8. júlí – stríðsglæpa minnst Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Í dag er rétt ár síðan árásarstríð Ísraelsstjórnar gegn Palestínu hófst með umfangsmiklum loftárásum á Gasa, eldflaugaárásum og síðar sprengju- og stórskotaárásum af landi og sjó. Eftir 51 dag lágu meira en 2.200 Palestínumenn í valnum, þar af langflestir óbreyttir borgarar. 551 barn var drepið. Ísraels megin lágu 73 í valnum, þar af langflestir, eða 67, árásarhermenn sem féllu á Gasa en sex óbreyttir borgarar í Ísrael og þar af eitt barn. Meira en ellefu þúsund Palestínumenn særðust í stríðinu, þar af um 3.400 börn, og munu um eitt þúsund þeirra búa við varanlega örorku. Um 470 ísraelskir hermenn særðust í stríðinu og 255 óbreyttir borgarar. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sendi nýverið frá sér skýrslu sem greindi frá stríðsglæpum Ísraelshers á Gasa síðastliðið sumar og var þar einnig fjallað um eldflaugaárásir andspyrnuhópanna á Gasa sem beint er að íbúabyggðum í Ísrael og teljast því einnig til stríðsglæpa. Skýrslunni hefur verið fagnað af stjórn Palestínumanna í Ramallah og einnig af Hamas-samtökunum. Ísraelsstjórn hefur hins vegar reynt að ómerkja hana og kom í veg fyrir að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fengi að fara til Ísraels og Palestínu. Skýrslan mun reynast mikilvægt gagn er kemur að því að kæra Ísraelsstjórn fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag sem Palestína er nú aðili að. Heilu íbúðahverfin voru lögð í rúst í sprengjuárásum Ísraelshers. Hálf milljón manna missti heimili sín og lenti á vergangi. Flestir fengu bráðabirgðaskýli í skólum UNRWA (flóttamannaaðstoðarinnar) og margir héldu til í auðum byggingum, í moskum og kirkjum eða hjá fjölskyldum.Ekkert heimili endurbyggt Á ráðstefnu stuðningsríkjanna svokölluðu (e. donor states), sem haldin var í Kaíró í október 2014, var stuðningi heitið til endurreisnar á Gasa að upphæð 5,4 milljarðar Bandaríkjadala. Ísrael var ekki með í þessu og er ekki gert ráð fyrir einum eyri þaðan. Ísraelsríki hefur aldrei greitt neinar stríðsskaðabætur og hefur hingað til aldrei þurft að taka neina ábyrgð á þeirri eyðileggingu, örorku og dauða sem Ísraelsher veldur. Hluti af þessu fé sem lofað var í Kaíró hefur skilað sér, en enn þann dag í dag hefur ekki eitt einasta heimili sem eyðilagt var í stríðinu verið endurbyggt. Þar er fyrst og fremst um að kenna herkvínni sem lokar íbúana á Gasa inni og kemur í veg fyrir að nauðsynleg byggingarefni og aðrar lífsnauðsynjar fáist fluttar inn, nema af mjög skornum skammti. Það á líka við um hreint vatn, eldsneyti og rafmagn. Hversu lengi ætlar umheimurinn að horfa upp á það aðgerðalaus að 1,8 milljónir Palestínumanna sé haldið innilokuðum á 360 ferkílómetra svæði, bjargarlausum að mestu og síðan ráðist á fólkið með nokkru millibili af einu mesta hernaðarveldi heims? Sameinuðu þjóðirnar hafa verið máttvana gagnvart þessu ofbeldi vegna skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjanna við Ísraelsstjórn sem grobbar sig af því að hafa í raun neitunarvald í Öryggisráðinu. Engu skiptir hvernig Ísrael hagar sér gagnvart Palestínu, ofbeldi hernáms og stríðsglæpir er refsilaust. Það verður ekki bundinn endir á 48 ára hernám Ísraels í Palestínu nema að breyting verði á stefnu Bandaríkjanna. Lengst af hefur verið þagnarmúr um framferði Ísraelsríkis í helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Stríðsglæpir Ísraels á Gasa síðastliðið sumar virðast hafa rofið örlítið þennan þagnarmúr og náð eitthvað til almennings. Einnig hafa friðarhreyfingar bandarískra gyðinga sótt í sig veðrið. Þá hafa bandarískar kirkjudeildir látið til sín taka og eru síðustu fréttir þær að United Church of Christ hafi samþykkt stuðning við sniðgönguhreyfinguna BDS (boycott-divest-sanction) sem berst fyrir frelsi Palestínu með þeim aðferðum sem notaðar voru gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku. Undirrituðum þótti einkar vænt um þessa frétt en hann var einmitt skiptinemi Þjóðkirkjunnar hjá þessari kirkjudeild í Seattle fyrir hálfri öld. Þar þótti sjálfsagt að taka upp málstað kúgaðra, styðja baráttu gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku jafnt og í Bandaríkjunum og gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam og víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í dag er rétt ár síðan árásarstríð Ísraelsstjórnar gegn Palestínu hófst með umfangsmiklum loftárásum á Gasa, eldflaugaárásum og síðar sprengju- og stórskotaárásum af landi og sjó. Eftir 51 dag lágu meira en 2.200 Palestínumenn í valnum, þar af langflestir óbreyttir borgarar. 551 barn var drepið. Ísraels megin lágu 73 í valnum, þar af langflestir, eða 67, árásarhermenn sem féllu á Gasa en sex óbreyttir borgarar í Ísrael og þar af eitt barn. Meira en ellefu þúsund Palestínumenn særðust í stríðinu, þar af um 3.400 börn, og munu um eitt þúsund þeirra búa við varanlega örorku. Um 470 ísraelskir hermenn særðust í stríðinu og 255 óbreyttir borgarar. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sendi nýverið frá sér skýrslu sem greindi frá stríðsglæpum Ísraelshers á Gasa síðastliðið sumar og var þar einnig fjallað um eldflaugaárásir andspyrnuhópanna á Gasa sem beint er að íbúabyggðum í Ísrael og teljast því einnig til stríðsglæpa. Skýrslunni hefur verið fagnað af stjórn Palestínumanna í Ramallah og einnig af Hamas-samtökunum. Ísraelsstjórn hefur hins vegar reynt að ómerkja hana og kom í veg fyrir að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fengi að fara til Ísraels og Palestínu. Skýrslan mun reynast mikilvægt gagn er kemur að því að kæra Ísraelsstjórn fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag sem Palestína er nú aðili að. Heilu íbúðahverfin voru lögð í rúst í sprengjuárásum Ísraelshers. Hálf milljón manna missti heimili sín og lenti á vergangi. Flestir fengu bráðabirgðaskýli í skólum UNRWA (flóttamannaaðstoðarinnar) og margir héldu til í auðum byggingum, í moskum og kirkjum eða hjá fjölskyldum.Ekkert heimili endurbyggt Á ráðstefnu stuðningsríkjanna svokölluðu (e. donor states), sem haldin var í Kaíró í október 2014, var stuðningi heitið til endurreisnar á Gasa að upphæð 5,4 milljarðar Bandaríkjadala. Ísrael var ekki með í þessu og er ekki gert ráð fyrir einum eyri þaðan. Ísraelsríki hefur aldrei greitt neinar stríðsskaðabætur og hefur hingað til aldrei þurft að taka neina ábyrgð á þeirri eyðileggingu, örorku og dauða sem Ísraelsher veldur. Hluti af þessu fé sem lofað var í Kaíró hefur skilað sér, en enn þann dag í dag hefur ekki eitt einasta heimili sem eyðilagt var í stríðinu verið endurbyggt. Þar er fyrst og fremst um að kenna herkvínni sem lokar íbúana á Gasa inni og kemur í veg fyrir að nauðsynleg byggingarefni og aðrar lífsnauðsynjar fáist fluttar inn, nema af mjög skornum skammti. Það á líka við um hreint vatn, eldsneyti og rafmagn. Hversu lengi ætlar umheimurinn að horfa upp á það aðgerðalaus að 1,8 milljónir Palestínumanna sé haldið innilokuðum á 360 ferkílómetra svæði, bjargarlausum að mestu og síðan ráðist á fólkið með nokkru millibili af einu mesta hernaðarveldi heims? Sameinuðu þjóðirnar hafa verið máttvana gagnvart þessu ofbeldi vegna skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjanna við Ísraelsstjórn sem grobbar sig af því að hafa í raun neitunarvald í Öryggisráðinu. Engu skiptir hvernig Ísrael hagar sér gagnvart Palestínu, ofbeldi hernáms og stríðsglæpir er refsilaust. Það verður ekki bundinn endir á 48 ára hernám Ísraels í Palestínu nema að breyting verði á stefnu Bandaríkjanna. Lengst af hefur verið þagnarmúr um framferði Ísraelsríkis í helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Stríðsglæpir Ísraels á Gasa síðastliðið sumar virðast hafa rofið örlítið þennan þagnarmúr og náð eitthvað til almennings. Einnig hafa friðarhreyfingar bandarískra gyðinga sótt í sig veðrið. Þá hafa bandarískar kirkjudeildir látið til sín taka og eru síðustu fréttir þær að United Church of Christ hafi samþykkt stuðning við sniðgönguhreyfinguna BDS (boycott-divest-sanction) sem berst fyrir frelsi Palestínu með þeim aðferðum sem notaðar voru gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku. Undirrituðum þótti einkar vænt um þessa frétt en hann var einmitt skiptinemi Þjóðkirkjunnar hjá þessari kirkjudeild í Seattle fyrir hálfri öld. Þar þótti sjálfsagt að taka upp málstað kúgaðra, styðja baráttu gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku jafnt og í Bandaríkjunum og gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam og víðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun