Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. janúar 2016 14:30 Sigmundur Davíð viðraði hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu í Eyjunni um helgina. Vísir/Valli Engin vinna hefur átt sér stað til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi það í þættinum Eyjunni um helgina að verðtryggingin væri mál sem vel væri hægt að hugsa sér að færi í slíkt ferli. „Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum.Ekki allir hrifnir Sterk viðbrögð hafa verið við þessari hugmynd, sem er þó ekki búið að skoða að neinu marki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði til dæmis í sérstakri bloggfærslu um málið að ekkert kallaði á þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, tók í sama streng og sagði á Facebook að Sigmundur væri að biðja um rándýrt klapp á bakið frá kjósendum og hjálp við að leysa ágreining innan hans eigin ríkisstjórnar.Þingflokkurinn til í þjóðaratkvæði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir vel koma til greina að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er lagt upp með það að afnema verðtryggingu og ég er sannfærður um það að mikill meirihlutstuðningur á meðal þjóðarinnar við það að afnema verðtrygginguna.Ásmundur Einar, þingflokksformaður Framsóknarflokks.vísir/pjetur„Ég held að forsætisráðherra hafi verið að benda á það með þessu að þjóðarhjartað slær með þessum hætti,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér það sem hann er að viðra þarna bara mjög jákvætt fyrir þetta mál, ef við gætum sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef menn geta ekki komið sér saman um það að fylgja þessum þjóðartakti,“ segir hann.Sannfærður um að grasrótin vilji afnám En nú hafa það ekki síst verið þingmenn Sjálfstæðisflokks sem hafa verið andsnúnir afnámi eða banni verðtryggingarinnar. Væru þið með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að afgreiða þann ágreining? „Ég er sannfærður um að bæði í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hjá mörgum þingmönnum slær hjartað eins og þjóðarsálin almennt,“ segir hann. „En lykilatriði í þessu er að meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna og þessi ríkisstjórn lagði upp með það og það er það sem Sigmundur Davíð var að tala um í þessu viðtali að það geti verið mjög jákvætt skref að athuga hvort það sé ekki bara raunverulegur þjóðarvilji til að afnema hana.“ Þingflokksfundur stendur nú yfir í flokknum þar sem meðal annars er verið að ræða um verðtrygginguna. „Ég hef þá trú að þjóðarhjartað slái með þeim hætti jafnvel þó einhverjir stjórnmálamenn og hluti forystumanna launþegahreyfinga og atvinnurekenda séu ekki sammála þessari skoðun,“ segir hann. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Engin vinna hefur átt sér stað til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi það í þættinum Eyjunni um helgina að verðtryggingin væri mál sem vel væri hægt að hugsa sér að færi í slíkt ferli. „Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum.Ekki allir hrifnir Sterk viðbrögð hafa verið við þessari hugmynd, sem er þó ekki búið að skoða að neinu marki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði til dæmis í sérstakri bloggfærslu um málið að ekkert kallaði á þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, tók í sama streng og sagði á Facebook að Sigmundur væri að biðja um rándýrt klapp á bakið frá kjósendum og hjálp við að leysa ágreining innan hans eigin ríkisstjórnar.Þingflokkurinn til í þjóðaratkvæði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir vel koma til greina að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er lagt upp með það að afnema verðtryggingu og ég er sannfærður um það að mikill meirihlutstuðningur á meðal þjóðarinnar við það að afnema verðtrygginguna.Ásmundur Einar, þingflokksformaður Framsóknarflokks.vísir/pjetur„Ég held að forsætisráðherra hafi verið að benda á það með þessu að þjóðarhjartað slær með þessum hætti,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér það sem hann er að viðra þarna bara mjög jákvætt fyrir þetta mál, ef við gætum sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef menn geta ekki komið sér saman um það að fylgja þessum þjóðartakti,“ segir hann.Sannfærður um að grasrótin vilji afnám En nú hafa það ekki síst verið þingmenn Sjálfstæðisflokks sem hafa verið andsnúnir afnámi eða banni verðtryggingarinnar. Væru þið með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að afgreiða þann ágreining? „Ég er sannfærður um að bæði í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hjá mörgum þingmönnum slær hjartað eins og þjóðarsálin almennt,“ segir hann. „En lykilatriði í þessu er að meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna og þessi ríkisstjórn lagði upp með það og það er það sem Sigmundur Davíð var að tala um í þessu viðtali að það geti verið mjög jákvætt skref að athuga hvort það sé ekki bara raunverulegur þjóðarvilji til að afnema hana.“ Þingflokksfundur stendur nú yfir í flokknum þar sem meðal annars er verið að ræða um verðtrygginguna. „Ég hef þá trú að þjóðarhjartað slái með þeim hætti jafnvel þó einhverjir stjórnmálamenn og hluti forystumanna launþegahreyfinga og atvinnurekenda séu ekki sammála þessari skoðun,“ segir hann.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01
Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02