Íhuga að ferðamenn borgi meira fyrir björgunarstarf Ingvar Haraldsson skrifar 20. júlí 2015 08:00 Stærsta verkefni björgunarsveitanna á síðasta ári var vegna eldgossins í Holuhrauni. Alls unnu björgunarsveitarmenn í tíu þúsund klukkustundir vegna gossins. Hér sjá björgunarsveitamenn til þess að lokanir vega að gosstöðvunum séu virtar. vísir/vilhelm Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spyr hve mikið hægt sé að leggja á björgunarsveitarmenn, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem fjölgun útkalla hafi verið hvað mest. „Þessar sveitir hafa orðið fyrir miklum útgjaldaauka. Þó að félagarnir séu í sjálfboðavinnu þá er spurning hvort vinnuveitendur og fjölskylda séu sátt við fjarveru þeirra. Smári sigurðssonSvo er spurningin hvort þessar sveitir í dreifbýlinu ætli að selja samborgurum sínum fleiri rakettur eða neyðarkalla,“ segir Smári og bætir við: „Ég held að við séum kominn á endapunkt í þessum efnum.“ Smári kallar eftir aukinni umræðu um hvernig haga eigi málefnum björgunarsveitanna. „Við þurfum að fara að taka þetta samtal bæði innanbúðar hjá okkur og ekki síður við samfélagið um hvernig við viljum sjá þessum málum fyrir komið,“ segir hann. Til skoðunar er að rukka ferðamenn í auknum mæli fyrir þjónustu björgunarsveita. „Það er þegar byrjað að rukka ferðamenn þar sem verið er að fara inn á lokaða vegi og sækja fólk sem hefur fest bílana sína,“ segir Smári. Einnig hafi ferðamenn sem hafi viljað láta sækja sig á hálendið en hafi ekki verið í neyð verið rukkaðir. „Það er náttúrulega engin glóra í því að það sé bara frítt að fara hér inn á hálendið yfir veturinn með vélar og verkfæri að sækja fólk sem gefst upp í einhverri gönguferð,“ segir Smári. Best færi þó á því að fækka mætti útköllum með því að auka forvarnir og slysavarnir að sögn Smára. Hann hvetur ferðafólk til að tryggja sig fyrir áföllnum kostnaði áður en lagt sé af stað. Smári segir rysjótt veðurfar í vetur, fjölgun ferðamanna og aukinn útivistaráhuga Íslendinga ástæðuna fyrir fjölgun útkalla. Fjórðungur útkalla björgunarsveitanna á síðasta ári var í desember. Í mánuðinum voru útköllin tæplega 350, sem er margfalt meira en fyrri ár. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spyr hve mikið hægt sé að leggja á björgunarsveitarmenn, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem fjölgun útkalla hafi verið hvað mest. „Þessar sveitir hafa orðið fyrir miklum útgjaldaauka. Þó að félagarnir séu í sjálfboðavinnu þá er spurning hvort vinnuveitendur og fjölskylda séu sátt við fjarveru þeirra. Smári sigurðssonSvo er spurningin hvort þessar sveitir í dreifbýlinu ætli að selja samborgurum sínum fleiri rakettur eða neyðarkalla,“ segir Smári og bætir við: „Ég held að við séum kominn á endapunkt í þessum efnum.“ Smári kallar eftir aukinni umræðu um hvernig haga eigi málefnum björgunarsveitanna. „Við þurfum að fara að taka þetta samtal bæði innanbúðar hjá okkur og ekki síður við samfélagið um hvernig við viljum sjá þessum málum fyrir komið,“ segir hann. Til skoðunar er að rukka ferðamenn í auknum mæli fyrir þjónustu björgunarsveita. „Það er þegar byrjað að rukka ferðamenn þar sem verið er að fara inn á lokaða vegi og sækja fólk sem hefur fest bílana sína,“ segir Smári. Einnig hafi ferðamenn sem hafi viljað láta sækja sig á hálendið en hafi ekki verið í neyð verið rukkaðir. „Það er náttúrulega engin glóra í því að það sé bara frítt að fara hér inn á hálendið yfir veturinn með vélar og verkfæri að sækja fólk sem gefst upp í einhverri gönguferð,“ segir Smári. Best færi þó á því að fækka mætti útköllum með því að auka forvarnir og slysavarnir að sögn Smára. Hann hvetur ferðafólk til að tryggja sig fyrir áföllnum kostnaði áður en lagt sé af stað. Smári segir rysjótt veðurfar í vetur, fjölgun ferðamanna og aukinn útivistaráhuga Íslendinga ástæðuna fyrir fjölgun útkalla. Fjórðungur útkalla björgunarsveitanna á síðasta ári var í desember. Í mánuðinum voru útköllin tæplega 350, sem er margfalt meira en fyrri ár.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira