Þitt framlag til loftslagsmála Dóra Magnúsdóttir skrifar 9. júlí 2015 00:00 Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afgerandi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samninga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa samþykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotkun ESB og að dregið verði úr notkun frumorku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræðingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráðstefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsamtök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenningur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsbreytingar og sjálfbærari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja myndina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittframlag.is en þar safnast þær saman af samfélagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkulegustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afgerandi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samninga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa samþykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotkun ESB og að dregið verði úr notkun frumorku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræðingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráðstefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsamtök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenningur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsbreytingar og sjálfbærari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja myndina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittframlag.is en þar safnast þær saman af samfélagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkulegustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar