Vinsæla Glowie er íslenska Sara Elín Albertsdóttir skrifar 11. júlí 2015 11:00 Sara er alin upp innan um mikinn tónlistaráhuga. Faðir hennar hefur spilað með hljómsveitum. Mynd/Ernir Sara Pétursdóttir er aðeins 18 ára en hún syngur eitt vinsælasta lag landsins undir listamannanafninu Glowie ásamt hinum snjalla Stony frá Akureyri. Lagið heitir No More eftir StopWaitGo og hefur verið ofarlega á vinsældarlistum í fimm vikur. Sara bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2014 en hún keppti fyrir hönd Tækniskólans. Lagið sem hún flutti var To make you feel my love eftir Bob Dylan. Sigurinn varð til þess að vekja áhuga félaganna í StopWaitGo á henni. „Strákarnir í StopWaitGo höfðu samband við mig í fyrra eftir söngvakeppnina og buðu mér að syngja lag sem þeir voru að semja. Einn þeirra var staddur hér á landi en tveir í Los Angeles. Lagið fæddist þó ekki fullkomlega fyrr en í vor. Tekin var ákvörðun um að koma laginu út og sjá viðbrögðin en þau hafa verið mjög góð. Lagið fór strax í spilun á útvarpsstöðvunum og það var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Sara. „Draumur minn var eiginlega að rætast með þessu,“ heldur hún áfram. Nýir smellir í vinnsluSara segir að í vinnslu séu tvö ný lög sem StopWaitGo hafa samið fyrir hana. Þau eru væntanleg á markað í byrjun ágúst. „Vonandi nýir sumarsmellir,“ segir Sara. Hún var að læra hárgreiðslu hjá Tækniskólanum en hætti námi og ætlar að reyna að feta sig á braut söngsins auk þess sem hún hefur hug á að læra grafíska hönnun. Þá starfar hún sem fyrirsæta hjá Eskimo models og hefur aðallega sýnt á tískusýningum.Margir halda að Glowie sé útlend söngkona en svo er ekki. Mynd/ErnirPlötusamningur við USA?Það eru spennandi tímar fram undan því Sara á að hitta bandaríska útgefendur í næstu viku með plötuútgáfu í huga. Hún segir að félagarnir í StopWaitGo, þeir bræður Ásgeir Orri Ásgeirsson og Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson séu að vinna í þeim málum. Hún geti lítið tjáð sig um það á þessu stigi en tvö stór útgáfufyrirtæki hafa haft samband við StopWaitGo í framhaldinu af laginu No More. „Við stefnum á að gera fleiri lög, stærri pakka, en ég má ekki tjá mig um þetta frekar,“ segir hún. Íslensk Glowie En hvernig kom listamannanafnið, Glowie, til? „Fyrst ætlaði ég að heita Sarah með hái en svo langaði mig að kalla mig einhverju nafni sem væri allt öðruvísi. Við veltum upp nöfnum og þegar þetta kom upp var ég mjög sátt við það. Hins vegar eru rosalega margir sem halda að Glowie sé útlend söngkona og ekki allir sem átta sig á að þetta er ég,“ segir hún. „Það verða því margir hissa þegar ég segi að ég hafi sungið þetta lag. Reyndar fannst mér skrítið að heyra rödd mína fyrst í útvarpinu en svo hefur það vanist,“ segir hún og hlær. Sara segir að sig langi mikið til að gera sönginn að framtíðarstarfi. Hún segist ekki myndi hafna tilboðum um að koma fram. „Það er mikill tónlistaráhugi í fjölskyldunni minni og það hefur verið draumur minn frá því ég var barn að syngja opinberlega,“ segir hún. Sara hefur sungið jólalög á plötu, meðal annars með föður sínum, Pétri Hrafnssyni og bróður, Andra Péturssyni og hljómsveitinni Regni. „Andri er á samningi hjá plötuútgáfu í Los Angeles en starfar sem trúbador hér heima núna. Hann stefnir á plötu fljótlega. Pabbi er mikill tónlistarmaður og hefur kennt mér allt sem ég kann. Hann spilaði með hljómsveitum þegar hann var yngri,“ segir hún. Sara var ein af jólastjörnum Björgvins Halldórssonar árið 2012. Hún kom fram á jólatónleikunum og gefin var út plata í kjölfarið. „Það var mjög skemmtilegt að vera með, góð reynsla og upplifun.“Sjá nánar: Sara í Jólastjörnunni 2012 Þegar Sara er spurð hvort hún gæti hugsað sér að taka þátt í Eurovision, segist hún vera til í það. „Ég horfi alltaf á Eurovision en hef þó aldrei verið með einhvern sérstakan draum varðandi þá keppni,“ svarar hún. Eins og flestum er kunnugt átti StopWaitGo Eurovision-lagið okkar síðasta, Unbroken, sem María Ólafsdóttir flutti. Þorsteinn Sindri Baldvinsson, Stony, syngur með Söru í laginu No More. Stony er orðinn vel þekktur hérlendis frá því hann lék í alþjóðlegri Pepsi-auglýsingu. Hann hefur gert mörg skemmtileg myndbönd sem hafa flogið um netheima eins og Gerði það ekki, þar sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi fór á kostum. Nýlega gerði hann myndband um Seinfeld fyrir afþreyingarrisann Hulu. Flott myndbandMyndbandið með laginu No More þykir vel gert en kærasti Söru, Guðlaugur Andri Eyþórsson, klippti það saman. Þau eru búin að vera vinir síðan þau voru sex ára og kærustupar í eitt ár. „Við höfum sömu áhugamál og smellum vel saman,“ segir Sara og bætir við að það séu mjög spennandi tímar hjá sér um þessar mundir og hún hlakki til að vita hvernig þeir munu þróast. