Erlendi ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að frá því síðdegis fannst látinn á sjöunda tímanum í kvöld við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Hans hafði verið leitað í nokkrar klukkustundir, eða eftir að bílaleigubíll hans fannst mannlaus við Skógarnes. Allar björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út, auk sporhunda og stjórnstöðvarbíls af höfuðborgarsvæðinu.
Bílaleigubílnum átti að skila í gær og átti maðurinn einnig bókað flug úr landi, en skilaði sér ekki í það. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekkert bendi til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Leitin beindist í upphafi að tveimur mönnum en síðar kom í ljós að einungis hafi verið um einn mann að ræða.
Ferðamaður fannst látinn á Snæfellsnesi

Tengdar fréttir

Umfangsmikil leit hafin að tveimur ferðamönnum
Tveggja erlendra ferðamanna leitað við Löngufjörur á Snæfellsnesi.