Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júlí 2015 10:00 Hljómsveitin Æla ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum á næstunni. „Það var pínu erfitt fyrir okkur að klára þetta ferli. Það var ekkert erfitt að semja þessi lög en það var eiginlega erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svolítið á langinn,” segir Hallbjörn V. Rúnarsson, betur þekktur sem Halli Valli, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Ælu, en sveitin gaf á dögunum út plötu sem kallast Vettlingatök. Æla sendir í kjölfarið frá sér myndband við lagið Your Head is my Ground og hefur það vakið talsverða athygli. „Hugmyndin að myndbandinu kviknaði þegar við Óskar félagi minn vorum að horfa á þetta nýja Of Monsters and Men-myndband með Sigga Sigurjóns. Við vildum gera svona grín myndband af því, sem væri í svarthvítu og færi svo yfir í lit þegar hann fer að æla, okkar fannst það mjög sniðugt,“ segir Halli Valli um myndbandið. Myndbandið einkennist einmitt af glæsilegum litum og vígalegri ælu. Emil Ásgrímsson leikstýrir myndbandinu og Óskar Þór Arngrímsson framleiðir, ásamt því að leika í því. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006 og hefur sveitin verið fastur liður í dagskrá Iceland Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu skipa ásamt Halla þeir Hafþór Skúlason á trommur, Sveinn Helgi Hafþórsson á bassa og Ævar Pétursson á gítar. Sveitin kemur fram á Paddys í Keflavík 16. júlí næstkomandi og þá eru fleiri tónleikar á döfinni. Your Head is my Ground by Æla from Emil Asgrimsson on Vimeo. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það var pínu erfitt fyrir okkur að klára þetta ferli. Það var ekkert erfitt að semja þessi lög en það var eiginlega erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svolítið á langinn,” segir Hallbjörn V. Rúnarsson, betur þekktur sem Halli Valli, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Ælu, en sveitin gaf á dögunum út plötu sem kallast Vettlingatök. Æla sendir í kjölfarið frá sér myndband við lagið Your Head is my Ground og hefur það vakið talsverða athygli. „Hugmyndin að myndbandinu kviknaði þegar við Óskar félagi minn vorum að horfa á þetta nýja Of Monsters and Men-myndband með Sigga Sigurjóns. Við vildum gera svona grín myndband af því, sem væri í svarthvítu og færi svo yfir í lit þegar hann fer að æla, okkar fannst það mjög sniðugt,“ segir Halli Valli um myndbandið. Myndbandið einkennist einmitt af glæsilegum litum og vígalegri ælu. Emil Ásgrímsson leikstýrir myndbandinu og Óskar Þór Arngrímsson framleiðir, ásamt því að leika í því. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006 og hefur sveitin verið fastur liður í dagskrá Iceland Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu skipa ásamt Halla þeir Hafþór Skúlason á trommur, Sveinn Helgi Hafþórsson á bassa og Ævar Pétursson á gítar. Sveitin kemur fram á Paddys í Keflavík 16. júlí næstkomandi og þá eru fleiri tónleikar á döfinni. Your Head is my Ground by Æla from Emil Asgrimsson on Vimeo.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira