Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 10. júlí 2015 06:00 Conor McGregor á blaðamannafundi UFC í gær. Vísir/Getty Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. Þetta kvöld er þegar búið að setja met yfir mestar tekjur í miðasölu og mun líklega setja met yfir flestar keyptar áskriftir að bardagakvöldi. Samt var upprunalegi bardagi McGregors og meistarans, Jose Aldo, blásinn af. Það breytti engu. Það segir okkur eitt. Fólk er að fara að horfa á þetta kvöld til þess að sjá Conor McGregor. Hann er ekki einu sinni orðinn heimsmeistari og var lítt þekktur fyrir ekki svo löngu síðan. Stjarna hans hefur risið ótrúlega hratt og hann er einfaldlega orðinn maðurinn sem er að setja UFC á nýjan stall. Hann mun færa sambandinu meiri pening en það hefur áður séð. Það veit hinn klóki forseti UFC, Dana White, enda hefur hann dekrað vel við McGregor síðustu mánuði. Hann er að fjárfesta í honum og sú fjárfesting er heldur betur að skila sér. White viðurkenndi fyrir mér í gær að McGregor væri líklega stærsta stjarna UFC frá upphafi. Það er ekkert skrítið að hann sé að fjárfesta í McGregor. Maðurinn er einfaldlega stórkostlegur á allan hátt. Skemmtikraftur af Guðs náð. Það sannaði hann enn eina ferðina á opinni æfingu í MGM Grand í vikunni. Meirihluti þeirra sem komust inn í salinn var á bandi Conors. Samt var aðeins helmingurinn Írar. Hinir komu frá ýmsum löndum en áttu það sameiginlegt að elska Conor. Hann er líka einstakur. Á meðan aðrar stjörnur kvöldsins sýndu lítil tilþrif og vildu helst komast út fór Conor allt aðra leið. Hann kom hlaupandi inn í salinn með sólgleraugu og gaf öllum fimmur. Hann bauð svo upp á klukkutíma æfingu á meðan aðrir voru í mesta lagi í tíu mínútur. Gerði þetta eins og maður. Skemmti fólki þess á milli, tók af sér myndir með blaðamönnum og naut lífsins. Hann er einstakur skemmtikraftur sem þrífst í sviðsljósinu. Svo er hann líka maður fólksins. Eftir að æfingunni lauk gekk hann út í sal og gaf öllum sem vildu mynd af sér. Hann fór ekki fyrr en allir voru sáttir. Það er einstakt. Conor rífur vissulega mikinn kjaft við andstæðinga og er með stóryrtar yfirlýsingar en hann kemur fram við aðdáendur sína af virðingu og auðmýkt. Sjaldséð hjá ofurstjörnum. Skal engan undra að hann sé orðinn svona vinsæll. Til að toppa allt er hann síðan auðvitað stórkostlegur bardagamaður. Það er magnað að fylgjast með honum í hringnum. Þess vegna er þetta bardagakvöld á laugardag svona mikil veisla. Við fáum okkar mann, Gunnar Nelson, á stóra sviðinu og punkturinn fyrir ofan i-ið er síðan titilbardagi með Conor. Það er fullkomlega galið ef einhverjum dettur í hug að missa af þessari veislu sem verður í beinni á Stöð 2 Sport annað kvöld.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Pistillinn Tengdar fréttir Conor vildi veðja við White um hvenær hann rotar Mendes Það verður ekki tekið af Íranum og Íslandsvininum Conor McGregor að hann er með sjálfstraustið í lagi. 8. júlí 2015 23:30 UFC búið að slá met í miðasölu Dana White, forseti UFC, staðfesti í dag að UFC 189, sem fer fram á laugardag, hafi þegar slegið met í miðasölu. 8. júlí 2015 22:45 Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00 Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00 Ótrúlegar vinsældir Conors í Vegas Ágangur fjölmiðla er mikill og fá færri viðtal en vilja. 9. júlí 2015 09:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. Þetta kvöld er þegar búið að setja met yfir mestar tekjur í miðasölu og mun líklega setja met yfir flestar keyptar áskriftir að bardagakvöldi. Samt var upprunalegi bardagi McGregors og meistarans, Jose Aldo, blásinn af. Það breytti engu. Það segir okkur eitt. Fólk er að fara að horfa á þetta kvöld til þess að sjá Conor McGregor. Hann er ekki einu sinni orðinn heimsmeistari og var lítt þekktur fyrir ekki svo löngu síðan. Stjarna hans hefur risið ótrúlega hratt og hann er einfaldlega orðinn maðurinn sem er að setja UFC á nýjan stall. Hann mun færa sambandinu meiri pening en það hefur áður séð. Það veit hinn klóki forseti UFC, Dana White, enda hefur hann dekrað vel við McGregor síðustu mánuði. Hann er að fjárfesta í honum og sú fjárfesting er heldur betur að skila sér. White viðurkenndi fyrir mér í gær að McGregor væri líklega stærsta stjarna UFC frá upphafi. Það er ekkert skrítið að hann sé að fjárfesta í McGregor. Maðurinn er einfaldlega stórkostlegur á allan hátt. Skemmtikraftur af Guðs náð. Það sannaði hann enn eina ferðina á opinni æfingu í MGM Grand í vikunni. Meirihluti þeirra sem komust inn í salinn var á bandi Conors. Samt var aðeins helmingurinn Írar. Hinir komu frá ýmsum löndum en áttu það sameiginlegt að elska Conor. Hann er líka einstakur. Á meðan aðrar stjörnur kvöldsins sýndu lítil tilþrif og vildu helst komast út fór Conor allt aðra leið. Hann kom hlaupandi inn í salinn með sólgleraugu og gaf öllum fimmur. Hann bauð svo upp á klukkutíma æfingu á meðan aðrir voru í mesta lagi í tíu mínútur. Gerði þetta eins og maður. Skemmti fólki þess á milli, tók af sér myndir með blaðamönnum og naut lífsins. Hann er einstakur skemmtikraftur sem þrífst í sviðsljósinu. Svo er hann líka maður fólksins. Eftir að æfingunni lauk gekk hann út í sal og gaf öllum sem vildu mynd af sér. Hann fór ekki fyrr en allir voru sáttir. Það er einstakt. Conor rífur vissulega mikinn kjaft við andstæðinga og er með stóryrtar yfirlýsingar en hann kemur fram við aðdáendur sína af virðingu og auðmýkt. Sjaldséð hjá ofurstjörnum. Skal engan undra að hann sé orðinn svona vinsæll. Til að toppa allt er hann síðan auðvitað stórkostlegur bardagamaður. Það er magnað að fylgjast með honum í hringnum. Þess vegna er þetta bardagakvöld á laugardag svona mikil veisla. Við fáum okkar mann, Gunnar Nelson, á stóra sviðinu og punkturinn fyrir ofan i-ið er síðan titilbardagi með Conor. Það er fullkomlega galið ef einhverjum dettur í hug að missa af þessari veislu sem verður í beinni á Stöð 2 Sport annað kvöld.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Pistillinn Tengdar fréttir Conor vildi veðja við White um hvenær hann rotar Mendes Það verður ekki tekið af Íranum og Íslandsvininum Conor McGregor að hann er með sjálfstraustið í lagi. 8. júlí 2015 23:30 UFC búið að slá met í miðasölu Dana White, forseti UFC, staðfesti í dag að UFC 189, sem fer fram á laugardag, hafi þegar slegið met í miðasölu. 8. júlí 2015 22:45 Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00 Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00 Ótrúlegar vinsældir Conors í Vegas Ágangur fjölmiðla er mikill og fá færri viðtal en vilja. 9. júlí 2015 09:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
Conor vildi veðja við White um hvenær hann rotar Mendes Það verður ekki tekið af Íranum og Íslandsvininum Conor McGregor að hann er með sjálfstraustið í lagi. 8. júlí 2015 23:30
UFC búið að slá met í miðasölu Dana White, forseti UFC, staðfesti í dag að UFC 189, sem fer fram á laugardag, hafi þegar slegið met í miðasölu. 8. júlí 2015 22:45
Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00
Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00
Ótrúlegar vinsældir Conors í Vegas Ágangur fjölmiðla er mikill og fá færri viðtal en vilja. 9. júlí 2015 09:30