Makrílsréttindi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér. Nokkurn veginn svona má súmmera upp málflutning þeirra sem vilja að Íslendingar hætti að styðja viðskiptabann ESB á Rússa. Þvingununum var komið á í fyrra, í kjölfar framferðis Rússa á Krímskaga og í Úkraínu og sagt eiga að knýja þá til að fara eftir skilmálum vopnahlés í Úkraínu. Viðskiptabannið er um margt umdeilt. Það er margt á huldu um stríðið í Úkraínu og erfitt að finna nokkurn hvítþveginn og saklausan í þeim deilum. Þá hefur sú skoðun heyrst að viðskiptabannið sé ekki síst sett með hagsmuni ákveðinna Evrópuríkja í huga. Að minnsta kosti væru þau mörg viðskiptabönnin ef eitt gengi yfir alla. En hvað sem því líður þá er viðskiptabannið á Rússa staðreynd, sett með ákveðnum skilyrðum og ákveðnar kröfur settar fram. Viðskiptabönn eru verkfæri í vopnabúri alþjóðastjórnmála. Þau hafa oft og tíðum virkað vel; nægir að horfa til Apartheid í Suður-Afríku. Og Íslendingar hafa sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, og raunar blandast aðild að Atlantshafsbandalaginu þar inn í líka, stutt viðskiptabannið. Ekki er annað að ætla en að um það hafi farið fram töluverð umræða í ríkisstjórn á sínum tíma, líklega utanríkismálanefnd líka, eða hvað? Jafn róttæk aðgerð og að styðja viðskiptabann á þjóð sem á í ríkum viðskiptum við landið hlýtur að hafa verið vel undirbúin. Og þar sem allir og amma þeirra sáu fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu við viðskiptabanninu hlýtur ríkisstjórn Íslands að vera vel undir það búin að Rússar svari í sömu mynt og setji viðskiptabann á Ísland. Utanríkismálanefnd fundaði um málið í gær og niðurstaðan er sú að halda eigi áfram stuðningi við viðskiptabannið. Það er gott að kerfið skuli bregðast við, nefnd funda þó sumarleyfi séu og ráðherra taka afstöðu í jafn stóru máli. Allt þetta hefði þó verið hægt að sjá fyrir, því þó Rússar hafi leyft Íslendingum að höndla með fisk lengur en mörgum öðrum þjóðum sem styðja viðskiptabannið, var það alltaf tímaspursmál hvenær því linnti. Fiskútflytjendur kvarta nú sáran yfir því að halda eigi stuðningi við viðskiptabannið til streitu. Þeir virðast ekki hafa séð fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu, sem bendir ekki til þess að þeir þekki viðskiptavini sína mjög vel. Utanfrá séð lítur það þannig út að Íslendingar hafi notið þess á meðan á því stóð að geta ein fárra þjóða selt fisk sinn í Rússlandi, en nú virðist það vera á enda. Hvað sem að endingu gerist á stefna varðandi mannréttindi ekki að ráðast af því hversu mikið við græðum eða töpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér. Nokkurn veginn svona má súmmera upp málflutning þeirra sem vilja að Íslendingar hætti að styðja viðskiptabann ESB á Rússa. Þvingununum var komið á í fyrra, í kjölfar framferðis Rússa á Krímskaga og í Úkraínu og sagt eiga að knýja þá til að fara eftir skilmálum vopnahlés í Úkraínu. Viðskiptabannið er um margt umdeilt. Það er margt á huldu um stríðið í Úkraínu og erfitt að finna nokkurn hvítþveginn og saklausan í þeim deilum. Þá hefur sú skoðun heyrst að viðskiptabannið sé ekki síst sett með hagsmuni ákveðinna Evrópuríkja í huga. Að minnsta kosti væru þau mörg viðskiptabönnin ef eitt gengi yfir alla. En hvað sem því líður þá er viðskiptabannið á Rússa staðreynd, sett með ákveðnum skilyrðum og ákveðnar kröfur settar fram. Viðskiptabönn eru verkfæri í vopnabúri alþjóðastjórnmála. Þau hafa oft og tíðum virkað vel; nægir að horfa til Apartheid í Suður-Afríku. Og Íslendingar hafa sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, og raunar blandast aðild að Atlantshafsbandalaginu þar inn í líka, stutt viðskiptabannið. Ekki er annað að ætla en að um það hafi farið fram töluverð umræða í ríkisstjórn á sínum tíma, líklega utanríkismálanefnd líka, eða hvað? Jafn róttæk aðgerð og að styðja viðskiptabann á þjóð sem á í ríkum viðskiptum við landið hlýtur að hafa verið vel undirbúin. Og þar sem allir og amma þeirra sáu fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu við viðskiptabanninu hlýtur ríkisstjórn Íslands að vera vel undir það búin að Rússar svari í sömu mynt og setji viðskiptabann á Ísland. Utanríkismálanefnd fundaði um málið í gær og niðurstaðan er sú að halda eigi áfram stuðningi við viðskiptabannið. Það er gott að kerfið skuli bregðast við, nefnd funda þó sumarleyfi séu og ráðherra taka afstöðu í jafn stóru máli. Allt þetta hefði þó verið hægt að sjá fyrir, því þó Rússar hafi leyft Íslendingum að höndla með fisk lengur en mörgum öðrum þjóðum sem styðja viðskiptabannið, var það alltaf tímaspursmál hvenær því linnti. Fiskútflytjendur kvarta nú sáran yfir því að halda eigi stuðningi við viðskiptabannið til streitu. Þeir virðast ekki hafa séð fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu, sem bendir ekki til þess að þeir þekki viðskiptavini sína mjög vel. Utanfrá séð lítur það þannig út að Íslendingar hafi notið þess á meðan á því stóð að geta ein fárra þjóða selt fisk sinn í Rússlandi, en nú virðist það vera á enda. Hvað sem að endingu gerist á stefna varðandi mannréttindi ekki að ráðast af því hversu mikið við græðum eða töpum.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar