Léttir sumarlegir réttir á grillið matarvísir skrifar 26. júní 2015 15:00 Vísir/Stöð 2 Í síðasta þætti kenndi Eyþór áhorfendum að búa til girnilegt og saðsamt salat með grilluðum kartöflum og reyktri bleikju, grillaða samloku og ananas. Allar uppskriftir eru fyrir 4.Grillaðar kartöflur2 stk. bökunarkartöflurólífuolíasjávarsaltsvartur pipar úr kvörn Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og veltið þeim upp úr ólífuolíu og kryddið vel með salti og pipar. Setjið á heitt grillið og grillið í 5 mín. á hvorri hlið en snúið kartöflunum á grillinu í 180 gráður eftir 2 mín. Takið kartöflurnar af grillinu og látið kólna. Salat með grillaðri bleikju og brauðteningumVísir/Stöð 2 Kapersdressing 100 ml ólífuolía 2 msk. dijon-sinnep 1 msk. hunang 2 msk. fínt skorinn rauðlaukur2 msk. kapers ½ bréf gróft skorið dill Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn Setjið ólífuolíuna, sinnepið og hunangið saman í skál og pískið saman í um 1 mín. Bætið restinni af hráefninu út í og smakkið til með saltinu og piparnum. Meðlæti fyrir salat 2 stk. súrdeigbrauðsneiðar Ólífuolía 1 stk. hvítlauksgeiri ½ sítróna 1 flak reykt bleikja 2 stk. soðin egg 8 stk. ferskur aspas1 poki salat Sjávarsalt Svartur pipar Penslið brauðið upp úr ólífuolíu og nuddið það vel með hvítlauk og sítrónu. Setjið brauðið á heitt grillið og grillið það þar til það er orðið stökkt. Takið af grillinu og látið kólna og skerið í teninga. Roðflettið bleikjuna og skerið hana niður í fallega strimla. Skerið eggin smátt niður. Veltið aspasnum upp úr ólífuolíu, kryddið hann til með salti og pipar og grillið í 2-3 mín. á hvorri hlið. Raðið salatinu saman með kartöflunum og dreifið kapersdressingunni yfir. Vísir/Stöð 2 Grilluð skinku- og ostsamloka með rauðlauks-relish Rauðlauks-relish 2 stk. rauðlaukar 4 stk. súrar smágúrkur (smátt skornar) Ólífuolía Rauðvínsedik 3 msk. fínt skorinn graslaukur 2 msk. tómatsósa 1 msk. grófkornasinnep Skerið rauðlaukana í tvennt og setjið á grillið með sárið niður og grillið í um 2 mín. Takið laukinn af grillinu og vefjið inn í álpappír ásamt um 2 msk. af ólífuolíu. Setjið laukinn aftur á grillið og látið hann grillast í álpappírnum í 20 mín. Takið laukinn af grillinu, skafið allt innan úr lauknum og setjið á skurðarbretti og skerið niður. Setjið laukmaukið í skál með öllu hinu hráefninu og smakkið til með saltinu og piparnum. Hvítlaukssmjör/chili-smjör 100 g smjör við stofuhita 1 stk. hvítlauksgeiri ½ rauður chili 2 stilkar steinselja (má sleppa) Setjið allt saman í matvinnsluvél og látið ganga í 1 mín. Samlokan 8 stk. súrdeigsbrauðsneiðar 400 g rifinn Ísbúi Eðalskinka Íssalat 1 stk. lítill álbakki Rífið ostinn og setjið hann á álbakka. Setjið álbakkann á grillið í 5 mín eða þar til osturinn er bráðnaður. Á meðan osturinn er að bráðna penslið þið brauðið með hvítlaukssmjörinu og grillið í um 1 mín. á hvorri hlið. Hellið svo ostinum yfir helminginn af sneiðunum (4 sneiðar) og raðið samlokunum saman. Vísir/Stöð 2 Grillaður ananas með ritzkex-mulningi og rjóma Grillaður og kryddsoðinn ananas 1 stk. ananas (afhýddur, skorinn í 4 hluta, kjarni fjarlægður) 250 g sykur 500 ml vatn 1 anísstjarna 1 kanilstöng 1 vanillustöng (fræin skafin úr) 1 kvistur mynta 2 stk. lime (safinn kreistur úr og hýðið raspað fínt af) Grillið ananasinn í 5 mín. á hvorri hlið og setjið í álbakka. Brúnið sykurinn í potti og hellið vatninu yfir og sjóðið í um 5 mín. Takið pottinn af hellunni og bætið kryddi, lime-berkinum og safanum út í. Hellið vökvanum yfir ananasinn og setjið bakkann á heitt grillið í um 15 mín. eða þar til ananasinn er orðinn mjúkur í gegn. Berið hann fram með ritzkex-mulningi og þeyttum rjómaRitzkexmulningur250 g Ritzkex50 g smjör (brætt)2 msk. púðursykur1 peli rjómi (þeyttur) Malið kexið gróft niður og blandið því saman við sykurinn og smjörið. Setjið blönduna á bökunarplötu með bökunarpappír undir. Bakið við 130 gráður í 20 mín. Látið kólna og myljið yfir ananasinn og rjómann. Eftirréttir Eyþór Rúnarsson Grillréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun
Í síðasta þætti kenndi Eyþór áhorfendum að búa til girnilegt og saðsamt salat með grilluðum kartöflum og reyktri bleikju, grillaða samloku og ananas. Allar uppskriftir eru fyrir 4.Grillaðar kartöflur2 stk. bökunarkartöflurólífuolíasjávarsaltsvartur pipar úr kvörn Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og veltið þeim upp úr ólífuolíu og kryddið vel með salti og pipar. Setjið á heitt grillið og grillið í 5 mín. á hvorri hlið en snúið kartöflunum á grillinu í 180 gráður eftir 2 mín. Takið kartöflurnar af grillinu og látið kólna. Salat með grillaðri bleikju og brauðteningumVísir/Stöð 2 Kapersdressing 100 ml ólífuolía 2 msk. dijon-sinnep 1 msk. hunang 2 msk. fínt skorinn rauðlaukur2 msk. kapers ½ bréf gróft skorið dill Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn Setjið ólífuolíuna, sinnepið og hunangið saman í skál og pískið saman í um 1 mín. Bætið restinni af hráefninu út í og smakkið til með saltinu og piparnum. Meðlæti fyrir salat 2 stk. súrdeigbrauðsneiðar Ólífuolía 1 stk. hvítlauksgeiri ½ sítróna 1 flak reykt bleikja 2 stk. soðin egg 8 stk. ferskur aspas1 poki salat Sjávarsalt Svartur pipar Penslið brauðið upp úr ólífuolíu og nuddið það vel með hvítlauk og sítrónu. Setjið brauðið á heitt grillið og grillið það þar til það er orðið stökkt. Takið af grillinu og látið kólna og skerið í teninga. Roðflettið bleikjuna og skerið hana niður í fallega strimla. Skerið eggin smátt niður. Veltið aspasnum upp úr ólífuolíu, kryddið hann til með salti og pipar og grillið í 2-3 mín. á hvorri hlið. Raðið salatinu saman með kartöflunum og dreifið kapersdressingunni yfir. Vísir/Stöð 2 Grilluð skinku- og ostsamloka með rauðlauks-relish Rauðlauks-relish 2 stk. rauðlaukar 4 stk. súrar smágúrkur (smátt skornar) Ólífuolía Rauðvínsedik 3 msk. fínt skorinn graslaukur 2 msk. tómatsósa 1 msk. grófkornasinnep Skerið rauðlaukana í tvennt og setjið á grillið með sárið niður og grillið í um 2 mín. Takið laukinn af grillinu og vefjið inn í álpappír ásamt um 2 msk. af ólífuolíu. Setjið laukinn aftur á grillið og látið hann grillast í álpappírnum í 20 mín. Takið laukinn af grillinu, skafið allt innan úr lauknum og setjið á skurðarbretti og skerið niður. Setjið laukmaukið í skál með öllu hinu hráefninu og smakkið til með saltinu og piparnum. Hvítlaukssmjör/chili-smjör 100 g smjör við stofuhita 1 stk. hvítlauksgeiri ½ rauður chili 2 stilkar steinselja (má sleppa) Setjið allt saman í matvinnsluvél og látið ganga í 1 mín. Samlokan 8 stk. súrdeigsbrauðsneiðar 400 g rifinn Ísbúi Eðalskinka Íssalat 1 stk. lítill álbakki Rífið ostinn og setjið hann á álbakka. Setjið álbakkann á grillið í 5 mín eða þar til osturinn er bráðnaður. Á meðan osturinn er að bráðna penslið þið brauðið með hvítlaukssmjörinu og grillið í um 1 mín. á hvorri hlið. Hellið svo ostinum yfir helminginn af sneiðunum (4 sneiðar) og raðið samlokunum saman. Vísir/Stöð 2 Grillaður ananas með ritzkex-mulningi og rjóma Grillaður og kryddsoðinn ananas 1 stk. ananas (afhýddur, skorinn í 4 hluta, kjarni fjarlægður) 250 g sykur 500 ml vatn 1 anísstjarna 1 kanilstöng 1 vanillustöng (fræin skafin úr) 1 kvistur mynta 2 stk. lime (safinn kreistur úr og hýðið raspað fínt af) Grillið ananasinn í 5 mín. á hvorri hlið og setjið í álbakka. Brúnið sykurinn í potti og hellið vatninu yfir og sjóðið í um 5 mín. Takið pottinn af hellunni og bætið kryddi, lime-berkinum og safanum út í. Hellið vökvanum yfir ananasinn og setjið bakkann á heitt grillið í um 15 mín. eða þar til ananasinn er orðinn mjúkur í gegn. Berið hann fram með ritzkex-mulningi og þeyttum rjómaRitzkexmulningur250 g Ritzkex50 g smjör (brætt)2 msk. púðursykur1 peli rjómi (þeyttur) Malið kexið gróft niður og blandið því saman við sykurinn og smjörið. Setjið blönduna á bökunarplötu með bökunarpappír undir. Bakið við 130 gráður í 20 mín. Látið kólna og myljið yfir ananasinn og rjómann.
Eftirréttir Eyþór Rúnarsson Grillréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun