Ætla að útskýra öll lögin mjög vel Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júlí 2015 10:30 Hljómsveitin Skarkali kemur fram á tónleikum í Hannesarholti í kvöld. Mynd/aðsend „Það er mikil tilhlökkun innan sveitarinnar. Ég mun útskýra öll lögin mjög vel þar sem að þetta eru jú útgáfutónleikar,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, píanóleikari hljómsveitarinnar Skarkala. Sveitin hefur gefið út sína fyrstu plötu og heitir hún einfaldlega Skarkali og verður útgáfunni fagnað með tónleikum í Hannesarholti í Reykjavík. Auk Inga Bjarna skipa sveitina bassaleikarinn Valdimar Olgeirsson og trommuleikarinn Óskar Kjartansson. Hljómsveitin var stofnuð árið 2013. Áður hafa liðsmenn spilað saman í mörgum hópum við hin ýmsu tilefni eftir að hafa kynnst í Tónlistarskóla FÍH. „Platan var tekin upp á tveimur dögum í Amsterdam, þetta gekk nokkuð vel. Auðvitað er maður stundum ekki með sjálfum sér í hljóðverinu en þetta hljómar mjög vel og við erum mjög sáttir við plötuna,“ segir Ingi Bjarni spurður út í plötuna. Á disknum eru níu frumsamin lög í fjölbreyttum djass-útsetningum. Upptökur fóru fram í Amsterdam í febrúar síðastliðnum þar sem tveir meðlima tríósins stunda tónlistarnám í Hollandi. Skarkali hefur tvisvar komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur auk þess sem tríóið tók þátt fyrir Íslands hönd í Young Nordic Jazz Comets árið 2013 í Noregi. Sumarið 2014 ferðaðist tríóið til Færeyja og hélt þar fjóra tónleika sem voru hluti af tónleikaröðinni Summartónar. Útgáfa nýju plötunnar er styrkt af Hljóðritasjóði STEF, Menningarsjóði F.Í.H og Tónskáldasjóði Rásar 2. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.30 og að þeim loknum gefst tónleikagestum kostur á að kaupa plötuna á sérstöku tónleikaverði. Skarkali kemur fram á fleiri tónleikum í sumar og verður til að mynda á Ísafirði næsta þriðjudag. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það er mikil tilhlökkun innan sveitarinnar. Ég mun útskýra öll lögin mjög vel þar sem að þetta eru jú útgáfutónleikar,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, píanóleikari hljómsveitarinnar Skarkala. Sveitin hefur gefið út sína fyrstu plötu og heitir hún einfaldlega Skarkali og verður útgáfunni fagnað með tónleikum í Hannesarholti í Reykjavík. Auk Inga Bjarna skipa sveitina bassaleikarinn Valdimar Olgeirsson og trommuleikarinn Óskar Kjartansson. Hljómsveitin var stofnuð árið 2013. Áður hafa liðsmenn spilað saman í mörgum hópum við hin ýmsu tilefni eftir að hafa kynnst í Tónlistarskóla FÍH. „Platan var tekin upp á tveimur dögum í Amsterdam, þetta gekk nokkuð vel. Auðvitað er maður stundum ekki með sjálfum sér í hljóðverinu en þetta hljómar mjög vel og við erum mjög sáttir við plötuna,“ segir Ingi Bjarni spurður út í plötuna. Á disknum eru níu frumsamin lög í fjölbreyttum djass-útsetningum. Upptökur fóru fram í Amsterdam í febrúar síðastliðnum þar sem tveir meðlima tríósins stunda tónlistarnám í Hollandi. Skarkali hefur tvisvar komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur auk þess sem tríóið tók þátt fyrir Íslands hönd í Young Nordic Jazz Comets árið 2013 í Noregi. Sumarið 2014 ferðaðist tríóið til Færeyja og hélt þar fjóra tónleika sem voru hluti af tónleikaröðinni Summartónar. Útgáfa nýju plötunnar er styrkt af Hljóðritasjóði STEF, Menningarsjóði F.Í.H og Tónskáldasjóði Rásar 2. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.30 og að þeim loknum gefst tónleikagestum kostur á að kaupa plötuna á sérstöku tónleikaverði. Skarkali kemur fram á fleiri tónleikum í sumar og verður til að mynda á Ísafirði næsta þriðjudag.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp