„Brúnu umslögin“ Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Á sínum tíma þegar ég starfaði í heilbrigðisráðuneytinu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurningarlistum frá alþjóðastofnunum um heilbrigðismál. Þessir spurningarlistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomulag brúnna umslaga í heilbrigðisþjónustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum peningum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varðandi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greiðir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi einstakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld einstaklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnaður fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðiskostnað einstaklinga og hve há greiðsluþátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyrirkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Á sínum tíma þegar ég starfaði í heilbrigðisráðuneytinu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurningarlistum frá alþjóðastofnunum um heilbrigðismál. Þessir spurningarlistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomulag brúnna umslaga í heilbrigðisþjónustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum peningum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varðandi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greiðir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi einstakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld einstaklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnaður fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðiskostnað einstaklinga og hve há greiðsluþátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyrirkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar