Guðni um ákvörðun forseta: "Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2016 14:19 „Þetta var glæsileg kveðjuræða hjá forsetanum. Hann er að taka rétta ákvörðun fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu og er búinn að þjóna þessari þjóð vel og lengi. Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Guðni hefur um árabil verið einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars og segist sjálfur alveg eins hafa átt von á þessari ákvörðun. Hann telur að Ólafs Ragnars verði í sögubókum minnst af virðingu og þakklæti. „Hann ávann sér mikið traust og hefur verið góður málsvari og breytt forsetaembættinu. Menn gera því miklar kröfur til næsta forseta eins og þeir hafa reyndar gert til allra forseta. Þær miðast þó dálítið við þau verk að vera þessi öryggisventill sem getur kallað þjóðina til og vera málsvari hennar í erfiðum málum á erlendum vettvangi, eins og hann var í Icesave-málinu og hryðjuverkalögunum. Ég held að það leiki góðir vindar um Ólaf Ragnar Grímsson og að hann muni njóta vaxandi virðingar. Ég spái því reyndar að hann sé alls ekki hættur að láta til sín taka – að hann muni vinna að hinum stóru verkefnum sem hann hefur verið að sinna, eins og norðurslóðum og fleiru,“ segir Guðni. Hann segist þó ekki hafa neinn sérstakan í huga þegar hann er spurður um hvern hann myndi vilja sjá taka við embættinu af Ólafi. „Þetta er algjörlega óráðið. Ég heyri engan sem enn hefur nefndur verið sem hefur náð neinni sveiflu. Þú þarf þjóðin að hugsa djúpt og þeir einstaklingar sem treysta sig í þetta verkefni. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
„Þetta var glæsileg kveðjuræða hjá forsetanum. Hann er að taka rétta ákvörðun fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu og er búinn að þjóna þessari þjóð vel og lengi. Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Guðni hefur um árabil verið einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars og segist sjálfur alveg eins hafa átt von á þessari ákvörðun. Hann telur að Ólafs Ragnars verði í sögubókum minnst af virðingu og þakklæti. „Hann ávann sér mikið traust og hefur verið góður málsvari og breytt forsetaembættinu. Menn gera því miklar kröfur til næsta forseta eins og þeir hafa reyndar gert til allra forseta. Þær miðast þó dálítið við þau verk að vera þessi öryggisventill sem getur kallað þjóðina til og vera málsvari hennar í erfiðum málum á erlendum vettvangi, eins og hann var í Icesave-málinu og hryðjuverkalögunum. Ég held að það leiki góðir vindar um Ólaf Ragnar Grímsson og að hann muni njóta vaxandi virðingar. Ég spái því reyndar að hann sé alls ekki hættur að láta til sín taka – að hann muni vinna að hinum stóru verkefnum sem hann hefur verið að sinna, eins og norðurslóðum og fleiru,“ segir Guðni. Hann segist þó ekki hafa neinn sérstakan í huga þegar hann er spurður um hvern hann myndi vilja sjá taka við embættinu af Ólafi. „Þetta er algjörlega óráðið. Ég heyri engan sem enn hefur nefndur verið sem hefur náð neinni sveiflu. Þú þarf þjóðin að hugsa djúpt og þeir einstaklingar sem treysta sig í þetta verkefni. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15