Telur Secret Solstice geta orðið risastóra 15. júlí 2015 09:30 Tónlistarhátíðin Secret Solstice gæti stækkað mikið að mati The Huffington Post. Vísir/Andri Marinó Farið er fögrum orðum um tónlistarhátíðina Secret Solstice í bandaríska miðlinum The Huffington Post. Blaðamaðurinn Shawn Forno, sem skrifar greinina, spyr sig að því hvort hátíðin sé mögulega næsta stóra tónlistarhátíðin í Evrópu. Þrátt fyrir flugþreytu, svefnleysi og dýra pítsu bauð hátíðin nánast upp á allt það sem Forno leitaði eftir. Tveimur íslenskum flytjendum er sérstaklega hrósað í greininni, GusGus og Mána Orrasyni. Þá var dönsku söngkonunni MØ hrósað, ásamt hinum bandaríska söngvara Charles Bradley og bandaríska gítarleikaranum Ledfoot. Hins vegar fá þungavigtalistamenn á borð við Busta Rhymes og Kelis ekki góða dóma hjá bandaríska blaðamanninum. Forno segir þessa þriggja daga hátíð í miðnætursólinni, hina íslensku dulúð og sviðsnöfnin sem koma úr íslenskri sögu gera hátíðina ólíka öðrum hátíðum. Ekki spilli fyrir hve auðvelt sé að ferðast til landsins frá Bandaríkjunum, með tvö íslensk flugfélög með áætlunarflug vestur um haf.Tónlistarmaðurinn Máni Orrason fær góða dóma hjá The Huffington Post.Vísir/VilhelmÞað helsta sem angraði bandaríska blaðamanninn var af tónlistarlegum toga. Sviðin voru heldur nálægt hvort öðru sem varð til þess að tónlist af einu sviðinu gat truflað tónlistina á hinu sviðinu. Þar tekur hann dæmi um að gítarleikarinn Ledfoot þurfti að keppa við teknótakta af næsta sviði og að dagskráin að degi til mætti vera betri. Forno tekur fram að tónlistin hafi þó verið góð en að hátíðin geti stækkað til muna, sérstaklega ef aðstandendur hennar yrðu frjórri í að velja tónlistarmenn, bæði fjölbreyttari innlenda listamenn og erlenda. Hér fyrir neðan má sjá og heyra lög með íslensku flytjendunum sem hrósað er í The Huffington Post. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Farið er fögrum orðum um tónlistarhátíðina Secret Solstice í bandaríska miðlinum The Huffington Post. Blaðamaðurinn Shawn Forno, sem skrifar greinina, spyr sig að því hvort hátíðin sé mögulega næsta stóra tónlistarhátíðin í Evrópu. Þrátt fyrir flugþreytu, svefnleysi og dýra pítsu bauð hátíðin nánast upp á allt það sem Forno leitaði eftir. Tveimur íslenskum flytjendum er sérstaklega hrósað í greininni, GusGus og Mána Orrasyni. Þá var dönsku söngkonunni MØ hrósað, ásamt hinum bandaríska söngvara Charles Bradley og bandaríska gítarleikaranum Ledfoot. Hins vegar fá þungavigtalistamenn á borð við Busta Rhymes og Kelis ekki góða dóma hjá bandaríska blaðamanninum. Forno segir þessa þriggja daga hátíð í miðnætursólinni, hina íslensku dulúð og sviðsnöfnin sem koma úr íslenskri sögu gera hátíðina ólíka öðrum hátíðum. Ekki spilli fyrir hve auðvelt sé að ferðast til landsins frá Bandaríkjunum, með tvö íslensk flugfélög með áætlunarflug vestur um haf.Tónlistarmaðurinn Máni Orrason fær góða dóma hjá The Huffington Post.Vísir/VilhelmÞað helsta sem angraði bandaríska blaðamanninn var af tónlistarlegum toga. Sviðin voru heldur nálægt hvort öðru sem varð til þess að tónlist af einu sviðinu gat truflað tónlistina á hinu sviðinu. Þar tekur hann dæmi um að gítarleikarinn Ledfoot þurfti að keppa við teknótakta af næsta sviði og að dagskráin að degi til mætti vera betri. Forno tekur fram að tónlistin hafi þó verið góð en að hátíðin geti stækkað til muna, sérstaklega ef aðstandendur hennar yrðu frjórri í að velja tónlistarmenn, bæði fjölbreyttari innlenda listamenn og erlenda. Hér fyrir neðan má sjá og heyra lög með íslensku flytjendunum sem hrósað er í The Huffington Post.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira