Hinsegin hnökrar Óskar Steinn Ómarsson skrifar 7. ágúst 2015 09:45 Í leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 5. ágúst skrifar Fanney Birna Jónsdóttir um „hnökrana“ sem eftir eru í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Sem dæmi um „hnökra“ þessa skrifar Fanney Birna um raunir samkynja hjóna frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig á Íslandi en fá ekki skilnað hér því lagaheimild skorti. Látum það liggja á milli hluta hvort orðið „hnökrar“ eigi við í þessu tilviki. Það sem vakti hins vegar athygli mína við lesturinn var að ekki einu orði var minnst á þá „hnökra“ sem jaðarhópar hinsegin regnhlífarinnar þurfa enn að glíma við. Í leiðaranum vitnar Fanney Birna í orð Evu Maríu Þórarinsdóttur, formanns Hinsegin daga, sem lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag að skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafi þurft að velta fyrir sér hvers vegna enn sé verið að halda hátíðina. Eva bætti svo við: „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“ Í leiðara Fanneyjar Birnu og í viðtalinu við Evu Maríu kristallast vandamál hinsegin hreyfingarinnar. Samkynhneigt sís fólk yfirgnæfir umræðuna og aðrir sem tilheyra hinsegin regnhlífinni verða eftir í baráttunni. Við erum nefnilega ekki komin með öll réttindi sem við höfum barist fyrir. Það misrétti sem enn á eftir að leiðrétta getur ekki með nokkru móti kallast „hnökrar“. Það á enn margt eftir að gera í réttindum hinsegin fólks, þá sérstaklega trans- og intersexfólks og annarra sem tilheyra jaðarhópum hreyfingarinnar. Þó að við sem erum „bara“ samkynhneigð njótum þeirra forréttinda að geta upplifað hversdagsleg vandamál okkar sem „hnökra“ þá upplifir hinsegin fólk innan okkar raða ennþá ofbeldi, kerfisbundna mismunun og brjálæðislega fordóma. Það rekst á endalausa og himinháa veggi í kerfinu. Því er ýtt út í læknismeðferðir sem það vill ekki. Það er talið geðveikt. Það verður fyrir einelti og lifir við skert atvinnuöryggi. Þetta eru ekki „hnökrar“. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að við höldum Hinsegin daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 5. ágúst skrifar Fanney Birna Jónsdóttir um „hnökrana“ sem eftir eru í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Sem dæmi um „hnökra“ þessa skrifar Fanney Birna um raunir samkynja hjóna frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig á Íslandi en fá ekki skilnað hér því lagaheimild skorti. Látum það liggja á milli hluta hvort orðið „hnökrar“ eigi við í þessu tilviki. Það sem vakti hins vegar athygli mína við lesturinn var að ekki einu orði var minnst á þá „hnökra“ sem jaðarhópar hinsegin regnhlífarinnar þurfa enn að glíma við. Í leiðaranum vitnar Fanney Birna í orð Evu Maríu Þórarinsdóttur, formanns Hinsegin daga, sem lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag að skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafi þurft að velta fyrir sér hvers vegna enn sé verið að halda hátíðina. Eva bætti svo við: „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“ Í leiðara Fanneyjar Birnu og í viðtalinu við Evu Maríu kristallast vandamál hinsegin hreyfingarinnar. Samkynhneigt sís fólk yfirgnæfir umræðuna og aðrir sem tilheyra hinsegin regnhlífinni verða eftir í baráttunni. Við erum nefnilega ekki komin með öll réttindi sem við höfum barist fyrir. Það misrétti sem enn á eftir að leiðrétta getur ekki með nokkru móti kallast „hnökrar“. Það á enn margt eftir að gera í réttindum hinsegin fólks, þá sérstaklega trans- og intersexfólks og annarra sem tilheyra jaðarhópum hreyfingarinnar. Þó að við sem erum „bara“ samkynhneigð njótum þeirra forréttinda að geta upplifað hversdagsleg vandamál okkar sem „hnökra“ þá upplifir hinsegin fólk innan okkar raða ennþá ofbeldi, kerfisbundna mismunun og brjálæðislega fordóma. Það rekst á endalausa og himinháa veggi í kerfinu. Því er ýtt út í læknismeðferðir sem það vill ekki. Það er talið geðveikt. Það verður fyrir einelti og lifir við skert atvinnuöryggi. Þetta eru ekki „hnökrar“. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að við höldum Hinsegin daga.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar