Lyfjaskandallinn í frjálsum verri en spillingin hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 18:00 Michael Johnson var sigursæll á sínum ferli. Vísir/Getty Ólympíumeistarinn og spretthlaupsgoðsögnin Michael Johnson telur frjálsíþróttirnar hafi orðið verr úti en knattspyrnan þegar kemur að spillingarmálum en báðar íþróttagreinar hafa verið mikið í heimsfjölmiðlum að undanförnu fyrir allt annað en afrek íþróttafólksins síns. Michael Johnson vann fern Ólympíugullverðlaun í spretthlaupum á sínum tíma og er ein stærsta stjarnan sem frjálsíþróttaheimurinn hefur eignast. „Spillingin í tengslum við lyfjamál í frjálsum íþróttum er verri en sú sem fótboltinn stendur frammi fyrir," sagði Michael Johnson í viðtali á BBC. Fótboltinn glímir við mútumál og peningagráða forystumenn innan fótboltans en skýrsla sem sýnir fram á umfangsmikla notkun ólöglegra lyfja meðal verðlaunafólks á stórmótum í frjálsum íþróttum hefur svert ímynd íþróttarinnar um ókomna tíð. Þrír yfirmenn innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins voru dæmdir í lífstíðarbann á dögunum fyrir þátttöku sína í lyfjahneykslinu sem nú skekur frjálsíþróttaheiminn og áður höfðu allir rússneskir frjálsíþróttamenn verið settir í bann frá öllum keppnum vegna þess að rússneska sambandið hafði unnið markvisst að því að svindla á lyfjaprófum. Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, voru báðir dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu fyrir spillingu og margir háttsettir menn innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins höfðu áður verið handteknir vegna spillingarmála. „Ef við setjum okkur i spor fórnarlamba þessa lyfjahneykslis þá er þetta svo sannarlega verra en hjá fótboltanum. Þarna var verið á svindla á íþróttafólki sem fær aldrei að standa á verðlaunapallinum og upplifa þá stund sem þau í raun unnu fyrir með árangri sínum," sagði Michael Johnson. Michael Johnson er þó ekki hrifinn af því að setja alla rússneska íþróttamenn í bann því það bitni á hreinum íþróttamönnum sem hafa ekkert til saka unnið. Michael Johnson er hinsvegar á því að þetta mál kalli á algjöra hreinsun innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og að það þurfi að skipuleggja forystuna upp á nýtt. „Það var þessi stjórn og þessar stjórnunaraðferðir sem leyfðu þessari spillingu að viðgangast," sagði Johnson. Michael Johnson er samt ekki á því að hreinsa eigi út öll gildandi heimsmet og byrja upp á nýtt. „Ég skil ekki hvernig endursetning á öllum heimsmetum eigi að hjálpa okkur að glíma við það að fólk er að svindla. Það býr ekki til hreina keppni eða kemur í veg fyrir að fólk muni svindla," sagði Michael Johnson. Michael Johnson á enn heimsmetið í 400 metra hlaupi og hann átti líka heimsmetið í 200 metra hlaupi í tólf ár eða síðan að Usain Bolt bætti það á Ólympíuleikunum í Peking 2008. FIFA Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur verið rekinn frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 13. janúar 2016 09:35 FIFA hefur yfirgefið mig Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit. 29. desember 2015 14:00 Blatter enn á launum hjá FIFA Má ekki hafa afskipti af knattspyrnu næstu átta árin en þiggur en forsetalaun hjá FIFA. 19. janúar 2016 10:30 Platini: Var siðanefndin sofandi í fjögur ár? Michel Platini afar ósáttur við að hafa verið dæmdur í átta ára bann af siðanefnd FIFA. 23. desember 2015 14:30 „Blatter átti að fá 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert“ Fyrrverandi eiginkona Sepps Blatters kemur honum til varnar. 8. janúar 2016 12:00 Platini í nýju klandri Var viðstaddur verðlaunaafhendingu í Dúbaí þrátt fyrir langt bann. 30. desember 2015 10:15 Framkvæmdastjóri FIFA fær 45 daga til viðbótar í skammarkróknum Siðanefnd FIFA vill að Jerome Valcke verði dæmdur í níu ára bann frá fótbolta. 