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sara Pétursdóttir er aðeins 18 ára en hún syngur eitt vinsælasta lag landsins undir listamannanafninu Glowie ásamt hinum snjalla Stony frá Akureyri. Lagið heitir No More eftir StopWaitGo og hefur verið ofarlega á vinsældarlistum í fimm vikur. Sara bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2014 en hún keppti fyrir hönd Tækniskólans. Lagið sem hún flutti var To make you feel my love eftir Bob Dylan. Sigurinn varð til þess að vekja áhuga félaganna í StopWaitGo á henni. „Strákarnir í StopWaitGo höfðu samband við mig í fyrra eftir söngvakeppnina og buðu mér að syngja lag sem þeir voru að semja. Einn þeirra var staddur hér á landi en tveir í Los Angeles. Lagið fæddist þó ekki fullkomlega fyrr en í vor. Tekin var ákvörðun um að koma laginu út og sjá viðbrögðin en þau hafa verið mjög góð. Lagið fór strax í spilun á útvarpsstöðvunum og það var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Sara. „Draumur minn var eiginlega að rætast með þessu,“ heldur hún áfram. Nýir smellir í vinnsluSara segir að í vinnslu séu tvö ný lög sem StopWaitGo hafa samið fyrir hana. Þau eru væntanleg á markað í byrjun ágúst. „Vonandi nýir sumarsmellir,“ segir Sara. Hún var að læra hárgreiðslu hjá Tækniskólanum en hætti námi og ætlar að reyna að feta sig á braut söngsins auk þess sem hún hefur hug á að læra grafíska hönnun. Þá starfar hún sem fyrirsæta hjá Eskimo models og hefur aðallega sýnt á tískusýningum.Margir halda að Glowie sé útlend söngkona en svo er ekki. Mynd/ErnirPlötusamningur við USA?Það eru spennandi tímar fram undan því Sara á að hitta bandaríska útgefendur í næstu viku með plötuútgáfu í huga. Hún segir að félagarnir í StopWaitGo, þeir bræður Ásgeir Orri Ásgeirsson og Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson séu að vinna í þeim málum. Hún geti lítið tjáð sig um það á þessu stigi en tvö stór útgáfufyrirtæki hafa haft samband við StopWaitGo í framhaldinu af laginu No More. „Við stefnum á að gera fleiri lög, stærri pakka, en ég má ekki tjá mig um þetta frekar,“ segir hún. Íslensk Glowie En hvernig kom listamannanafnið, Glowie, til? „Fyrst ætlaði ég að heita Sarah með hái en svo langaði mig að kalla mig einhverju nafni sem væri allt öðruvísi. Við veltum upp nöfnum og þegar þetta kom upp var ég mjög sátt við það. Hins vegar eru rosalega margir sem halda að Glowie sé útlend söngkona og ekki allir sem átta sig á að þetta er ég,“ segir hún. „Það verða því margir hissa þegar ég segi að ég hafi sungið þetta lag. Reyndar fannst mér skrítið að heyra rödd mína fyrst í útvarpinu en svo hefur það vanist,“ segir hún og hlær. Sara segir að sig langi mikið til að gera sönginn að framtíðarstarfi. Hún segist ekki myndi hafna tilboðum um að koma fram. „Það er mikill tónlistaráhugi í fjölskyldunni minni og það hefur verið draumur minn frá því ég var barn að syngja opinberlega,“ segir hún. Sara hefur sungið jólalög á plötu, meðal annars með föður sínum, Pétri Hrafnssyni og bróður, Andra Péturssyni og hljómsveitinni Regni. „Andri er á samningi hjá plötuútgáfu í Los Angeles en starfar sem trúbador hér heima núna. Hann stefnir á plötu fljótlega. Pabbi er mikill tónlistarmaður og hefur kennt mér allt sem ég kann. Hann spilaði með hljómsveitum þegar hann var yngri,“ segir hún. Sara var ein af jólastjörnum Björgvins Halldórssonar árið 2012. Hún kom fram á jólatónleikunum og gefin var út plata í kjölfarið. „Það var mjög skemmtilegt að vera með, góð reynsla og upplifun.“Sjá nánar: Sara í Jólastjörnunni 2012 Þegar Sara er spurð hvort hún gæti hugsað sér að taka þátt í Eurovision, segist hún vera til í það. „Ég horfi alltaf á Eurovision en hef þó aldrei verið með einhvern sérstakan draum varðandi þá keppni,“ svarar hún. Eins og flestum er kunnugt átti StopWaitGo Eurovision-lagið okkar síðasta, Unbroken, sem María Ólafsdóttir flutti. Þorsteinn Sindri Baldvinsson, Stony, syngur með Söru í laginu No More. Stony er orðinn vel þekktur hérlendis frá því hann lék í alþjóðlegri Pepsi-auglýsingu. Hann hefur gert mörg skemmtileg myndbönd sem hafa flogið um netheima eins og Gerði það ekki, þar sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi fór á kostum. Nýlega gerði hann myndband um Seinfeld fyrir afþreyingarrisann Hulu. Flott myndbandMyndbandið með laginu No More þykir vel gert en kærasti Söru, Guðlaugur Andri Eyþórsson, klippti það saman. Þau eru búin að vera vinir síðan þau voru sex ára og kærustupar í eitt ár. „Við höfum sömu áhugamál og smellum vel saman,“ segir Sara og bætir við að það séu mjög spennandi tímar hjá sér um þessar mundir og hún hlakki til að vita hvernig þeir munu þróast.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira