Vilji og staðfesta Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. júní 2015 00:00 Afnám hafta er farið af stað. Ítarleg útfærsla á aðgerðunum var kynnt þann 8. júní síðastliðinn og óhætt að segja að viðbrögðin við þeirri kynningu hafi verið mikil og góð. Allt frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir hagsmunum almennings og þjóðarinnar í heild. Þar hefur réttlæti og sanngirni spilað stórt hlutverk hjá flokknum. Eftir að síðasta ríkisstjórn tilkynnti að meira ætti ekki að gera fyrir heimilin í landinu var nóg komið. Sigmundur Davíð talaði alltaf um að svigrúm myndi skapast við afnám hafta og að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það svigrúm, almenningi og þjóðinni til heilla. Framsóknarfólk fékk svo sannarlega að heyra það í aðdraganda síðustu kosninga, bæði þegar talað var um leiðréttingu á skuldum heimilanna og glímuna við kröfuhafa föllnu bankanna. Ýmis orð voru notuð, sem ekki verða höfð hér eftir, til að lýsa því hversu fráleitur málflutningur flokksins var. Nú hefur það heldur betur komið í ljós að full innistæða var fyrir loforðum Framsóknarflokksins. Það hefur flokkurinn einfaldlega sýnt í framkvæmd það sem af er kjörtímabilinu.Málflutningurinn skýr frá upphafi Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Forystusætið á RÚV fyrir kosningarnar 2013. Þar spurðu fréttamenn hann ítrekað hvernig Framsóknarflokkurinn gæti leyft sér að tala með allt öðrum hætti en aðrir flokkar sem í framboði voru til þings, með öðrum hætti en fjölmargir sérfræðingar, fræðimenn og aðrir og lofa einhverju sem ekki væri fast í hendi. Þar svaraði formaðurinn því til að málið væri í raun og veru mjög einfalt og skýrt. Ríkið hefði öll þau tæki sem þyrfti til að ná fram þeirri niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Næst sagði annar fréttamaður þáttarins formanninn vera að lofa því að á næstu fjórum árum myndi þetta svigrúm skapast, upp á 300 milljarða króna. Fréttamennirnir sögðu aðra flokka ekki hafa talað með þetta afdráttarlausum hætti eins og Framsóknarflokkurinn gerði á þessum tíma. Sigmundur Davíð sagði að ef menn hefðu viljann og væru fastir fyrir, hefði ríkið öll þau tæki sem þyrfti til þess að þrýsta enn frekar á samninga. Þessi málflutningur Framsóknarflokksins fyrir kosningar 2013 er nákvæmlega í takt við þá leið sem nú hefur verið boðuð af ríkisstjórninni við afnám hafta, orð hans fyrir tveimur árum lýsa einmitt því sem er að eiga sér stað með áætlun ríkisstjórnarinnar í dag.Höldum áfram veginn Gjaldþrot bankanna þriggja á Íslandi var eitt það stærsta í heiminum. Ríkissjóður hefur verið gríðarlega skuldsettur frá efnahagshruni og hefur sú staða hamlað ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Nauðsynlegt er að nota fjármunina til að greiða niður skuldir við Seðlabanka Íslands og ríkið. Slík niðurgreiðsla gæti lækkað skuldir ríkisins um tugi prósenta og jafnframt sparað ríkinu vaxtagreiðslur um tugi milljarða á ári. Það sjá allir að þeim fjármunum er betur varið í aðra hluti. Með þessum aðgerðum er verið að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi til framtíðar. Til hamingju með áfangann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Afnám hafta er farið af stað. Ítarleg útfærsla á aðgerðunum var kynnt þann 8. júní síðastliðinn og óhætt að segja að viðbrögðin við þeirri kynningu hafi verið mikil og góð. Allt frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir hagsmunum almennings og þjóðarinnar í heild. Þar hefur réttlæti og sanngirni spilað stórt hlutverk hjá flokknum. Eftir að síðasta ríkisstjórn tilkynnti að meira ætti ekki að gera fyrir heimilin í landinu var nóg komið. Sigmundur Davíð talaði alltaf um að svigrúm myndi skapast við afnám hafta og að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það svigrúm, almenningi og þjóðinni til heilla. Framsóknarfólk fékk svo sannarlega að heyra það í aðdraganda síðustu kosninga, bæði þegar talað var um leiðréttingu á skuldum heimilanna og glímuna við kröfuhafa föllnu bankanna. Ýmis orð voru notuð, sem ekki verða höfð hér eftir, til að lýsa því hversu fráleitur málflutningur flokksins var. Nú hefur það heldur betur komið í ljós að full innistæða var fyrir loforðum Framsóknarflokksins. Það hefur flokkurinn einfaldlega sýnt í framkvæmd það sem af er kjörtímabilinu.Málflutningurinn skýr frá upphafi Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Forystusætið á RÚV fyrir kosningarnar 2013. Þar spurðu fréttamenn hann ítrekað hvernig Framsóknarflokkurinn gæti leyft sér að tala með allt öðrum hætti en aðrir flokkar sem í framboði voru til þings, með öðrum hætti en fjölmargir sérfræðingar, fræðimenn og aðrir og lofa einhverju sem ekki væri fast í hendi. Þar svaraði formaðurinn því til að málið væri í raun og veru mjög einfalt og skýrt. Ríkið hefði öll þau tæki sem þyrfti til að ná fram þeirri niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Næst sagði annar fréttamaður þáttarins formanninn vera að lofa því að á næstu fjórum árum myndi þetta svigrúm skapast, upp á 300 milljarða króna. Fréttamennirnir sögðu aðra flokka ekki hafa talað með þetta afdráttarlausum hætti eins og Framsóknarflokkurinn gerði á þessum tíma. Sigmundur Davíð sagði að ef menn hefðu viljann og væru fastir fyrir, hefði ríkið öll þau tæki sem þyrfti til þess að þrýsta enn frekar á samninga. Þessi málflutningur Framsóknarflokksins fyrir kosningar 2013 er nákvæmlega í takt við þá leið sem nú hefur verið boðuð af ríkisstjórninni við afnám hafta, orð hans fyrir tveimur árum lýsa einmitt því sem er að eiga sér stað með áætlun ríkisstjórnarinnar í dag.Höldum áfram veginn Gjaldþrot bankanna þriggja á Íslandi var eitt það stærsta í heiminum. Ríkissjóður hefur verið gríðarlega skuldsettur frá efnahagshruni og hefur sú staða hamlað ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Nauðsynlegt er að nota fjármunina til að greiða niður skuldir við Seðlabanka Íslands og ríkið. Slík niðurgreiðsla gæti lækkað skuldir ríkisins um tugi prósenta og jafnframt sparað ríkinu vaxtagreiðslur um tugi milljarða á ári. Það sjá allir að þeim fjármunum er betur varið í aðra hluti. Með þessum aðgerðum er verið að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi til framtíðar. Til hamingju með áfangann!
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar