Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 8. júlí 2015 06:30 Vísir/Getty Gunnar Nelson fær gullið tækifæri til þess að stimpla sig inn með látum í Bandaríkjunum á laugardag er hann þreytir frumraun sína í UFC hér í landi. Þá mætir hann heimamanninum Brandon Thatch í bardaga sem fyrir fram er talinn vera afar jafn. UFC-kvöldið á laugardag er það stærsta á árinu hjá UFC og það stærsta frá upphafi að mati margra. Barist verður um tvo titla og aðrir bardagar kvöldsins eru heldur ekkert slor. Stjarna kvöldsins og aðalaðdráttaraflið er Írinn kjaftfori Conor McGregor. Hann er mikill Íslandsvinur. Æfði hjá Mjölni og er æfingafélagi Gunnars. Þeir búa saman í stórri villu hér rétt fyrir utan Las Vegas og hafa æft saman síðasta mánuðinn. Svo mikla trú hafa forráðamenn UFC á Gunnari að þeir settu bardaga hans sem einn af aðalbardögum kvöldsins. Bardagi hans er fjórði síðasti bardagi kvöldsins. Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar mann sem vonandi nýtir tækifærið vel. Það vilja allir bardagakappar í UFC vera með á þessu kvöldi en aðeins útvaldir fá að keppa. Hinir koma á svæðið og hitta aðdáendur víða um bæ og reyna að minna á sig. Í kringum þetta bardagakvöld er mikil dagskrá sem hófst í gær og mun standa út sunnudag. Þetta er „Super Bowl“ vika þeirra UFC-manna. Það verða alls konar uppákomur alla vikuna og svo ráðstefna þar sem hægt verður að hitta stjörnurnar og gera margt annað skemmtilegt. Mikil upplifun fyrir alla sem hingað koma í vikunni. Hér í Las Vegas er allt af annarri stærðargráðu en fólk á almennt að venjast og fjölmiðlaáhuginn er gríðarlegur. Allir stærstu viðburðirnir fara fram á MGM Grand-hótelinu og bardagakvöldið í MGM Grand Garden Arena. Það er sögufrægur salur þar sem allir stærstu boxbardagar síðustu ára hafa farið fram. Þar börðust meðal annars Floyd Mayweather og Manny Pacqiuao á dögunum. Salurinn tekur um 17 þúsund manns í sæti og komast færri að en vilja. Miðarnir voru líka ekkert ódýrir en á dögunum var verið að selja dýrustu miðana á yfir 300 þúsund krónur. Þetta verður magnaður viðburður sem enginn ætti að missa af.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Pistillinn Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Sjá meira
Gunnar Nelson fær gullið tækifæri til þess að stimpla sig inn með látum í Bandaríkjunum á laugardag er hann þreytir frumraun sína í UFC hér í landi. Þá mætir hann heimamanninum Brandon Thatch í bardaga sem fyrir fram er talinn vera afar jafn. UFC-kvöldið á laugardag er það stærsta á árinu hjá UFC og það stærsta frá upphafi að mati margra. Barist verður um tvo titla og aðrir bardagar kvöldsins eru heldur ekkert slor. Stjarna kvöldsins og aðalaðdráttaraflið er Írinn kjaftfori Conor McGregor. Hann er mikill Íslandsvinur. Æfði hjá Mjölni og er æfingafélagi Gunnars. Þeir búa saman í stórri villu hér rétt fyrir utan Las Vegas og hafa æft saman síðasta mánuðinn. Svo mikla trú hafa forráðamenn UFC á Gunnari að þeir settu bardaga hans sem einn af aðalbardögum kvöldsins. Bardagi hans er fjórði síðasti bardagi kvöldsins. Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar mann sem vonandi nýtir tækifærið vel. Það vilja allir bardagakappar í UFC vera með á þessu kvöldi en aðeins útvaldir fá að keppa. Hinir koma á svæðið og hitta aðdáendur víða um bæ og reyna að minna á sig. Í kringum þetta bardagakvöld er mikil dagskrá sem hófst í gær og mun standa út sunnudag. Þetta er „Super Bowl“ vika þeirra UFC-manna. Það verða alls konar uppákomur alla vikuna og svo ráðstefna þar sem hægt verður að hitta stjörnurnar og gera margt annað skemmtilegt. Mikil upplifun fyrir alla sem hingað koma í vikunni. Hér í Las Vegas er allt af annarri stærðargráðu en fólk á almennt að venjast og fjölmiðlaáhuginn er gríðarlegur. Allir stærstu viðburðirnir fara fram á MGM Grand-hótelinu og bardagakvöldið í MGM Grand Garden Arena. Það er sögufrægur salur þar sem allir stærstu boxbardagar síðustu ára hafa farið fram. Þar börðust meðal annars Floyd Mayweather og Manny Pacqiuao á dögunum. Salurinn tekur um 17 þúsund manns í sæti og komast færri að en vilja. Miðarnir voru líka ekkert ódýrir en á dögunum var verið að selja dýrustu miðana á yfir 300 þúsund krónur. Þetta verður magnaður viðburður sem enginn ætti að missa af.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Pistillinn Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Sjá meira
Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15
Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01
Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30