Hinsegin dagar hófust í gær Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 09:00 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, stjórnarmaður Hinsegin daga, Gunnlaugur Bragi gjaldkeri, Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Jón Kjartan Ágústsson varaformaður og Ásta Kristín Benediktsdóttir. Ritari og formaður göngustjórnar máluðu regnboga á Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, máluðu regnboga á Skólavörðustíginn í gær. Viðburðurinn var hluti af setningarathöfn Hinsegin daga en þeir standa yfir til sunnudags og verður Gleðigangan farin á laugardaginn og er hátíðin nú haldin í sautjánda sinn. „Maður á bara einhvern veginn ekki orð yfir hvað þetta var fallegur og skemmtilegur viðburður. Veðrið gæti ekki hafa verið betra og skemmtilegur hópur af fólki sem kom á staðinn. Dagur í banastuði með okkur og brosandi börn að taka þátt í að mála Skólavörðustíginn,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, glaður í bragði. Götumálunin er hluti af verkefninu Sumargötur í Reykjavíkurborg og var unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hófst setningarathöfnin á því að opnuð var sýning á 24 ljósmyndum sem ljósmyndarinn Geirax hefur tekið á ýmsum viðburðum á Hinsegin dögum á síðustu árum. „Við erum bara með tárin í augunum af að sjá þetta rúlla svona fallega af stað, svo maður leyfi sér að vera væminn,“ segir Gunnlaugur, en þetta var í fyrsta sinn sem götumálun er hluti af Hinsegin dögum. „Það er spurning, ég ætla ekki að fara að lofa upp í ermina á mér alveg strax,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort þetta verði mögulega fastur hluti af hátíðarhöldum komandi ára. „Miðað við ánægjuna innan okkar raða með þennan viðburð væri gaman að sjá þetta verða árlegt, hvort sem það væri á Skólavörðustíg eða einhvers staðar annars staðar í miðbænum,“ segir Gunnlaugur að lokum. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinum:Eva María Þórarinsdóttir Lange og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri settu hátíðina.Vísir/VilhelmVeðrið lék við viðstadda í gær þegar regnbogi var málaður á Skólavörðustíg.Vísir/VilhelmÞað gekk vel að mála regnbogann á Skólavörðustíg í gær.Vísir/Vilhelm Hinsegin Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, máluðu regnboga á Skólavörðustíginn í gær. Viðburðurinn var hluti af setningarathöfn Hinsegin daga en þeir standa yfir til sunnudags og verður Gleðigangan farin á laugardaginn og er hátíðin nú haldin í sautjánda sinn. „Maður á bara einhvern veginn ekki orð yfir hvað þetta var fallegur og skemmtilegur viðburður. Veðrið gæti ekki hafa verið betra og skemmtilegur hópur af fólki sem kom á staðinn. Dagur í banastuði með okkur og brosandi börn að taka þátt í að mála Skólavörðustíginn,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, glaður í bragði. Götumálunin er hluti af verkefninu Sumargötur í Reykjavíkurborg og var unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hófst setningarathöfnin á því að opnuð var sýning á 24 ljósmyndum sem ljósmyndarinn Geirax hefur tekið á ýmsum viðburðum á Hinsegin dögum á síðustu árum. „Við erum bara með tárin í augunum af að sjá þetta rúlla svona fallega af stað, svo maður leyfi sér að vera væminn,“ segir Gunnlaugur, en þetta var í fyrsta sinn sem götumálun er hluti af Hinsegin dögum. „Það er spurning, ég ætla ekki að fara að lofa upp í ermina á mér alveg strax,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort þetta verði mögulega fastur hluti af hátíðarhöldum komandi ára. „Miðað við ánægjuna innan okkar raða með þennan viðburð væri gaman að sjá þetta verða árlegt, hvort sem það væri á Skólavörðustíg eða einhvers staðar annars staðar í miðbænum,“ segir Gunnlaugur að lokum. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinum:Eva María Þórarinsdóttir Lange og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri settu hátíðina.Vísir/VilhelmVeðrið lék við viðstadda í gær þegar regnbogi var málaður á Skólavörðustíg.Vísir/VilhelmÞað gekk vel að mála regnbogann á Skólavörðustíg í gær.Vísir/Vilhelm
Hinsegin Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira