Slapp með skrekkinn í flugvél á fjallstoppi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Fjörutíu ára eins hreyfils flugvél af Piper-gerð endaði á fjallstoppi á Tröllaskaga. Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa Flugmaður sem brotlenti eins hreyfils vél á snæþöktum toppi fjallsins Fláa á Tröllaskaga í júní í fyrra vanmat aðstæður til blindflugs. Þetta segir í niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa. TF-KAJ var flogið frá Akureyrarflugvelli 22. júní í fyrra. Hugðist flugmaðurinn sem var einn um borð fljúga að Miklavatni í Fljótum og lenda þar. „Þegar flugmaðurinn nálgaðist Þorvaldsdal sá hann að þokubakki var í dalnum sem virtist rísa upp og nálgast hann. Hann ákvað því að snúa við. Þegar hann hafði tekið um 90° beygju til vinstri (til suðvesturs) kom þokan snögglega yfir hann og sá hann ekki lengur til jarðar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Flugmaðurinn hafi þá hætt við beygjuna og reynt að halda flugvélinni láréttri og lækka flugið.Rannsóknarnefnd telur að sú ákvörðun flugmannsins að hætta við beygju og halda flugvélinni láréttri um leið og hann lækkaði flugið hafi orðið til þess að ekki fór verr.Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa„Stuttu seinna skall flugvélin á snæviþöktum toppi Fláa og kastaðist upp á ný. Flugmaðurinn dró þá aflið af hreyflinum, togaði stýrið að sér til fulls og flugvélin lenti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmanninum stöðvaðist flugvélin um það bil 200 metrum eftir að hún snerti fyrst snjóinn.“ Flugmanninn sakaði ekki en hjólabúnaður og loftskrúfa skemmdust. Rannsóknarnefndin segir að miðað við þær veðurupplýsingar sem lágu fyrir um skýjahæðina, sem hafi verið um þrjú þúsund fet, hafi „verið vafasamt að fljúga samkvæmt sjónflugsreglum yfir fjalllendi sem liggur í svipaðri hæð“.Flugleiðin frá Akureyrarflugvelli.Fram kemur að í útgefinni veðurspá hafi sjónflugsskilyrði milli landshluta þennan dag verið sögð „léleg eða vafasöm víðast hvar“. Ekki hafi verið blindflugsbúnaður í vélinni og hallamælir hafi verið óvirkur. „Flugmaðurinn hafði því ekki haft möguleika á að hafa fulla stjórn á flugvélinni við þær aðstæður sem hann var kominn í og með þann tækjabúnað sem var um borð.“ Um flugmanninn segir að hann hafi verið 49 ára atvinnuflugmaður með yfir fimmtán þúsund klukkustunda flugreynslu, þó aðeins 70 tíma á þessa tilteknu flugvélartegund. Leggur rannsóknarnefndin „áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.“ Fréttir af flugi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Flugmaður sem brotlenti eins hreyfils vél á snæþöktum toppi fjallsins Fláa á Tröllaskaga í júní í fyrra vanmat aðstæður til blindflugs. Þetta segir í niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa. TF-KAJ var flogið frá Akureyrarflugvelli 22. júní í fyrra. Hugðist flugmaðurinn sem var einn um borð fljúga að Miklavatni í Fljótum og lenda þar. „Þegar flugmaðurinn nálgaðist Þorvaldsdal sá hann að þokubakki var í dalnum sem virtist rísa upp og nálgast hann. Hann ákvað því að snúa við. Þegar hann hafði tekið um 90° beygju til vinstri (til suðvesturs) kom þokan snögglega yfir hann og sá hann ekki lengur til jarðar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Flugmaðurinn hafi þá hætt við beygjuna og reynt að halda flugvélinni láréttri og lækka flugið.Rannsóknarnefnd telur að sú ákvörðun flugmannsins að hætta við beygju og halda flugvélinni láréttri um leið og hann lækkaði flugið hafi orðið til þess að ekki fór verr.Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa„Stuttu seinna skall flugvélin á snæviþöktum toppi Fláa og kastaðist upp á ný. Flugmaðurinn dró þá aflið af hreyflinum, togaði stýrið að sér til fulls og flugvélin lenti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmanninum stöðvaðist flugvélin um það bil 200 metrum eftir að hún snerti fyrst snjóinn.“ Flugmanninn sakaði ekki en hjólabúnaður og loftskrúfa skemmdust. Rannsóknarnefndin segir að miðað við þær veðurupplýsingar sem lágu fyrir um skýjahæðina, sem hafi verið um þrjú þúsund fet, hafi „verið vafasamt að fljúga samkvæmt sjónflugsreglum yfir fjalllendi sem liggur í svipaðri hæð“.Flugleiðin frá Akureyrarflugvelli.Fram kemur að í útgefinni veðurspá hafi sjónflugsskilyrði milli landshluta þennan dag verið sögð „léleg eða vafasöm víðast hvar“. Ekki hafi verið blindflugsbúnaður í vélinni og hallamælir hafi verið óvirkur. „Flugmaðurinn hafði því ekki haft möguleika á að hafa fulla stjórn á flugvélinni við þær aðstæður sem hann var kominn í og með þann tækjabúnað sem var um borð.“ Um flugmanninn segir að hann hafi verið 49 ára atvinnuflugmaður með yfir fimmtán þúsund klukkustunda flugreynslu, þó aðeins 70 tíma á þessa tilteknu flugvélartegund. Leggur rannsóknarnefndin „áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.“
Fréttir af flugi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira