Nýtti reynslulausnina til að taka þátt í vopnuðu ráni í Hafnarfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 17:34 Þýfið var að verðmæti tæplega 2 milljóna króna. vísir/getty Hæstiréttur úrskurðaði í dag að maður, sem hafði aðkomu að vopnuðu ráni í skartgripaverslun í Hafnarfirði í október á síðasta ári, skuli afplána 240 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Maðurinn hafði hlotið reynslulausn í september fyrra til tveggja ára. Fram kemur í dómi héraðsdóms að sterkur grunur leiki á að hann hafi haft aðkomu að ráni sem framið var í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. október 2015.Sjá einnig: Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðuræninginn í haldi lögreglu Maðurinn á að hafa tekið við þýfinu sem samverkamanns hans, vopnaðir exi, rændu úr versluninni en annarra ræningja á að hafa skuldað manninum pening á þeim tíma. Ránsfengurinn var alls að andvirði um 1.950.200 króna. Við húsleit hjá manninum fundust kannabisefni, amfetamín og lásbogi sem maðurinn sagði að hann hafi tekið upp í skuld frá öðrum aðila.Greiddi fyrir þýfið með fé og fíkniefnum Maðurinn játaði við skýrslutöku að hafa sótt ræningjana eftir ránið en neitaði þó að hafa tekið við þýfinu, sem og að hafa átt nokkra aðkomu að skipulagningu ránsins. Þessu andmæltu samverkamenn hans og sögðu hann hafa greitt fyrir það með með fíkniefnum og peningum. Því til stuðnings var hringur sem fannst á dvalarstað mannsins sem átti uppruna sinn að rekja til skartgripaverslunarinnar í Hafnarfirði.Sjá einnig: Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda söguAf símagögnum var þá einnig ljóst að maðurinn hafði verið í mjög „miklum samskiptum“ við annan ræningjanna, bæði fyrir ránið og strax eftir það. „Fallast má á það með lögreglu að gögn málsins eins og þau liggja nú fyrir séu þess eðlis að sterkur grunur þyki fram kominn um að kærði hafi, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem varðað getur allt að 16 ára fangelsi,” segir í dómi Héraðsdóms og manninum því gert að afplána eftirstöðvar fyrrnefndar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði í dag að maður, sem hafði aðkomu að vopnuðu ráni í skartgripaverslun í Hafnarfirði í október á síðasta ári, skuli afplána 240 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Maðurinn hafði hlotið reynslulausn í september fyrra til tveggja ára. Fram kemur í dómi héraðsdóms að sterkur grunur leiki á að hann hafi haft aðkomu að ráni sem framið var í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. október 2015.Sjá einnig: Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðuræninginn í haldi lögreglu Maðurinn á að hafa tekið við þýfinu sem samverkamanns hans, vopnaðir exi, rændu úr versluninni en annarra ræningja á að hafa skuldað manninum pening á þeim tíma. Ránsfengurinn var alls að andvirði um 1.950.200 króna. Við húsleit hjá manninum fundust kannabisefni, amfetamín og lásbogi sem maðurinn sagði að hann hafi tekið upp í skuld frá öðrum aðila.Greiddi fyrir þýfið með fé og fíkniefnum Maðurinn játaði við skýrslutöku að hafa sótt ræningjana eftir ránið en neitaði þó að hafa tekið við þýfinu, sem og að hafa átt nokkra aðkomu að skipulagningu ránsins. Þessu andmæltu samverkamenn hans og sögðu hann hafa greitt fyrir það með með fíkniefnum og peningum. Því til stuðnings var hringur sem fannst á dvalarstað mannsins sem átti uppruna sinn að rekja til skartgripaverslunarinnar í Hafnarfirði.Sjá einnig: Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda söguAf símagögnum var þá einnig ljóst að maðurinn hafði verið í mjög „miklum samskiptum“ við annan ræningjanna, bæði fyrir ránið og strax eftir það. „Fallast má á það með lögreglu að gögn málsins eins og þau liggja nú fyrir séu þess eðlis að sterkur grunur þyki fram kominn um að kærði hafi, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem varðað getur allt að 16 ára fangelsi,” segir í dómi Héraðsdóms og manninum því gert að afplána eftirstöðvar fyrrnefndar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014.
Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18
Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30