6. janúar 2016 10:30 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Ólympíumeistarinn og spretthlaupsgoðsögnin Michael Johnson telur frjálsíþróttirnar hafi orðið verr úti en knattspyrnan þegar kemur að spillingarmálum en báðar íþróttagreinar hafa verið mikið í heimsfjölmiðlum að undanförnu fyrir allt annað en afrek íþróttafólksins síns. Michael Johnson vann fern Ólympíugullverðlaun í spretthlaupum á sínum tíma og er ein stærsta stjarnan sem frjálsíþróttaheimurinn hefur eignast. „Spillingin í tengslum við lyfjamál í frjálsum íþróttum er verri en sú sem fótboltinn stendur frammi fyrir," sagði Michael Johnson í viðtali á BBC. Fótboltinn glímir við mútumál og peningagráða forystumenn innan fótboltans en skýrsla sem sýnir fram á umfangsmikla notkun ólöglegra lyfja meðal verðlaunafólks á stórmótum í frjálsum íþróttum hefur svert ímynd íþróttarinnar um ókomna tíð. Þrír yfirmenn innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins voru dæmdir í lífstíðarbann á dögunum fyrir þátttöku sína í lyfjahneykslinu sem nú skekur frjálsíþróttaheiminn og áður höfðu allir rússneskir frjálsíþróttamenn verið settir í bann frá öllum keppnum vegna þess að rússneska sambandið hafði unnið markvisst að því að svindla á lyfjaprófum. Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, voru báðir dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu fyrir spillingu og margir háttsettir menn innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins höfðu áður verið handteknir vegna spillingarmála. „Ef við setjum okkur i spor fórnarlamba þessa lyfjahneykslis þá er þetta svo sannarlega verra en hjá fótboltanum. Þarna var verið á svindla á íþróttafólki sem fær aldrei að standa á verðlaunapallinum og upplifa þá stund sem þau í raun unnu fyrir með árangri sínum," sagði Michael Johnson. Michael Johnson er þó ekki hrifinn af því að setja alla rússneska íþróttamenn í bann því það bitni á hreinum íþróttamönnum sem hafa ekkert til saka unnið. Michael Johnson er hinsvegar á því að þetta mál kalli á algjöra hreinsun innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og að það þurfi að skipuleggja forystuna upp á nýtt. „Það var þessi stjórn og þessar stjórnunaraðferðir sem leyfðu þessari spillingu að viðgangast," sagði Johnson. Michael Johnson er samt ekki á því að hreinsa eigi út öll gildandi heimsmet og byrja upp á nýtt. „Ég skil ekki hvernig endursetning á öllum heimsmetum eigi að hjálpa okkur að glíma við það að fólk er að svindla. Það býr ekki til hreina keppni eða kemur í veg fyrir að fólk muni svindla," sagði Michael Johnson. Michael Johnson á enn heimsmetið í 400 metra hlaupi og hann átti líka heimsmetið í 200 metra hlaupi í tólf ár eða síðan að Usain Bolt bætti það á Ólympíuleikunum í Peking 2008.
FIFA Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur verið rekinn frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 13. janúar 2016 09:35 FIFA hefur yfirgefið mig Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit. 29. desember 2015 14:00 Blatter enn á launum hjá FIFA Má ekki hafa afskipti af knattspyrnu næstu átta árin en þiggur en forsetalaun hjá FIFA. 19. janúar 2016 10:30 Platini: Var siðanefndin sofandi í fjögur ár? Michel Platini afar ósáttur við að hafa verið dæmdur í átta ára bann af siðanefnd FIFA. 23. desember 2015 14:30 „Blatter átti að fá 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert“ Fyrrverandi eiginkona Sepps Blatters kemur honum til varnar. 8. janúar 2016 12:00 Platini í nýju klandri Var viðstaddur verðlaunaafhendingu í Dúbaí þrátt fyrir langt bann. 30. desember 2015 10:15 Framkvæmdastjóri FIFA fær 45 daga til viðbótar í skammarkróknum Siðanefnd FIFA vill að Jerome Valcke verði dæmdur í níu ára bann frá fótbolta. 6. janúar 2016 10:30 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur verið rekinn frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 13. janúar 2016 09:35
FIFA hefur yfirgefið mig Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit. 29. desember 2015 14:00
Blatter enn á launum hjá FIFA Má ekki hafa afskipti af knattspyrnu næstu átta árin en þiggur en forsetalaun hjá FIFA. 19. janúar 2016 10:30
Platini: Var siðanefndin sofandi í fjögur ár? Michel Platini afar ósáttur við að hafa verið dæmdur í átta ára bann af siðanefnd FIFA. 23. desember 2015 14:30
„Blatter átti að fá 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert“ Fyrrverandi eiginkona Sepps Blatters kemur honum til varnar. 8. janúar 2016 12:00
Platini í nýju klandri Var viðstaddur verðlaunaafhendingu í Dúbaí þrátt fyrir langt bann. 30. desember 2015 10:15
Framkvæmdastjóri FIFA fær 45 daga til viðbótar í skammarkróknum Siðanefnd FIFA vill að Jerome Valcke verði dæmdur í níu ára bann frá fótbolta. 6. janúar 2016 10:30