Einkabátur fenginn fyrir unglömbin Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. júlí 2015 08:30 Hljómsveitin AmabaDama leikur á fimm tónleikum um helgina. vísir/andri marinó „Það verður allavega erfitt að missa af okkur um helgina,“ segir Steinunn Jónsdóttir, söngkona reggíhljómsveitarinnar AmabaDama. Sveitin leikur á fimm tónleikum um verslunarmannahelgina, á Innipúkanum í kvöld þar sem sveitin stígur á svið ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum annað kvöld, í Húsdýragarðinum á sunnudag og þá kemur sveitin fram á tvennum tónleikum á Akureyri á sunnudag. Steinunn segir hljómsveitina vel undirbúna fyrir þessa miklu keyrslu. „Þetta verður skemmtilegt, við verðum samt líklega í bjórbanni þangað til á sunnudagsnóttina. Ætlum við förum svo ekki í spa á mánudag,“ segir Steinunn og hlær. Svo að dagskránni verði ekki raskað mun hljómsveitin sigla frá Eyjum strax að loknum tónleikum á einkabát. Reynsluboltarnir í Nýdönsk buðu unglömbunum að sigla með sér. „Við siglum með þeim í Nýdönsk og Jóni Jónssyni upp á land eftir að við erum búin að spila, það verður bara gaman,“ segir Steinunn og bætir við; „Ekkert okkar hefur farið á Þjóðhátíð þannig að við vitum ekkert við hverju við eigum að búast, nema það sem fólk hefur sagt okkur.“ Reggísveitin og Jakob Frímann hafa undanfarna daga æft af kappi fyrir tónleika sína saman og vill Steinunn meina að útsetningarnar á lögunum séu einkar grípandi. „Það hefur gengið vel að æfa með Jakobi, þetta eru lög sem fólk þekkir. Við tökum fjögur lög eftir hann sem koma úr mismunandi verkefnum hans. Við reggívæddum lögin aðeins og ég hef allavega verið með þau á heilanum á milli æfinga.“ Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það verður allavega erfitt að missa af okkur um helgina,“ segir Steinunn Jónsdóttir, söngkona reggíhljómsveitarinnar AmabaDama. Sveitin leikur á fimm tónleikum um verslunarmannahelgina, á Innipúkanum í kvöld þar sem sveitin stígur á svið ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum annað kvöld, í Húsdýragarðinum á sunnudag og þá kemur sveitin fram á tvennum tónleikum á Akureyri á sunnudag. Steinunn segir hljómsveitina vel undirbúna fyrir þessa miklu keyrslu. „Þetta verður skemmtilegt, við verðum samt líklega í bjórbanni þangað til á sunnudagsnóttina. Ætlum við förum svo ekki í spa á mánudag,“ segir Steinunn og hlær. Svo að dagskránni verði ekki raskað mun hljómsveitin sigla frá Eyjum strax að loknum tónleikum á einkabát. Reynsluboltarnir í Nýdönsk buðu unglömbunum að sigla með sér. „Við siglum með þeim í Nýdönsk og Jóni Jónssyni upp á land eftir að við erum búin að spila, það verður bara gaman,“ segir Steinunn og bætir við; „Ekkert okkar hefur farið á Þjóðhátíð þannig að við vitum ekkert við hverju við eigum að búast, nema það sem fólk hefur sagt okkur.“ Reggísveitin og Jakob Frímann hafa undanfarna daga æft af kappi fyrir tónleika sína saman og vill Steinunn meina að útsetningarnar á lögunum séu einkar grípandi. „Það hefur gengið vel að æfa með Jakobi, þetta eru lög sem fólk þekkir. Við tökum fjögur lög eftir hann sem koma úr mismunandi verkefnum hans. Við reggívæddum lögin aðeins og ég hef allavega verið með þau á heilanum á milli æfinga.“
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira