Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. janúar 2016 10:04 Þorgrímur Þráinsson ræðir hér við konur á konukvöldi Blómavals. Visir/anton Forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 á dögunum. Sjálfur segir hann gagnrýnina vera sorglega. Þar greindi hann frá reynslu konu sem sinnir ungbarnaeftirliti og viðraði áhyggjur hennar af tilfinningarofi milli barns á brjósti og móður þess því hún notar tímann við brjóstagjöfina til að vera á Facebook. Það geri hún í stað þess að horfa í augu barnsins. „Þannig að þessi tilfinningatengsl sem við þekkjum bara, að halda á barni í fanginu og vera ekki að horfa í augun á því samtímis, það rofnar eitthvað. Ég hef engar rannsóknarniðurstöður á bakvið þetta en þetta er mér sagt af manneskju sem er í ungbarnaeftirliti,“ sagði Þorgrímur í Morgunútgáfunni. Fjölmargir hafa gagnrýnt þessi ummæli Þorgríms á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem segir það „full langt yfir strikið“ að ætla að ráðskast með hvort konur horfa meðan þær sinna brjóstagjöf. „Þar sem ÞÞ hefur ekki verið með barn á brjósti sjálfur þarf kannski að minna hann á að mörg börn eru með lokuð augun á meðan á þessu ferli stendur. Varla þurfum við vökustaura á börnin til að tryggja „órofna tengingu,“ skrifar Þórdís og bætir við. „Þá þurfa hvítvoðungar að fá brjóst á u.þ.b. tveggja tíma fresti fyrsta skeið ævi sinnar. Mæðrum er innrætt að barnið eigi heimtingu á óskiptri athygli þeirra, bæði líkamlega og tilfinningalega. Þetta er erfitt ferli sem útheimtir oft blóð, svita og tár allan sólarhringinn. Mæður þurfa allra síst á því að halda að vera guilt-trippaðar með svona hrútskýringum. Takk, en nei takk.“Eflaust gengur Þorgrími Þráinssyni gott eitt til og margir foreldrar mega líta oftar upp frá símum og spjaldtölvum. En a...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Sunday, 3 January 2016„Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar“ Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gerir sér að sama skapi mat úr ummælunum. Hún skrifar á Facebook: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.“ „Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar þínar, Toggi. Gott að þú skulir vera hérna til að hafa vit fyrir okkur. Af því að „við“ þurfum greinilega að vanda okkur betur. Gott að þú skulir vera tilbúinn að kenna konum að það skipti ungabörn máli í hvaða átt mæður þeirra horfa á meðan þau næra sig. Bara rosalega margar þakkir. Og bíttu í þig.“ Við færslu Hildar skrifar Ingibjörg Axelma Axelsdóttir ummæli, sem vakið hafa töluverða lukku. „Eigandi þrjú börn, og verandi þónokkuð sjóuð í brjóstagjöfum, þá get ég sagt að mér þótti hún hundleiðinleg. Ég las, hlustaði á tónlist, horfði á sjónvarp, talaði í símann, leysti krossgátur, svaf, eða skoðaði facebook á meðan á brjóstagjöf stóð! Hringið á barnavernd!“ skrifar hún hæðin og bætir við að hún hefði annars orðið geðveik af leiðindum. „Var hellings annar tími til þess að koma í veg fyrir "tilfinngarof", eins og restin af helvítis sólarhringnum sem fór í að sinna afsprengjunum mínum.“ Ekki náðist í Þorgrím við gerð þessarar fréttar.Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.Þorgrímur Þráinsson vitnaði á Morgunvaktinni til reynslu...Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Sunday, 3 January 2016„Sorglegt“Þorgrímur tjáði sig um gagnrýnina á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann að sorglegt væri að það skipti gagnrýnendur engu máli að vitnað væri til fagaðila. Færslu hans má sjá hér að neðan en ekki hefur náðist í Þorgrím í dag vegna málsins. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 á dögunum. Sjálfur segir hann gagnrýnina vera sorglega. Þar greindi hann frá reynslu konu sem sinnir ungbarnaeftirliti og viðraði áhyggjur hennar af tilfinningarofi milli barns á brjósti og móður þess því hún notar tímann við brjóstagjöfina til að vera á Facebook. Það geri hún í stað þess að horfa í augu barnsins. „Þannig að þessi tilfinningatengsl sem við þekkjum bara, að halda á barni í fanginu og vera ekki að horfa í augun á því samtímis, það rofnar eitthvað. Ég hef engar rannsóknarniðurstöður á bakvið þetta en þetta er mér sagt af manneskju sem er í ungbarnaeftirliti,“ sagði Þorgrímur í Morgunútgáfunni. Fjölmargir hafa gagnrýnt þessi ummæli Þorgríms á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem segir það „full langt yfir strikið“ að ætla að ráðskast með hvort konur horfa meðan þær sinna brjóstagjöf. „Þar sem ÞÞ hefur ekki verið með barn á brjósti sjálfur þarf kannski að minna hann á að mörg börn eru með lokuð augun á meðan á þessu ferli stendur. Varla þurfum við vökustaura á börnin til að tryggja „órofna tengingu,“ skrifar Þórdís og bætir við. „Þá þurfa hvítvoðungar að fá brjóst á u.þ.b. tveggja tíma fresti fyrsta skeið ævi sinnar. Mæðrum er innrætt að barnið eigi heimtingu á óskiptri athygli þeirra, bæði líkamlega og tilfinningalega. Þetta er erfitt ferli sem útheimtir oft blóð, svita og tár allan sólarhringinn. Mæður þurfa allra síst á því að halda að vera guilt-trippaðar með svona hrútskýringum. Takk, en nei takk.“Eflaust gengur Þorgrími Þráinssyni gott eitt til og margir foreldrar mega líta oftar upp frá símum og spjaldtölvum. En a...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Sunday, 3 January 2016„Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar“ Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gerir sér að sama skapi mat úr ummælunum. Hún skrifar á Facebook: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.“ „Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar þínar, Toggi. Gott að þú skulir vera hérna til að hafa vit fyrir okkur. Af því að „við“ þurfum greinilega að vanda okkur betur. Gott að þú skulir vera tilbúinn að kenna konum að það skipti ungabörn máli í hvaða átt mæður þeirra horfa á meðan þau næra sig. Bara rosalega margar þakkir. Og bíttu í þig.“ Við færslu Hildar skrifar Ingibjörg Axelma Axelsdóttir ummæli, sem vakið hafa töluverða lukku. „Eigandi þrjú börn, og verandi þónokkuð sjóuð í brjóstagjöfum, þá get ég sagt að mér þótti hún hundleiðinleg. Ég las, hlustaði á tónlist, horfði á sjónvarp, talaði í símann, leysti krossgátur, svaf, eða skoðaði facebook á meðan á brjóstagjöf stóð! Hringið á barnavernd!“ skrifar hún hæðin og bætir við að hún hefði annars orðið geðveik af leiðindum. „Var hellings annar tími til þess að koma í veg fyrir "tilfinngarof", eins og restin af helvítis sólarhringnum sem fór í að sinna afsprengjunum mínum.“ Ekki náðist í Þorgrím við gerð þessarar fréttar.Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.Þorgrímur Þráinsson vitnaði á Morgunvaktinni til reynslu...Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Sunday, 3 January 2016„Sorglegt“Þorgrímur tjáði sig um gagnrýnina á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann að sorglegt væri að það skipti gagnrýnendur engu máli að vitnað væri til fagaðila. Færslu hans má sjá hér að neðan en ekki hefur náðist í Þorgrím í dag vegna málsins.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira