Svona gæti Borgarlínan litið út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2015 07:00 Kortið sýnir mögulega leið Borgarlínu. Kortið var unnið eftir frumniðurstöðum sem sýndar eru í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits. „Biðstöðvar verða í öllum skilgreindum miðkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Það eru komnar mögulegar leiðir milli miðkjarna. Á þessu stigi eru leiðir skoðaðar bæði sem hraðvagna- og léttlestarkerfi,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu vinna nú saman að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu, léttlestar- eða hraðlestarkerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás. Borgarlína mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem sveitarfélögin vinna, í samvinnu við Vegagerðina, gæti Borgarlína verið tilbúin til notkunar árið 2022. Við mat á samgöngusviðsmyndum, sem verkfræðistofan Mannvit gerði, var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar króna og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir þar sem aldrei hefur verið ráðist í gerð hágæðakerfis á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort léttlestarkerfi eða hraðlestarkerfi verður notað en Hrafnkell segir ekki útilokað að báðar lestir verði notaðar. „Til að viðhalda hraða er oft miðað við að um 800 metrar séu á milli stoppistöðva í hágæðakerfi almenningssamgangna en það er að sjálfsögðu háð aðstæðum hvort vegalengd Borgarlínu verði styttri eða lengri. Þó er mikilvægt að fjölda stoppistöðva sé stillt í hóf til að viðhalda hraðari yfirferð en í hefðbundnu strætisvagnakerfi,“ segir Hrafnkell.Mögulegar leiðir milli miðkjarnaLeggur 1 Vellir – Fjörður Leggur 2 Fjörður – Garðabær Leggur 3 Garðabær – Hamraborg Leggur 4 Garðabær – Smárinn Leggur 5 Smárinn – Mjódd Leggur 6 Mjódd – Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Leggur 7 Hamraborg – Miðbær (BSÍ) Leggur 8 Hamraborg – Miðbær (Harpa) Leggur 9 Miðbær – Seltjarnarnes Leggur 10 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði – Miðbær (Harpa) Leggur 11 Elliðarárvogur – Keldnaholt Leggur 12 Keldnaholt – Mosfellsbær (Háholt) Borgarlína Samgöngur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
„Biðstöðvar verða í öllum skilgreindum miðkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Það eru komnar mögulegar leiðir milli miðkjarna. Á þessu stigi eru leiðir skoðaðar bæði sem hraðvagna- og léttlestarkerfi,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu vinna nú saman að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu, léttlestar- eða hraðlestarkerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás. Borgarlína mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem sveitarfélögin vinna, í samvinnu við Vegagerðina, gæti Borgarlína verið tilbúin til notkunar árið 2022. Við mat á samgöngusviðsmyndum, sem verkfræðistofan Mannvit gerði, var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar króna og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir þar sem aldrei hefur verið ráðist í gerð hágæðakerfis á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort léttlestarkerfi eða hraðlestarkerfi verður notað en Hrafnkell segir ekki útilokað að báðar lestir verði notaðar. „Til að viðhalda hraða er oft miðað við að um 800 metrar séu á milli stoppistöðva í hágæðakerfi almenningssamgangna en það er að sjálfsögðu háð aðstæðum hvort vegalengd Borgarlínu verði styttri eða lengri. Þó er mikilvægt að fjölda stoppistöðva sé stillt í hóf til að viðhalda hraðari yfirferð en í hefðbundnu strætisvagnakerfi,“ segir Hrafnkell.Mögulegar leiðir milli miðkjarnaLeggur 1 Vellir – Fjörður Leggur 2 Fjörður – Garðabær Leggur 3 Garðabær – Hamraborg Leggur 4 Garðabær – Smárinn Leggur 5 Smárinn – Mjódd Leggur 6 Mjódd – Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Leggur 7 Hamraborg – Miðbær (BSÍ) Leggur 8 Hamraborg – Miðbær (Harpa) Leggur 9 Miðbær – Seltjarnarnes Leggur 10 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði – Miðbær (Harpa) Leggur 11 Elliðarárvogur – Keldnaholt Leggur 12 Keldnaholt – Mosfellsbær (Háholt)
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira