Öllu gamni fylgir nokkur alvara Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2015 09:30 Futuregrapher og Jón Ólafsson eru ánægðir með plötuna Eitt. Vísir/Stefán „Við erum báðir meðlimir í Facebook-grúppunni Íslensk raftónlist og fyrir þremur árum voru einhverjar grínsamræður í gangi um mögulegt samstarf fólks innan grúppunnar,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, sem betur er þekktur sem Futuregrapher en hann, í kjölfar samræðnanna, hóf samstarf með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. „Jón taggaði mig og sagðist vera að vinna að plötu með mér. Svo sendir hann mér skilaboð og spyr hvort við eigum ekki bara að skella í eina plötu.“ Af samstarfinu varð og er platan Eitt nú tilbúin. „Við prófuðum að einbeita okkur að því að gera „ambient“ plötu, algjörlega taktlausa og enginn bassi.“ Futuregrapher leikur á hljóðgervil með áhrifshljóðum og upptökugræju sem tekur upp ýmis náttúruhljóð. Undir það spinnur Jón píanómelódíur. „Við erum báðir að búa til eitthvað annað en flestir myndu halda að við værum að gera,“ segir Futuregrapher sem er þekktur fyrir taktfasta og hraða raftónlist. „Á næsta ári ætlum við að gefa út Tvö og svo Þrjú og hvort það kemur svo Fjögur verður bara að koma í ljós,“ segir hann dularfullur. Futuregrapher og Jón þekktust ekki áður en samstarfið hófst enda var samtalið sem rekja má samstarf þeirra til að mestu sett upp í gríni, en Futuregrapher bendir þó á að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Hann segir þá hafa náð vel saman í gegnum tónlistina og þeir séu ánægðir með útkomuna. Platan er tilbúin og bjóða þeir fólki forkaup í gegnum vefsíðuna Karolinafund.com og er þegar búið að skipuleggja útgáfutónleika sem fara fram þann 23. október í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum báðir meðlimir í Facebook-grúppunni Íslensk raftónlist og fyrir þremur árum voru einhverjar grínsamræður í gangi um mögulegt samstarf fólks innan grúppunnar,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, sem betur er þekktur sem Futuregrapher en hann, í kjölfar samræðnanna, hóf samstarf með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. „Jón taggaði mig og sagðist vera að vinna að plötu með mér. Svo sendir hann mér skilaboð og spyr hvort við eigum ekki bara að skella í eina plötu.“ Af samstarfinu varð og er platan Eitt nú tilbúin. „Við prófuðum að einbeita okkur að því að gera „ambient“ plötu, algjörlega taktlausa og enginn bassi.“ Futuregrapher leikur á hljóðgervil með áhrifshljóðum og upptökugræju sem tekur upp ýmis náttúruhljóð. Undir það spinnur Jón píanómelódíur. „Við erum báðir að búa til eitthvað annað en flestir myndu halda að við værum að gera,“ segir Futuregrapher sem er þekktur fyrir taktfasta og hraða raftónlist. „Á næsta ári ætlum við að gefa út Tvö og svo Þrjú og hvort það kemur svo Fjögur verður bara að koma í ljós,“ segir hann dularfullur. Futuregrapher og Jón þekktust ekki áður en samstarfið hófst enda var samtalið sem rekja má samstarf þeirra til að mestu sett upp í gríni, en Futuregrapher bendir þó á að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Hann segir þá hafa náð vel saman í gegnum tónlistina og þeir séu ánægðir með útkomuna. Platan er tilbúin og bjóða þeir fólki forkaup í gegnum vefsíðuna Karolinafund.com og er þegar búið að skipuleggja útgáfutónleika sem fara fram þann 23. október í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira