Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 8. júlí 2015 06:30 Vísir/Getty Gunnar Nelson fær gullið tækifæri til þess að stimpla sig inn með látum í Bandaríkjunum á laugardag er hann þreytir frumraun sína í UFC hér í landi. Þá mætir hann heimamanninum Brandon Thatch í bardaga sem fyrir fram er talinn vera afar jafn. UFC-kvöldið á laugardag er það stærsta á árinu hjá UFC og það stærsta frá upphafi að mati margra. Barist verður um tvo titla og aðrir bardagar kvöldsins eru heldur ekkert slor. Stjarna kvöldsins og aðalaðdráttaraflið er Írinn kjaftfori Conor McGregor. Hann er mikill Íslandsvinur. Æfði hjá Mjölni og er æfingafélagi Gunnars. Þeir búa saman í stórri villu hér rétt fyrir utan Las Vegas og hafa æft saman síðasta mánuðinn. Svo mikla trú hafa forráðamenn UFC á Gunnari að þeir settu bardaga hans sem einn af aðalbardögum kvöldsins. Bardagi hans er fjórði síðasti bardagi kvöldsins. Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar mann sem vonandi nýtir tækifærið vel. Það vilja allir bardagakappar í UFC vera með á þessu kvöldi en aðeins útvaldir fá að keppa. Hinir koma á svæðið og hitta aðdáendur víða um bæ og reyna að minna á sig. Í kringum þetta bardagakvöld er mikil dagskrá sem hófst í gær og mun standa út sunnudag. Þetta er „Super Bowl“ vika þeirra UFC-manna. Það verða alls konar uppákomur alla vikuna og svo ráðstefna þar sem hægt verður að hitta stjörnurnar og gera margt annað skemmtilegt. Mikil upplifun fyrir alla sem hingað koma í vikunni. Hér í Las Vegas er allt af annarri stærðargráðu en fólk á almennt að venjast og fjölmiðlaáhuginn er gríðarlegur. Allir stærstu viðburðirnir fara fram á MGM Grand-hótelinu og bardagakvöldið í MGM Grand Garden Arena. Það er sögufrægur salur þar sem allir stærstu boxbardagar síðustu ára hafa farið fram. Þar börðust meðal annars Floyd Mayweather og Manny Pacqiuao á dögunum. Salurinn tekur um 17 þúsund manns í sæti og komast færri að en vilja. Miðarnir voru líka ekkert ódýrir en á dögunum var verið að selja dýrustu miðana á yfir 300 þúsund krónur. Þetta verður magnaður viðburður sem enginn ætti að missa af.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Pistillinn Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Gunnar Nelson fær gullið tækifæri til þess að stimpla sig inn með látum í Bandaríkjunum á laugardag er hann þreytir frumraun sína í UFC hér í landi. Þá mætir hann heimamanninum Brandon Thatch í bardaga sem fyrir fram er talinn vera afar jafn. UFC-kvöldið á laugardag er það stærsta á árinu hjá UFC og það stærsta frá upphafi að mati margra. Barist verður um tvo titla og aðrir bardagar kvöldsins eru heldur ekkert slor. Stjarna kvöldsins og aðalaðdráttaraflið er Írinn kjaftfori Conor McGregor. Hann er mikill Íslandsvinur. Æfði hjá Mjölni og er æfingafélagi Gunnars. Þeir búa saman í stórri villu hér rétt fyrir utan Las Vegas og hafa æft saman síðasta mánuðinn. Svo mikla trú hafa forráðamenn UFC á Gunnari að þeir settu bardaga hans sem einn af aðalbardögum kvöldsins. Bardagi hans er fjórði síðasti bardagi kvöldsins. Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar mann sem vonandi nýtir tækifærið vel. Það vilja allir bardagakappar í UFC vera með á þessu kvöldi en aðeins útvaldir fá að keppa. Hinir koma á svæðið og hitta aðdáendur víða um bæ og reyna að minna á sig. Í kringum þetta bardagakvöld er mikil dagskrá sem hófst í gær og mun standa út sunnudag. Þetta er „Super Bowl“ vika þeirra UFC-manna. Það verða alls konar uppákomur alla vikuna og svo ráðstefna þar sem hægt verður að hitta stjörnurnar og gera margt annað skemmtilegt. Mikil upplifun fyrir alla sem hingað koma í vikunni. Hér í Las Vegas er allt af annarri stærðargráðu en fólk á almennt að venjast og fjölmiðlaáhuginn er gríðarlegur. Allir stærstu viðburðirnir fara fram á MGM Grand-hótelinu og bardagakvöldið í MGM Grand Garden Arena. Það er sögufrægur salur þar sem allir stærstu boxbardagar síðustu ára hafa farið fram. Þar börðust meðal annars Floyd Mayweather og Manny Pacqiuao á dögunum. Salurinn tekur um 17 þúsund manns í sæti og komast færri að en vilja. Miðarnir voru líka ekkert ódýrir en á dögunum var verið að selja dýrustu miðana á yfir 300 þúsund krónur. Þetta verður magnaður viðburður sem enginn ætti að missa af.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Pistillinn Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15
Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01
Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti