Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 21:22 Ingólfur Þórarinsson VÍSIR/ARNÞÓR „Fyrir mér snýst þetta aðallega um að allir listamenn sitji við sama borð. Aldrei hef ég fengið krónu úr þessum sjóðum og hef lítinn áhuga á þvi. Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa. Er ég eða aðrir listamenn eitthvað merkilegri en annað vinnandi fólk þannig að það sé þess virði að ríkið styrki okkur með þeirra skattpeningum?” Þetta segir Ingólfur Þórarinsson, sem áður var þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Tilefnið er úthlutun listamannalauna sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Sjá einnig: Þau fengu listamannalaun árið 2016 Í færslu sinni segist Ingólfur alfarið vera á móti því að ríkið greiði listamannalaun.Hluti listamannalaunþega ársinsVísir„Í þessu blasir augljóslega við það stóra vandamál að ríkið, sem er ekkert annað en allir skattgreiðendur, borga einhverjum (listmannalaunþegum) fyrir að framleiða vöru sem er öruggt að ekki allir munu njóta. Það munu nefnilega aldrei allir geta fílað það sama og hvers vegna eiga þá allir að borga fyrir það?” skrifar Ingólfur og tekur þó sérstaklega fram að hann sé ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið úthlutað í ár – því hann hafi aldrei sótt um krónu úr sjóðunum og muni aldrei gera það. „Ég byrjaði nefnilega 18 ára að spila víða fyrir lág laun og gat ekki lifað sem listamaður. Ég vann á meðan í banka, kjörbúð og stundaði nám. Það tók mig langan tíma að búa til markað fyrir mína vöru. Þess vegna er kannski enn súrara að skattpeningar úr mínu fyrirtæki sem varð til eftir erfiðisvinnu fari i að aðrir geti skapað án þess að hafa áhyggjur af fjárhagnum,” skrifar Ingólfur. Hann segist vera mótfallinn hverskyns meðgjöf með listamönnum. „ Fyrir mér er sama hvað þú getur sem listamaður. Það eru þín eigin forréttindi að hafa fæðst eða ræktað með þér hæfileika á þessu sviði sem þú verður að nýta sjálfur,” segir Ingólfur sem lýkur pistlinum, sem sjá má hér að neðan, með orðunum: „Ég syng og spila a gítar en eg kann ekki að skipta um olíusíu eða henda upp steypumótum en eg ber mikla virðingu fyrir þeim sem kunna það og vil því ekki skattpeningana þeirra.“Ég er alfarið á móti því að ríkið greiði listamannalaun. Það kann að vera að launin skili sér til baka í mikilli veltu...Posted by Ingólfur Þórarinsson on Thursday, 7 January 2016 Tengdar fréttir Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Sjá meira
„Fyrir mér snýst þetta aðallega um að allir listamenn sitji við sama borð. Aldrei hef ég fengið krónu úr þessum sjóðum og hef lítinn áhuga á þvi. Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa. Er ég eða aðrir listamenn eitthvað merkilegri en annað vinnandi fólk þannig að það sé þess virði að ríkið styrki okkur með þeirra skattpeningum?” Þetta segir Ingólfur Þórarinsson, sem áður var þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Tilefnið er úthlutun listamannalauna sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Sjá einnig: Þau fengu listamannalaun árið 2016 Í færslu sinni segist Ingólfur alfarið vera á móti því að ríkið greiði listamannalaun.Hluti listamannalaunþega ársinsVísir„Í þessu blasir augljóslega við það stóra vandamál að ríkið, sem er ekkert annað en allir skattgreiðendur, borga einhverjum (listmannalaunþegum) fyrir að framleiða vöru sem er öruggt að ekki allir munu njóta. Það munu nefnilega aldrei allir geta fílað það sama og hvers vegna eiga þá allir að borga fyrir það?” skrifar Ingólfur og tekur þó sérstaklega fram að hann sé ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið úthlutað í ár – því hann hafi aldrei sótt um krónu úr sjóðunum og muni aldrei gera það. „Ég byrjaði nefnilega 18 ára að spila víða fyrir lág laun og gat ekki lifað sem listamaður. Ég vann á meðan í banka, kjörbúð og stundaði nám. Það tók mig langan tíma að búa til markað fyrir mína vöru. Þess vegna er kannski enn súrara að skattpeningar úr mínu fyrirtæki sem varð til eftir erfiðisvinnu fari i að aðrir geti skapað án þess að hafa áhyggjur af fjárhagnum,” skrifar Ingólfur. Hann segist vera mótfallinn hverskyns meðgjöf með listamönnum. „ Fyrir mér er sama hvað þú getur sem listamaður. Það eru þín eigin forréttindi að hafa fæðst eða ræktað með þér hæfileika á þessu sviði sem þú verður að nýta sjálfur,” segir Ingólfur sem lýkur pistlinum, sem sjá má hér að neðan, með orðunum: „Ég syng og spila a gítar en eg kann ekki að skipta um olíusíu eða henda upp steypumótum en eg ber mikla virðingu fyrir þeim sem kunna það og vil því ekki skattpeningana þeirra.“Ég er alfarið á móti því að ríkið greiði listamannalaun. Það kann að vera að launin skili sér til baka í mikilli veltu...Posted by Ingólfur Þórarinsson on Thursday, 7 January 2016
Tengdar fréttir Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Sjá meira
Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38