Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Snærós Sindradóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Staðarhaldarinn við Laxá í Kjós reyndi að telja bitin en gafst upp. Mynd/Aðsend „Bólgan er farin að hjaðna. Við vorum komin í 270 bit þegar við hættum að telja,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, staðarhaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós. Jóhann lét í minni pokann fyrir lúsmýinu sem herjaði á landann í síðustu viku. Kona Jóhanns var jafnframt bitin en dóttir þeirra, sem svaf í næsta herbergi, slapp með skrekkinn. Fyrir aftan veiðihúsið sem Jóhann svaf í er myndarlegur og skjólgóður trjálundur, sem líklega var gróðursettur fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Slíkir trjálundir bjóða lúsmýinu upp á kjöraðstæður að mati Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Mýið vill ekki vind, það vill lognið. Þú veist hvernig sumarhús eru í dag. Þú sérð þau ekki fyrir trjáumgjörð,“ segir Erling. Hann telur að veðurskilyrði síðustu viku séu ástæða þess að lúsmýið blossaði upp með þessum hætti. Samspil suðvestanáttar og logns hafi valdið því að stór hluti fólks á suðvesturhorni landsins hafi orðið illa útleikinn af mýbiti. „Ég hef grun um að þetta [mýið] sé búið að vera hér lengi án þess að það hafi uppgötvast. Þetta voru tímabundin skilyrði sem ekkert er víst að endurtaki sig nokkurn tímann aftur, ekki í þessum mæli.“ Svo virðist sem árásir lúsmýsins hafi verið afmörkuð plága sem Íslendingar eiga ekki að óttast það sem eftir lifir sumars. Tilkynningum um mýbit hefur fækkað mikið frá því að sprenging varð í þeim efnum um miðja síðustu viku.Erling Ólafsson„Sumarhúsaeigendur sem hafa verið búnir að rækta garðinn sinn hressilega, þannig að það sé algjört skjól í garðinum, þeir kalla þetta yfir sig,“ segir Erling. Hann leggur til að gripið verði til róttækra aðgerða. „Sumarhúsaeigendur ættu bara að höggva niður háu trén í kring.“ Erling hefur haft samband við sérfræðinga ytra sem mögulega gætu greint tegund lúsmýsins. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði hann ekki haft erindi sem erfiði en póstum hans til sérfræðinganna hefur ekki verið svarað. Bit lúsmýsins valda óstjórnlegum kláða. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á því ná að halda kláðanum niðri með kremáburði og ofnæmislyfjum. Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
„Bólgan er farin að hjaðna. Við vorum komin í 270 bit þegar við hættum að telja,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, staðarhaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós. Jóhann lét í minni pokann fyrir lúsmýinu sem herjaði á landann í síðustu viku. Kona Jóhanns var jafnframt bitin en dóttir þeirra, sem svaf í næsta herbergi, slapp með skrekkinn. Fyrir aftan veiðihúsið sem Jóhann svaf í er myndarlegur og skjólgóður trjálundur, sem líklega var gróðursettur fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Slíkir trjálundir bjóða lúsmýinu upp á kjöraðstæður að mati Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Mýið vill ekki vind, það vill lognið. Þú veist hvernig sumarhús eru í dag. Þú sérð þau ekki fyrir trjáumgjörð,“ segir Erling. Hann telur að veðurskilyrði síðustu viku séu ástæða þess að lúsmýið blossaði upp með þessum hætti. Samspil suðvestanáttar og logns hafi valdið því að stór hluti fólks á suðvesturhorni landsins hafi orðið illa útleikinn af mýbiti. „Ég hef grun um að þetta [mýið] sé búið að vera hér lengi án þess að það hafi uppgötvast. Þetta voru tímabundin skilyrði sem ekkert er víst að endurtaki sig nokkurn tímann aftur, ekki í þessum mæli.“ Svo virðist sem árásir lúsmýsins hafi verið afmörkuð plága sem Íslendingar eiga ekki að óttast það sem eftir lifir sumars. Tilkynningum um mýbit hefur fækkað mikið frá því að sprenging varð í þeim efnum um miðja síðustu viku.Erling Ólafsson„Sumarhúsaeigendur sem hafa verið búnir að rækta garðinn sinn hressilega, þannig að það sé algjört skjól í garðinum, þeir kalla þetta yfir sig,“ segir Erling. Hann leggur til að gripið verði til róttækra aðgerða. „Sumarhúsaeigendur ættu bara að höggva niður háu trén í kring.“ Erling hefur haft samband við sérfræðinga ytra sem mögulega gætu greint tegund lúsmýsins. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði hann ekki haft erindi sem erfiði en póstum hans til sérfræðinganna hefur ekki verið svarað. Bit lúsmýsins valda óstjórnlegum kláða. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á því ná að halda kláðanum niðri með kremáburði og ofnæmislyfjum.
Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00
Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00
Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00