw eru gríðarlega hreyfanlegir og fá afar fá högg í sig. Það má líkja þeim við töframenn sem blekkja og plata mótherjana sína með hreyfanleika sínum en hvernig mun það virka gegn öðrum töframanni sem er að gera hið sama? Þetta er bara brot af þeim fjölmörgu breytum sem geta spilað inn í bardaga kvöldsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem eftirvæntingin fyrir bardaganum er jafn mikil og raun ber vitni. Það verða fjórir bardagar á dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Auk Cruz-Dillashaw má sjá fyrrum léttvigtarmeistarann Anthony Pettis mæta Eddie Alvarez. Þá mun kærasti Rondu Rousey, Travis Browne, mæta Matt Mitrione í skemmtilegum þungavigtarslag. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Aldrei hefur ríkt jafn mikil eftirvænting fyrir bardaga í bantamvigtinni líkt og fyrir bardaga Dominick Cruz og T.J. Dillashaw í kvöld. Dillashaw er með beltið sem Cruz tapaði aldrei en sá síðarnefndi er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur. Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC þangað til hann var sviptur beltinu í janúar 2014 vegna þrálátra meiðsla. Á meðan Cruz var meiddur var Renan Barao meistari þangað til T.J. Dillashaw gjörsigraði Barao og varð nýji bantamvigtarmeistarinn. Síðan þá hefur Dillashaw litið afar sannfærandi út í búrinu en að margra mati er hann ekki alvöru meistarinn fyrr en hann sigrar manninn sem tapaði aldrei beltinu - Dominick Cruz. Það er ekki að ástæðulausu sem bardagans er beðið með slíkri eftirvæntingu. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn með skemmtilega stíla. Það eru þó skiptar skoðanir hvernig bardaginn mun fara í kvöld enda margar breytur sem hafa þarf í huga.Meiðsli Cruz: Dominick Cruz hefur aðeins barist einu sinni á síðustu fjórum árum. Hann hefur þrívegis slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og er spurning hvernig hann kemur til baka eftir þriðja krossbandsslitið. Verður hann jafn hreyfanlegur og snöggur og áður?Nýtt lið Dillashaw: T.J. Dillashaw varð meistari sem liðsmaður Team Alpha Male. Síðasta haust ákvað hann hins vegar að segja skilið við liðið og hélt til Team Elevation í Colorado. Dillashaw er enn með sama yfirþjálfara, Duane Ludwig, en mun þessi breyting hafa einhver áhrif á Dillashaw?Er Cruz ryðgaður? Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan í september 2014 er hann rotaði Takeya Mizugaki á aðeins 61 sekúndu. Mun Cruz vera ryðgaður í kvöld eftir svo langa fjarveru?Hefur sálfræðihernaður Cruz haft áhrif? Dominick Cruz hefur látið Dillashaw líta illa út í viðtölum með hnyttnum ummælum í garð Dillashaw. Á sama tíma hefur Dillashaw átt fá svör og litið kjánalega út. Dillashaw er augljóslega pirraður á ummælum Cruz en mun það hafa áhrif í kvöld?Er Cruz með ný vopn í vopnabúrinu? Vegna meiðsla Cruz höfum við aðeins séð hann berjast í eina mínútu á síðustu fjórum árum. Þrátt fyrir meiðslin gæti Cruz hafa þróað ný vopn sem hann mun sýna í kvöld.Hreyfanleiki gegn hreyfanleika: Bæði Cruz og Dillashaw eru gríðarlega hreyfanlegir og fá afar fá högg í sig. Það má líkja þeim við töframenn sem blekkja og plata mótherjana sína með hreyfanleika sínum en hvernig mun það virka gegn öðrum töframanni sem er að gera hið sama? Þetta er bara brot af þeim fjölmörgu breytum sem geta spilað inn í bardaga kvöldsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem eftirvæntingin fyrir bardaganum er jafn mikil og raun ber vitni. Það verða fjórir bardagar á dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Auk Cruz-Dillashaw má sjá fyrrum léttvigtarmeistarann Anthony Pettis mæta Eddie Alvarez. Þá mun kærasti Rondu Rousey, Travis Browne, mæta Matt Mitrione í skemmtilegum þungavigtarslag. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti