Valur tekur á móti Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna klukkan 19.15 í kvöld en leikið er á æfingasvæði Vals á Hlíðarenda þar sem Valsstelpurnar vilja ekki spila á Laugardalsvelli eins og karlarnir.
Stjörnuliðið fékk sér fjóra nýja útlendinga í glugganum til að undirbúa sig fyrir mikið leikjaálag á næstunni og ein af þeim, brasilíska landsliðskonan Poliana, gæti spilað sinn fyrsta leik í kvöld.
Poliana spilaði með Brasilíu á Heimsmeistaramótinu í sumar og var einnig í sigurliðinu á Ameríkuleikunum í dögunum en hún á að baki 34 leiki fyrir brasilíska landsliðið.
Frumsýning á nýjustu leikmönnum Stjörnunnar í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Blóðgaði dómara
Körfubolti