Roger Taylor úr Queen er spenntur fyrir Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2015 10:00 Roger Taylor er enn að spila á fullu um allan heim með Queen. Hann ætlar að heimsækja Ísland í framtíðinni. Nordicphotos/Getty Hin eina sanna Queen-heiðurshljómsveit, sem ber titillinn Queen Extravaganza, er á leið hingað til lands en sveitin var hugsuð og sköpuð sérstaklega til að koma lögum hljómsveitarinnar Queen til nýrra og gamalla aðdáenda alls staðar í heiminum. Meðlimir sveitarinnar voru sér valdir af Roger Taylor, trommuleikara Queen, og Brian May, gítarleikara Queen. „Þessi hljómsveit var sett saman árið 2011 og hún kom fyrst fram í American Idol árið 2012. Við settum saman þessa hljómsveit sem eins konar mótefni gegn mörgum öðrum Queen-heiðurshljómsveitum, því margar þeirra eru ekki eins góðar og við hefðum viljað,“ segir Roger Taylor, trommuleikari Queen, spurður út í upphaf Queen Extravaganza. Trommarinn var ekkert of hrifinn af þeim Queen-heiðurshljómsveitum sem hann hafði séð og heyrt af. „Queen Extravaganza á ekki að bregða sér í líki Queen heldur á hún að syngja og spila tónlistina okkar vel og fallega. Að sjá þessa hljómsveit á tónleikum er upplifun sem ég mæli með.“Roger Taylor segir það mikla upplifun að sjá Queen Extravaganza og mælir með henni.Taylor og May fundu réttu aðilana í hljómsveitina með heljarinnar leit sem fram fór í gegnum netið. Fólk alls staðar að úr heiminum sendi inn kynningarmyndbönd af sjálfu sér í von um að komast í hljómsveitina. Söngvari Queen Extravaganza, Marc Martel, sendi inn kynningarmyndband og er það komið með nærri 10 milljón áhorf á Youtube. Mikið er til af svokölluðum heiðurshljómsveitum sem leika tónlist annarra hljómsveita en hvað hefur Taylor að segja um slíkar hljómsveitir, er of mikið til af svona heiðurssveitum? „Eins mikill heiður og hrós það er að hafa hljómsveitir sem spila lögin manns þá finnst mér vera of mikið af þeim. Það eru of margar hljómsveitir, of margar hljómsveitir sem eru að villa á sér heimildir og oft ekki nógu mikil gæði í tónlistinni hjá þeim,“ segir Taylor.Söngvarinn Adam Lambert hefur verið að túra með Queen að undanförnu. Hér er hann ásamt gítarleikaranum Brian May og Roger Taylor.Nordicphotos/gettyHin eina sanna Queen-heiðurssveit hefur farið um allan heim og hafa tónleikar hennar fengið frábæra dóma. Þegar hún var stofnuð voru Taylor og May þó talsvert í kringum sveitina enda sveitin þeirra hugmynd. „Ég tek meira þátt í starfsemi sveitarinnar í dag heldur en Brian því hans tími fer mest í það að bjarga loðnum dýrum,“ segir Taylor léttur í lundu. „Upphaflega hannaði ég prógramm fyrir sveitina en nú eru þeir mun sjálfstæðari og vita alveg hvað aðdáendurnir vilja heyra. Þeir vinna líka með Spike Edney, sem spilaði mikið með okkur og var tónlistarstjóri okkar, við að velja lög til að spila.“ Taylor og May hafa báðir spilað með hljómsveitinni því þeir komu fram með henni í American Idol á sínum tíma til þess að kynna hana með glæsibrag. Um þessar mundir eru þessar tvær goðsagnir úr rokksögunni enn að túra um heiminn með sinni hljómsveit, Queen. „Við erum að fara í tónleikaferðalag með Adam Lambert með okkur, um Suður-Ameríku í september. Við erum nýkomnir úr tónleikaferð um Bandaríkin, Evrópu, Ástralíu og Asíu,“ segir Taylor.Queen Extravaganza var sett saman sem eins konar mótefni gegn mörgum öðrum Queen-heiðurshljómsveitum, því margar þeirra voru ekki eins góðar og Taylor og May hefðu viljað.Spurður út í Ísland segist Taylor hlakka mikið til að heimsækja Ísland. „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands, ég stefni á að koma þangað í framtíðinni. Því miður komumst hvorki ég né Brian með til landsins núna,“ segir Taylor, en hvað segir hann um íslenska tónlist? „Ég hef hitt marga spennandi og frjóa tónlistarmenn frá Íslandi. Hljómsveitin Sigur Rós er í uppáhaldi hjá mér,“ segir Taylor. Það eru eflaust ansi margir Íslendingar sem væru til í að fá hina einu sönnu Queen til að halda tónleika hér á landi. Er einhver séns á að Queen komi fram á tónleikum á Íslandi? „Það er ekkert ómögulegt en það er samt ekkert planað eins og er. Ég myndi allavega vilja koma!“ Tónleikar Queen Extravaganza fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 15. og 16. ágúst. Uppselt er á fyrri tónleikana en til eru miðar á þá seinni á harpa.is. Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Fleiri fréttir Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hin eina sanna Queen-heiðurshljómsveit, sem ber titillinn Queen Extravaganza, er á leið hingað til lands en sveitin var hugsuð og sköpuð sérstaklega til að koma lögum hljómsveitarinnar Queen til nýrra og gamalla aðdáenda alls staðar í heiminum. Meðlimir sveitarinnar voru sér valdir af Roger Taylor, trommuleikara Queen, og Brian May, gítarleikara Queen. „Þessi hljómsveit var sett saman árið 2011 og hún kom fyrst fram í American Idol árið 2012. Við settum saman þessa hljómsveit sem eins konar mótefni gegn mörgum öðrum Queen-heiðurshljómsveitum, því margar þeirra eru ekki eins góðar og við hefðum viljað,“ segir Roger Taylor, trommuleikari Queen, spurður út í upphaf Queen Extravaganza. Trommarinn var ekkert of hrifinn af þeim Queen-heiðurshljómsveitum sem hann hafði séð og heyrt af. „Queen Extravaganza á ekki að bregða sér í líki Queen heldur á hún að syngja og spila tónlistina okkar vel og fallega. Að sjá þessa hljómsveit á tónleikum er upplifun sem ég mæli með.“Roger Taylor segir það mikla upplifun að sjá Queen Extravaganza og mælir með henni.Taylor og May fundu réttu aðilana í hljómsveitina með heljarinnar leit sem fram fór í gegnum netið. Fólk alls staðar að úr heiminum sendi inn kynningarmyndbönd af sjálfu sér í von um að komast í hljómsveitina. Söngvari Queen Extravaganza, Marc Martel, sendi inn kynningarmyndband og er það komið með nærri 10 milljón áhorf á Youtube. Mikið er til af svokölluðum heiðurshljómsveitum sem leika tónlist annarra hljómsveita en hvað hefur Taylor að segja um slíkar hljómsveitir, er of mikið til af svona heiðurssveitum? „Eins mikill heiður og hrós það er að hafa hljómsveitir sem spila lögin manns þá finnst mér vera of mikið af þeim. Það eru of margar hljómsveitir, of margar hljómsveitir sem eru að villa á sér heimildir og oft ekki nógu mikil gæði í tónlistinni hjá þeim,“ segir Taylor.Söngvarinn Adam Lambert hefur verið að túra með Queen að undanförnu. Hér er hann ásamt gítarleikaranum Brian May og Roger Taylor.Nordicphotos/gettyHin eina sanna Queen-heiðurssveit hefur farið um allan heim og hafa tónleikar hennar fengið frábæra dóma. Þegar hún var stofnuð voru Taylor og May þó talsvert í kringum sveitina enda sveitin þeirra hugmynd. „Ég tek meira þátt í starfsemi sveitarinnar í dag heldur en Brian því hans tími fer mest í það að bjarga loðnum dýrum,“ segir Taylor léttur í lundu. „Upphaflega hannaði ég prógramm fyrir sveitina en nú eru þeir mun sjálfstæðari og vita alveg hvað aðdáendurnir vilja heyra. Þeir vinna líka með Spike Edney, sem spilaði mikið með okkur og var tónlistarstjóri okkar, við að velja lög til að spila.“ Taylor og May hafa báðir spilað með hljómsveitinni því þeir komu fram með henni í American Idol á sínum tíma til þess að kynna hana með glæsibrag. Um þessar mundir eru þessar tvær goðsagnir úr rokksögunni enn að túra um heiminn með sinni hljómsveit, Queen. „Við erum að fara í tónleikaferðalag með Adam Lambert með okkur, um Suður-Ameríku í september. Við erum nýkomnir úr tónleikaferð um Bandaríkin, Evrópu, Ástralíu og Asíu,“ segir Taylor.Queen Extravaganza var sett saman sem eins konar mótefni gegn mörgum öðrum Queen-heiðurshljómsveitum, því margar þeirra voru ekki eins góðar og Taylor og May hefðu viljað.Spurður út í Ísland segist Taylor hlakka mikið til að heimsækja Ísland. „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands, ég stefni á að koma þangað í framtíðinni. Því miður komumst hvorki ég né Brian með til landsins núna,“ segir Taylor, en hvað segir hann um íslenska tónlist? „Ég hef hitt marga spennandi og frjóa tónlistarmenn frá Íslandi. Hljómsveitin Sigur Rós er í uppáhaldi hjá mér,“ segir Taylor. Það eru eflaust ansi margir Íslendingar sem væru til í að fá hina einu sönnu Queen til að halda tónleika hér á landi. Er einhver séns á að Queen komi fram á tónleikum á Íslandi? „Það er ekkert ómögulegt en það er samt ekkert planað eins og er. Ég myndi allavega vilja koma!“ Tónleikar Queen Extravaganza fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 15. og 16. ágúst. Uppselt er á fyrri tónleikana en til eru miðar á þá seinni á harpa.is.
Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Fleiri fréttir Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira