
Falinn fjársjóður
Fjársjóðir finnast sjaldnast á víðavangi - maður þarf að gefa sér tíma til að seilast undir yfirborðið ef maður ætlar að finna þá.
Ég hef því miður oft farið á mis við að kynnast frábærum persónum vegna kjánalegra fordóma af minni hálfu. Ég tel mig þó hafa þroskast og hef sem betur fer staðið sjálfan mig að verki; áttað mig á því að örstutt forskoðun á persónu segir afskaplega lítið um innræti eða hjarta hennar - þar sem fjársjóður hennar er falinn.
Ég hef, eins og vonandi margir aðrir, komist að þeirri persónulegu niðurstöðu að útlit er ofmetið og er í raun algjört aukaatriði. En því miður bíta margar góðar persónur í súrt eplið vegna einhvers sem rekja má til smávægilegra eða stórkostlegra útlitsgalla.
Þegar einhver færir mér gjöf (það kemur nú stundum fyrir), heillast ég af umbúðarpappírnum og pakkaborðanum. Ég læt mér þó ekki nægja að dást að pakkanum. Ég er alltaf spenntur að sjá hvað leynist undir fögrum umbúðunum.
Ég hef þó einnig fengið skelfilega illa innpakkaðir gjafir frá börnunum mínum. En þegar ég hef tekið við slíkum gjöfum frá þeim veit ég að mikil vinna og vandvirkni hefur farið í verkið - þótt fagmennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég er hins vegar ákafari að opna þessar gjafir. Ég veit að undir klúðurslega krumpuðum umbúðunum leynist eitthvað einlægt og fallegt. Falinn fjársjóður slíkra pakka er mér dýrmætari en gjöfin frá „Fíu frænku".
Ókunnugu fólki má líkja við óopnaða pakka. Þá geyma oft "krumpuðustu" pakkarnir fallegasta fjársjóðinn. Þegar allt kemur til alls skipta umbúðirnar mig litlu máli enda hendi ég þeim yfirleitt strax, og er reyndar búinn að gleyma útliti pakkans um leið og innihaldið hefur litið dagsins ljós. Til þessa dags hefur mér ekki verið færður pakki með ítarlegri innihaldslýsingu. Ég hef alltaf þurft að klóra mig í gegnum pappírinn til að átta mig á innihaldinu.
Á nýju ári ætla ég leggja mig fram um að forðast þá algengu gryfju, að dæma innihaldið út frá umbúðunum. Ég ætla að gefa mér tíma til að fjarlægja pappírinn, plokka burtu límbandið - og finna þann dýrmæta fjársjóð sem samferðafólk mitt hefur að geyma.
Skoðun

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar