Landsbjörg hringir daglega í skálaverði uppi á hálendi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. júlí 2015 07:00 "Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er,“ segir Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri Trex. vísir/anton Landsbjörg og ferðamálayfirvöld ganga allt að því eins langt og hægt er í að veita ferðamönnum upplýsingar um aðstæður á Íslandi. Þetta er mat Jónasar Guðmundssonar, verkefnisstjóra slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.Jónas GuðmundssonFramkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, Páll Guðmundsson, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að skálaverðir, einkum í Hrafntinnuskeri, hefðu unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hefðu borið inn í skála hrakta og bugaða ferðamenn sem alls ekki hefðu verið búnir til göngu í snjó og krapa. Jónas bendir á að á þessum tíma eigi fólk ekki von á aðstæðunum sem verið hafa á hálendinu síðustu vikur. Frá júníbyrjun hafi í samvinnu við Höfuðborgarstofu verið rekin sérstök starfsstöð í miðbæ Reykjavíkur þar sem vant björgunarsveitarfólk sé við störf. „Við höfum hringt daglega í skálaverði og safnað upplýsingum um aðstæður. Við létum alla ferðaþjónustuaðila vita að þarna væri að finna upplýsingar. Við höfum einnig sett inn upplýsingar á síðuna safetravel.is um að aðstæður séu óvenjulegar. Þessar upplýsingar hafa einnig komið fram á skjáupplýsingakerfi ferðamanna sem er á um 40 stöðum á landinu. Nú er einnig hálendisvakt björgunarsveitanna hafin.“ Jónas telur að það sé mikill minnihluti ferðamanna sem ekki hitti skálavörð og landvörð þegar komið er inn í Landmannalaugar sem ræði við þá um aðstæður. Samstarf Landsbjargar við bílaleigur hefur verið gott, að því er hann greinir frá. „Við höfum reyndar ekki verið í jafnmiklu samstarfi við hópferðafyrirtækin.“ Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri hópferðamiðstöðvarinnar Trex sem er eitt þeirra fyrirtækja sem er með áætlunarferðir inn í Landmannalaugar, segir að farþegum með rútunum séu afhentar leiðbeiningar um aðstæður á svæðunum og hentugan klæðaburð. Taka þurfi til dæmis mið af breytilegu veðri. „Þeir fá miða þegar þeir koma upp í bílana með þessum leiðbeiningum. Þeim er einnig ráðlagt að hafa samband við skálaverði og leita sér upplýsinga. Á heimasíðu okkar eru jafnframt leiðbeiningar og við vísum á aðrar vefsíður. Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er.“ Kristján tekur það fram að hluti farþeganna sé í skipulögðum hópum með leiðsögumönnum. „Þar er fólk betur tékkað af.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Landsbjörg og ferðamálayfirvöld ganga allt að því eins langt og hægt er í að veita ferðamönnum upplýsingar um aðstæður á Íslandi. Þetta er mat Jónasar Guðmundssonar, verkefnisstjóra slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.Jónas GuðmundssonFramkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, Páll Guðmundsson, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að skálaverðir, einkum í Hrafntinnuskeri, hefðu unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hefðu borið inn í skála hrakta og bugaða ferðamenn sem alls ekki hefðu verið búnir til göngu í snjó og krapa. Jónas bendir á að á þessum tíma eigi fólk ekki von á aðstæðunum sem verið hafa á hálendinu síðustu vikur. Frá júníbyrjun hafi í samvinnu við Höfuðborgarstofu verið rekin sérstök starfsstöð í miðbæ Reykjavíkur þar sem vant björgunarsveitarfólk sé við störf. „Við höfum hringt daglega í skálaverði og safnað upplýsingum um aðstæður. Við létum alla ferðaþjónustuaðila vita að þarna væri að finna upplýsingar. Við höfum einnig sett inn upplýsingar á síðuna safetravel.is um að aðstæður séu óvenjulegar. Þessar upplýsingar hafa einnig komið fram á skjáupplýsingakerfi ferðamanna sem er á um 40 stöðum á landinu. Nú er einnig hálendisvakt björgunarsveitanna hafin.“ Jónas telur að það sé mikill minnihluti ferðamanna sem ekki hitti skálavörð og landvörð þegar komið er inn í Landmannalaugar sem ræði við þá um aðstæður. Samstarf Landsbjargar við bílaleigur hefur verið gott, að því er hann greinir frá. „Við höfum reyndar ekki verið í jafnmiklu samstarfi við hópferðafyrirtækin.“ Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri hópferðamiðstöðvarinnar Trex sem er eitt þeirra fyrirtækja sem er með áætlunarferðir inn í Landmannalaugar, segir að farþegum með rútunum séu afhentar leiðbeiningar um aðstæður á svæðunum og hentugan klæðaburð. Taka þurfi til dæmis mið af breytilegu veðri. „Þeir fá miða þegar þeir koma upp í bílana með þessum leiðbeiningum. Þeim er einnig ráðlagt að hafa samband við skálaverði og leita sér upplýsinga. Á heimasíðu okkar eru jafnframt leiðbeiningar og við vísum á aðrar vefsíður. Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er.“ Kristján tekur það fram að hluti farþeganna sé í skipulögðum hópum með leiðsögumönnum. „Þar er fólk betur tékkað af.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira