Obama með tilfinningaþrungna ræðu um byssueign Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2016 18:30 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti nýja áætlun sína um lög vegna byssukaupa á sjötta tímanum í dag. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðunum á kaupendum skotvopna, en Obama ætlar að fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram. Obama hélt ræðu í Hvíta húsinu í dag, þar sem hann sagði að það væri vel mögulegt að draga úr skotárásum í Bandaríkjunum og í senn halda öðru ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Ákvæðið tryggir íbúum landsins rétt til að eiga skotvopn. „Þú ferð í gegnum bakgrunnsskoðun og kaupir vopn. Vandamálið er að sumir vopnasalar starfa eftir öðrum reglum.“ Í salnum þar sem Obama hélt ræðu sína voru meðal annars foreldrar barna sem létu lífið í skotárásinni í grunnskólanum í Sandy Hook árið 2012. „Þess vegna erum við hér, ekki til að tala um síðustu árás, heldur til að koma í veg fyrir þá næstu,“ sagði Obama. „Þrýstihópar byssueigenda halda kannski þinginu í gíslingu, en þeir geta ekki haldið Bandaríkjamönnum í gíslingu.“ Hér að neðan má sjá mánaðargamalt myndband Vox um byssuvandan í Bandaríkjunum. Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfi að framkvæma bakgrunnsskoðanir á kaupendum. Með því verður undanþága sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi ríki að veita upplýsingar um fólk með geðvandamál og alvarlega dóma á bakinu. Þar að auki eigi alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, að ráða 230 manns sem eiga að framkvæmda bakgrunnsskoðanirnar. Auk þess vill forsetinn að þing Bandaríkjanna verji fé til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar í landi og að ríkið rannsaki leiðir til að gera byssur öruggari. Mark Barden, faðir drengs sem lét lífið í skotárásinni í Sandy Hook talaði á undan Obama. Nokkur atriði sem AP fréttaveitan dró fram. Samantekt BBC. Ræða Obama í heild sinni. Bandaríkin Barack Obama Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti nýja áætlun sína um lög vegna byssukaupa á sjötta tímanum í dag. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðunum á kaupendum skotvopna, en Obama ætlar að fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram. Obama hélt ræðu í Hvíta húsinu í dag, þar sem hann sagði að það væri vel mögulegt að draga úr skotárásum í Bandaríkjunum og í senn halda öðru ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Ákvæðið tryggir íbúum landsins rétt til að eiga skotvopn. „Þú ferð í gegnum bakgrunnsskoðun og kaupir vopn. Vandamálið er að sumir vopnasalar starfa eftir öðrum reglum.“ Í salnum þar sem Obama hélt ræðu sína voru meðal annars foreldrar barna sem létu lífið í skotárásinni í grunnskólanum í Sandy Hook árið 2012. „Þess vegna erum við hér, ekki til að tala um síðustu árás, heldur til að koma í veg fyrir þá næstu,“ sagði Obama. „Þrýstihópar byssueigenda halda kannski þinginu í gíslingu, en þeir geta ekki haldið Bandaríkjamönnum í gíslingu.“ Hér að neðan má sjá mánaðargamalt myndband Vox um byssuvandan í Bandaríkjunum. Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfi að framkvæma bakgrunnsskoðanir á kaupendum. Með því verður undanþága sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi ríki að veita upplýsingar um fólk með geðvandamál og alvarlega dóma á bakinu. Þar að auki eigi alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, að ráða 230 manns sem eiga að framkvæmda bakgrunnsskoðanirnar. Auk þess vill forsetinn að þing Bandaríkjanna verji fé til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar í landi og að ríkið rannsaki leiðir til að gera byssur öruggari. Mark Barden, faðir drengs sem lét lífið í skotárásinni í Sandy Hook talaði á undan Obama. Nokkur atriði sem AP fréttaveitan dró fram. Samantekt BBC. Ræða Obama í heild sinni.
Bandaríkin Barack Obama Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira